Upplifði fundinn með Davíð sem „keim af misnotkun“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. apríl 2015 13:15 Hallgrímur Helgason og Emmsjé Gauti. 365/ÞÞ Hallgrímur Helgason rithöfundur og rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, voru gestir í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hip Hop og Pólitík. Í þættinum var Hallgrímur spurður um fræga grein sína frá árinu 2002, Baugur og bláa höndin, en þar setti hann fram hvassa gagnrýni á Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra og sakaði hann um að standa á bak við húsleit lögreglu hjá Baugi en þá stóð rannsókn Baugsmálsins yfir. Greinin þótti umdeild og fór hún mikið fyrir brjóstið á Davíð sem boðaði Hallgrím á sinn fund í kjölfarið. Fyrirbærið Bláa höndin varð strax vinsælt sem einhvers konar myndlíking fyrir valdið í samfélaginu (Sjálfstæðisflokkinn og Davíð) og birtist í skopmyndum og grínþáttum þess tíma. „Það gerðist í rauninni bara af því ég var kallaður á teppið og þá varð það ennþá frægara,“ sagði Hallgrímur í þættinum. Hvernig gerðist þetta nákvæmlega? „Þeir reyndu að hringja og ég var í einhverjum fasa á þessum tíma að svara aldrei í síma. Þá fekk ég tölvupóst þar sem ég var spurður hvort ég gæti komið niður í forsætisráðuneyti. Mig grunaði hvað væri að fara að gerast en forvitnin var svo mikil. Mig langaði svo að sjá skrifstofu forsætisráðherra.“Var þetta langur fundur? „Já, alveg einn og hálfur tími. Hann (Davíð) talaði og talaði. Ég speisaði aðeins út á tímabili eins og maður gerir þegar einhverjum er mikið niðri fyrir. Hann var ekkert hoppandi en þetta lág þungt á honum. Ég fattaði eftir á að þetta var svona starfsaðferð hjá honum. Fólk var kallað á teppið ef það var ekki til friðs og enginn þorði að segja frá því.“Heldurðu að hann hafi kallað þig á teppið af því hann bar virðingu fyrir þér sem listamanni og honum sárnaði að þú værir að bera þessar sakir á hann? „Já, ætli það ekki. Hann hafði gert sér einhverjar vonir af því ég hafði skrifað Höfund Íslands og hún tók hart á kommúnismanum. Hægrimenn tóku svolítið þá bók í fangið og gerðu að sinni. Sem var mjög skrýtin aðstaða.“Hvað hugsaðir þú, í hvaða leikriti er ég lentur? „Þetta var smá keimur af einhverri misnotkun. Þetta var hálf asnalegt eitthvað.“ Hallgrímur var líka spurður um það þegar hann bankaði í bílrúðu á bíl Geirs H. Haarde forsætisráðherra fyrir aftan stjórnarráðshúsið í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Hann sagði að þetta hefði verið nokkurs konar „andleg hreinsun“ og Geir hafi brugðið en kvaðst ekkert hafa hitt Geir eftir þetta. „Ég bankaði á rúðuna með flötum lófa og öskraði á hann að hann ætti að segja af sér. Fólk var orðið svo þreytt og þeir voru ekkert að hlusta. Þeir ætluðu að sitja áfram og voru búnir að setja Ísland á hausinn og fannst það bara allt í lagi,“ sagði Hallgrímur. Líða listamenn fyrir skoðanir sínar um stjórnmál? Nokkur umræða skapaðist um það í þættinum hvort listamenn líði fyrir skoðanir sínar um stjórnmál. Ýmsir meginstraums listamenn hafa komist upp með að birta sköpunarverk með mjög harðri ádeilu á stjórnmál eða ríkjandi öfl í samfélaginu. Bandaríski rapparinn Eminem gerði þetta til dæmis með laginu Mosh þar sem hann gagnrýndi Íraksstríðið og ríkisstjórn Bush yngri harðlega. Þetta kom ekkert niður á plötusölu. Hallgrímur sagðist skynja að pólitískar skoðanir hans hefðu haft neikvæð áhrif á einhverja lesendur. „Ég tek eftir því að 40 prósent þjóðarinnar