Hinseginfræðsla í Hafnarfirði Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2015 20:42 Nemendum skólanna boðið að fá viðtal hjá ráðgjöfum Samtakanna 78 nemendunum að kostnaðarlausu. Vísir/Daníel/Stefán Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að efla hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins. Samkvæmt tillögunni sem samþykkt var munu starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar fá fræðslu frá fulltrúum Samtakanna 78. Þá verður öllum nemendum skólanna boðið að fá viðtal hjá ráðgjöfum Samtakanna 78 nemendunum að kostnaðarlausu. Sveitarfélagið mun hefja samstarf við Samtökin 78 um þróun námsefnis fyrir alla bekki grunnskóla. Samkvæmt tilkynningu var tillagan lögð fram af Evu Lín Vilhjálmsdóttur, varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, að frumkvæði Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Því verður Hafnarfjörður fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem mun bjóða nemendum grunnskóla upp á hinseginfræðslu. „Við erum í skýjunum," segir Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði í tilkynningunni. Félagið átti frumkvæðið að tillögunni. „Við erum virkilega stolt af okkar fulltrúum og ánægð með þann hljómgrunn sem tillagan fékk í bæjarstjórn. Nú er næsta mál á dagskrá að tryggja fjármagn og eftirfylgni.“Tillagan í heild: Fulltrúar Samfylkingarinnar gera það að tillögu sinni að farið verði í átak í eflingu hinseginfræðslu og -ráðgjafar í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin ‘78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla, frá 1. til 10. bekkjar og sérfræðingar Samtakanna haldi námskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar. Nemendum í unglingadeildum grunnskóla verði sömuleiðis gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum Samtakanna án endurgjalds.Greinargerð tillögunnar: Á unglingsárunum verða mikil umskipti í lífi einstaklinga. Unglingsárin geta reynst erfiður tími fyrir þá sem falla ekki inn í norm samfélagsins. Margir upplifa að þeir falli ekki inn í hópinn vegna kynhneigðar eða kynvitundar. Þessir einstaklingar eiga í meiri hættu en aðrir að einangrast félagslega og verða fyrir aðkasti. Hinsegin ungmenni upplifa oftar vanlíðan og eru líklegri til að reyna sjálfsvíg. Rannsókn framkvæmd í Noregi leiddi í ljós að hlutfall hinsegin ungmenna sem hafa reynt sjálfsvíg er þrisvar til fjórum sinnum hærra en hlutfall annarra ungmenna. Lokaverkefni Örnu Arinbjarnardóttur til BA-gráðu í félagsráðgjöf fjallar um sam- og tvíkynhneigða unglinga í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Ritgerðin leiðir í ljós að gagnkynhneigðarhyggja og gagnkynhneigð viðmið eru ómeðvitað innbyggð í menningu skólanna. Hinsegin ungmenni upplifa skort á upplýsingum, umræðu og fyrirmyndum og eiga í erfiðleikum með að þróa jákvæða sjálfsmynd. Ritgerðin sýnir einnig fram á að þrátt fyrir bætta réttarstöðu hér á landi meta hinsegin unglingar lífsánægju sína mun síðri en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Fræðsla og upplýst umræða getur skipt sköpum í lífi hinsegin ungmenna. Fræðslan getur gert þeim auðveldara að takast á við þær tilfinningar sem tengjast kynhneigð sinni og kynvitund. Auk þess getur hinseginfræðsla verið mikilvægur liður í að útrýma fordómum og uppræta hatursfulla orðræðu gegn hinsegin einstaklingum. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að efla hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins. Samkvæmt tillögunni sem samþykkt var munu starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar fá fræðslu frá fulltrúum Samtakanna 78. Þá verður öllum nemendum skólanna boðið að fá viðtal hjá ráðgjöfum Samtakanna 78 nemendunum að kostnaðarlausu. Sveitarfélagið mun hefja samstarf við Samtökin 78 um þróun námsefnis fyrir alla bekki grunnskóla. Samkvæmt tilkynningu var tillagan lögð fram af Evu Lín Vilhjálmsdóttur, varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, að frumkvæði Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Því verður Hafnarfjörður fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem mun bjóða nemendum grunnskóla upp á hinseginfræðslu. „Við erum í skýjunum," segir Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði í tilkynningunni. Félagið átti frumkvæðið að tillögunni. „Við erum virkilega stolt af okkar fulltrúum og ánægð með þann hljómgrunn sem tillagan fékk í bæjarstjórn. Nú er næsta mál á dagskrá að tryggja fjármagn og eftirfylgni.“Tillagan í heild: Fulltrúar Samfylkingarinnar gera það að tillögu sinni að farið verði í átak í eflingu hinseginfræðslu og -ráðgjafar í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin ‘78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla, frá 1. til 10. bekkjar og sérfræðingar Samtakanna haldi námskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar. Nemendum í unglingadeildum grunnskóla verði sömuleiðis gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum Samtakanna án endurgjalds.Greinargerð tillögunnar: Á unglingsárunum verða mikil umskipti í lífi einstaklinga. Unglingsárin geta reynst erfiður tími fyrir þá sem falla ekki inn í norm samfélagsins. Margir upplifa að þeir falli ekki inn í hópinn vegna kynhneigðar eða kynvitundar. Þessir einstaklingar eiga í meiri hættu en aðrir að einangrast félagslega og verða fyrir aðkasti. Hinsegin ungmenni upplifa oftar vanlíðan og eru líklegri til að reyna sjálfsvíg. Rannsókn framkvæmd í Noregi leiddi í ljós að hlutfall hinsegin ungmenna sem hafa reynt sjálfsvíg er þrisvar til fjórum sinnum hærra en hlutfall annarra ungmenna. Lokaverkefni Örnu Arinbjarnardóttur til BA-gráðu í félagsráðgjöf fjallar um sam- og tvíkynhneigða unglinga í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Ritgerðin leiðir í ljós að gagnkynhneigðarhyggja og gagnkynhneigð viðmið eru ómeðvitað innbyggð í menningu skólanna. Hinsegin ungmenni upplifa skort á upplýsingum, umræðu og fyrirmyndum og eiga í erfiðleikum með að þróa jákvæða sjálfsmynd. Ritgerðin sýnir einnig fram á að þrátt fyrir bætta réttarstöðu hér á landi meta hinsegin unglingar lífsánægju sína mun síðri en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Fræðsla og upplýst umræða getur skipt sköpum í lífi hinsegin ungmenna. Fræðslan getur gert þeim auðveldara að takast á við þær tilfinningar sem tengjast kynhneigð sinni og kynvitund. Auk þess getur hinseginfræðsla verið mikilvægur liður í að útrýma fordómum og uppræta hatursfulla orðræðu gegn hinsegin einstaklingum.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira