Björk Guðmundsdóttir er ein af 100 áhrifamestu persónum heims, að mati tímaritsins Time. Það er serbneska listakonan Marina Abramović sem skrifar umsögn um Björk.
Í umsögninni segir Abramovich frá því þegar gosið hófst í Eyjafjallajökli árið 2010 hafi Björn sent henni tölvupóst og sagt: „Ég er svo stolt að segja þér að litla eldfjallið okkar hefur fæðst – það er svo fallegt!“
Tónlistarmaðurinn Kanye West prýðir forsíðu blaðsins þar sem listinn er birtir en það er frumkvöðullinn Elon Musk sem skrifar um hann umsögn.
Meðal annarra á listanum er Tim Cook, forstjóri Apple, Koch-bræðurnir, leikkonurnar Laverne Cox og Emma Watson, þýski kanslarinn Angela Merkel og Xi Jinping, forseti Kína.
