Flóttamenn þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl til að fá löglega málsmeðferð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2015 16:26 "Felix fékk synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu fyrir réttu ári síðan og áfrýjaði þeirri ákvörðun til héraðsdóms. Þá áfrýjun virðist hvergi vera að finna í skrám ríkisins.“ VÍSIR/STEFÁN Hópurinn Ekki fleiri brottvísanir segir að flóttamenn á Íslandi þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl sín við Íslendinga til að fá löglega málsmeðferð. Gagnrýnir hópurinn það harðlega og krefst þess að allir umsækjendur í slíkri stöðu fái hæli umsvifalaust þar til málsmeðferð þeirra hefur verið bætt.Hætt við brottvísun eftir ábendingar aðstandenda Í fréttatilkynningu frá hópnum er greint frá því að hælisleitandinn Felix Bassey hafi beðið þess í ár að máli hans verði áfrýjað til héraðsdóms, eftir að hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu. Hann hafi á mánudag fengið símtal frá lögreglunni þess efnis að honum yrði vísað úr landi í dag. Hætt hafi verið við brottvísunina rétt fyrir miðnætti eftir ábendingar aðstandenda hans um vankanta í málsmeðferð hans „Felix fékk synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu fyrir réttu ári síðan og áfrýjaði þeirri ákvörðun til héraðsdóms. Þá áfrýjun virðist hvergi vera að finna í skrám ríkisins. Síðdegis í gær sagði lögmaður Felix að ekkert væri hægt að gera í málinu. Síðan þá hefur lögmaðurinn ekki látið ná í sig,“ segir í tilkynningunni.Fleiri í svipaðri stöðu Bassey er flóttamaður frá Nígeríu og hefur verið á flótta frá árinu 2008. Útlendingastofnun hafði í hyggju að vísa honum til Ítalíu en þar er aðstaða mjög slæm, að því er fram kemur í tilkynningunni. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, er á meðal þeirra sem hafa verið Bassey innan handar. Hann tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær og segir þar sex til sjö aðra vera í sambærilegri stöðu og Bassey. Færslur Toma má sjá hér fyrir neðan.Góðar fréttir komnar núna, þó að tímabundnar. Engin brottvísun í kvöld eða á morgun. ÚTL samþykkti að skoða aftur ákvörð...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Dagurinn reyndist þungur. Var í heimsókn til vina minna (flóttamanna) í Reykjanesbæ. Annar flóttamaður í Reykjavík...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Í nótt tókst okkur að fá frestað brottvísun manns sem hélt, þar til lögreglan hringdi í hann í fyrradag, að hann biði á...Posted by Ekki fleiri brottvísanir on 15. apríl 2015 Flóttamenn Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Hópurinn Ekki fleiri brottvísanir segir að flóttamenn á Íslandi þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl sín við Íslendinga til að fá löglega málsmeðferð. Gagnrýnir hópurinn það harðlega og krefst þess að allir umsækjendur í slíkri stöðu fái hæli umsvifalaust þar til málsmeðferð þeirra hefur verið bætt.Hætt við brottvísun eftir ábendingar aðstandenda Í fréttatilkynningu frá hópnum er greint frá því að hælisleitandinn Felix Bassey hafi beðið þess í ár að máli hans verði áfrýjað til héraðsdóms, eftir að hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu. Hann hafi á mánudag fengið símtal frá lögreglunni þess efnis að honum yrði vísað úr landi í dag. Hætt hafi verið við brottvísunina rétt fyrir miðnætti eftir ábendingar aðstandenda hans um vankanta í málsmeðferð hans „Felix fékk synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu fyrir réttu ári síðan og áfrýjaði þeirri ákvörðun til héraðsdóms. Þá áfrýjun virðist hvergi vera að finna í skrám ríkisins. Síðdegis í gær sagði lögmaður Felix að ekkert væri hægt að gera í málinu. Síðan þá hefur lögmaðurinn ekki látið ná í sig,“ segir í tilkynningunni.Fleiri í svipaðri stöðu Bassey er flóttamaður frá Nígeríu og hefur verið á flótta frá árinu 2008. Útlendingastofnun hafði í hyggju að vísa honum til Ítalíu en þar er aðstaða mjög slæm, að því er fram kemur í tilkynningunni. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, er á meðal þeirra sem hafa verið Bassey innan handar. Hann tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær og segir þar sex til sjö aðra vera í sambærilegri stöðu og Bassey. Færslur Toma má sjá hér fyrir neðan.Góðar fréttir komnar núna, þó að tímabundnar. Engin brottvísun í kvöld eða á morgun. ÚTL samþykkti að skoða aftur ákvörð...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Dagurinn reyndist þungur. Var í heimsókn til vina minna (flóttamanna) í Reykjanesbæ. Annar flóttamaður í Reykjavík...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Í nótt tókst okkur að fá frestað brottvísun manns sem hélt, þar til lögreglan hringdi í hann í fyrradag, að hann biði á...Posted by Ekki fleiri brottvísanir on 15. apríl 2015
Flóttamenn Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira