Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. apríl 2015 17:14 Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. Vísir/Ernir Drengirnir tveir sem voru hætt komnir við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði voru að reyna að sækja bolta sem hafði verið fastur í rennu fyrir affall af stíflunni í nokkra daga. Yngri strákurinn fór út í vatnið til að reyna að sækja boltann en þegar út í var komið fór hann að sökkva og hringsnerist í hyl sem er neðst í rennunni. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni sem hefur haft málið til rannsóknar.Sjá einnig: Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Aðstæður voru það erfiðar að karlmaður á þrítugsaldri sem kom til aðstoðar sem og lögreglumaður festust í hylnum og þurftu á björgun að halda. Drengirnir, sem eru bræður, voru við stífluna ásamt ellefu ára systur sinni en eldri bróðir drengsins fór út í til að hjálpa bróður sínum. Við það festist hann sjálfur í hylnum og voru þeir því báðir komnir í sjálfheldu. Systirin hringdi þá í móður sína sem hringdi á Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð við að ná drengjunum upp úr. Áður en björgunarlið kom á vettvang reyndi móðirin ásamt 16 ára stúlku sem kom að slysstaðnum að ná drengjunum tveimur upp úr. Náðu þær fljótlega taki á eldri drengnum án þess að ná honum upp úr hylnum. Björgunarlið var komið á staðinn fjórum mínútum eftir að kallað var eftir aðstoð. Ellefu ára systir drengjanna var í samskipti við Neyðarlínuna á meðan björgunartilraun móður stóð. Hún stöðvaði ökumann, karlmann um þrítugt, sem átti leið hjá en hann kom móðurinni og stúlkunni til aðstoðar. Með hans aðstoð náðu þau eldri drengnum upp úr hylnum. Endurlífgunartilraunir hófust þá á honum og var hann farinn að anda fljótlega eftir að vera kominn upp úr hylnum. Þegar þau reyndu að bjarga yngri drengnum úr hylnum féll maðurinn hins vegar sjálfur í hylinn og lenti þá í sjálfheldu. Á þeim tímapunkti kom björgunarlið á staðinn og fóru lögreglumenn strax í að koma þeim til aðstoðar. Fljótlega náðist karlmaðurinn einnig upp úr hylnum. Lögreglumaður freistaði þá því að ná til yngri drengsins en lenti sjálfur í sjálfheldu í hylnum. „Eftir einhvern tíma og tilraunir náðist í fótlegg lögreglumannsins og þannig að draga hann upp úr hylnum, en þá hafði lögreglumaðurinn náð taki á yngri drengnum og þeir báðir dregnir úr hylnum. Í framhaldinu voru hafnar endurlífgunartilraunir á yngri drengnum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan og fjölskylda barnanna vilja þakka þeim sem komu til aðstoðar þarna á vettvangi fyrir ótrúlega yfirvegun og þrekvirki, sem hinir sömu sýndu af sér við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill lögreglan senda fjölskyldu barnanna, og ekki síst yngri drengnum, baráttu- og batakveðjur. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél. 17. apríl 2015 16:59 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Drengirnir tveir sem voru hætt komnir við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði voru að reyna að sækja bolta sem hafði verið fastur í rennu fyrir affall af stíflunni í nokkra daga. Yngri strákurinn fór út í vatnið til að reyna að sækja boltann en þegar út í var komið fór hann að sökkva og hringsnerist í hyl sem er neðst í rennunni. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni sem hefur haft málið til rannsóknar.Sjá einnig: Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Aðstæður voru það erfiðar að karlmaður á þrítugsaldri sem kom til aðstoðar sem og lögreglumaður festust í hylnum og þurftu á björgun að halda. Drengirnir, sem eru bræður, voru við stífluna ásamt ellefu ára systur sinni en eldri bróðir drengsins fór út í til að hjálpa bróður sínum. Við það festist hann sjálfur í hylnum og voru þeir því báðir komnir í sjálfheldu. Systirin hringdi þá í móður sína sem hringdi á Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð við að ná drengjunum upp úr. Áður en björgunarlið kom á vettvang reyndi móðirin ásamt 16 ára stúlku sem kom að slysstaðnum að ná drengjunum tveimur upp úr. Náðu þær fljótlega taki á eldri drengnum án þess að ná honum upp úr hylnum. Björgunarlið var komið á staðinn fjórum mínútum eftir að kallað var eftir aðstoð. Ellefu ára systir drengjanna var í samskipti við Neyðarlínuna á meðan björgunartilraun móður stóð. Hún stöðvaði ökumann, karlmann um þrítugt, sem átti leið hjá en hann kom móðurinni og stúlkunni til aðstoðar. Með hans aðstoð náðu þau eldri drengnum upp úr hylnum. Endurlífgunartilraunir hófust þá á honum og var hann farinn að anda fljótlega eftir að vera kominn upp úr hylnum. Þegar þau reyndu að bjarga yngri drengnum úr hylnum féll maðurinn hins vegar sjálfur í hylinn og lenti þá í sjálfheldu. Á þeim tímapunkti kom björgunarlið á staðinn og fóru lögreglumenn strax í að koma þeim til aðstoðar. Fljótlega náðist karlmaðurinn einnig upp úr hylnum. Lögreglumaður freistaði þá því að ná til yngri drengsins en lenti sjálfur í sjálfheldu í hylnum. „Eftir einhvern tíma og tilraunir náðist í fótlegg lögreglumannsins og þannig að draga hann upp úr hylnum, en þá hafði lögreglumaðurinn náð taki á yngri drengnum og þeir báðir dregnir úr hylnum. Í framhaldinu voru hafnar endurlífgunartilraunir á yngri drengnum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan og fjölskylda barnanna vilja þakka þeim sem komu til aðstoðar þarna á vettvangi fyrir ótrúlega yfirvegun og þrekvirki, sem hinir sömu sýndu af sér við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill lögreglan senda fjölskyldu barnanna, og ekki síst yngri drengnum, baráttu- og batakveðjur.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél. 17. apríl 2015 16:59 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél. 17. apríl 2015 16:59