Innlent

Sigmundur Davíð setur ráðstefnu um sjóminjar í hættu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sjóminjar og fornleifar gefa ómetanlegar upplýsingar um líf Íslendinga til forna og því um sögu þjóðarinnar.
Sjóminjar og fornleifar gefa ómetanlegar upplýsingar um líf Íslendinga til forna og því um sögu þjóðarinnar. Mynd/GVA
Ráðstefna um strandminjar í hættu verður haldin á morgun í Kötlusal Hótel Sögu. Minjastofnun stendur fyrir ráðstefnunni. Tilefni hennar er ekkert gleðiefni en eins og fram hefur komið á Vísi er fjöldi minja um allt land í stórhættu vegna sjávarrofs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, setur ráðstefnuna og heldur opnunarerindi hennar. 

Í kjölfarið taka við fjölbreyttir fyrirlesarar sem koma til með að fjalla um málið frá öllum hliðum; þær minjar sem finna má við strendur landsins, hvernig staðan er núna og hvað er hægt að gera í málinu. 

Eyþór Eðvarðsson átti frumkvæði að átakinu og segir stöðuna í þessum málum vera alveg skelfilega. „Það er menningarlegt stórslys að eiga sér stað við strendurnar þar sem þær minjar sem standa næst sjónum eru að hverfa á svakalegri ferð þessa dagana og þessi árin.“



Sjá einnig: Strandminjar á Íslandi: Menningarlegt stórslys að eiga sér stað



„Þær minjar sem ekki síst eru í hættu eru minjar um sjávarútveg og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á 20. öld. Um er að ræða gríðarlegt magn ómetnalegra menningarverðmæta sem eru nær órannsökuð og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn,“ segir í tilkynningu frá Minjastofnun.



Hér 
má nálgast frekari upplýsingar um ráðstefnuna en hún stendur á milli 13 og 16.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×