kaupir ekki bækurnar. Ég kemst aldrei upp fyrir sjö þúsund eintök. Nema það gerðist einu sinni og þá fekk ég svona blessun frá Sjálfstæðisflokknum þegar Hannes Hólmsteinn skrifaði um Höfund Íslands að það væri frábær bók,“ sagði Hallgrímur. Umræða um þessi mál hefst á 39. mínútu í þættinum sem hægt er að spila hér ofar. Kjartan Atli og ÞorbjörnHip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist vikulega á Vísi. Hip hop og Pólitík mældist vinsælasta podcast á Íslandi á dögunum og hefur frá byrjun verið "New and noteworthy" hjá Apple iTunes undir Podcasts. Það er fáanlegt undir Podcasts í öllum snjalltækjum frá Apple. Tækni Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Hallgrímur Helgason rithöfundur og rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, voru gestir í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hip Hop og Pólitík. Í þættinum var Hallgrímur spurður um fræga grein sína frá árinu 2002, Baugur og bláa höndin, en þar setti hann fram hvassa gagnrýni á Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra og sakaði hann um að standa á bak við húsleit lögreglu hjá Baugi en þá stóð rannsókn Baugsmálsins yfir. Greinin þótti umdeild og fór hún mikið fyrir brjóstið á Davíð sem boðaði Hallgrím á sinn fund í kjölfarið. Fyrirbærið Bláa höndin varð strax vinsælt sem einhvers konar myndlíking fyrir valdið í samfélaginu (Sjálfstæðisflokkinn og Davíð) og birtist í skopmyndum og grínþáttum þess tíma. „Það gerðist í rauninni bara af því ég var kallaður á teppið og þá varð það ennþá frægara,“ sagði Hallgrímur í þættinum. Hvernig gerðist þetta nákvæmlega? „Þeir reyndu að hringja og ég var í einhverjum fasa á þessum tíma að svara aldrei í síma. Þá fekk ég tölvupóst þar sem ég var spurður hvort ég gæti komið niður í forsætisráðuneyti. Mig grunaði hvað væri að fara að gerast en forvitnin var svo mikil. Mig langaði svo að sjá skrifstofu forsætisráðherra.“Var þetta langur fundur? „Já, alveg einn og hálfur tími. Hann (Davíð) talaði og talaði. Ég speisaði aðeins út á tímabili eins og maður gerir þegar einhverjum er mikið niðri fyrir. Hann var ekkert hoppandi en þetta lág þungt á honum. Ég fattaði eftir á að þetta var svona starfsaðferð hjá honum. Fólk var kallað á teppið ef það var ekki til friðs og enginn þorði að segja frá því.“Heldurðu að hann hafi kallað þig á teppið af því hann bar virðingu fyrir þér sem listamanni og honum sárnaði að þú værir að bera þessar sakir á hann? „Já, ætli það ekki. Hann hafði gert sér einhverjar vonir af því ég hafði skrifað Höfund Íslands og hún tók hart á kommúnismanum. Hægrimenn tóku svolítið þá bók í fangið og gerðu að sinni. Sem var mjög skrýtin aðstaða.“Hvað hugsaðir þú, í hvaða leikriti er ég lentur? „Þetta var smá keimur af einhverri misnotkun. Þetta var hálf asnalegt eitthvað.“ Hallgrímur var líka spurður um það þegar hann bankaði í bílrúðu á bíl Geirs H. Haarde forsætisráðherra fyrir aftan stjórnarráðshúsið í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Hann sagði að þetta hefði verið nokkurs konar „andleg hreinsun“ og Geir hafi brugðið en kvaðst ekkert hafa hitt Geir eftir þetta. „Ég bankaði á rúðuna með flötum lófa og öskraði á hann að hann ætti að segja af sér. Fólk var orðið svo þreytt og þeir voru ekkert að hlusta. Þeir ætluðu að sitja áfram og voru búnir að setja Ísland á hausinn og fannst það bara allt í lagi,“ sagði Hallgrímur. Líða listamenn fyrir skoðanir sínar um stjórnmál? Nokkur umræða skapaðist um það í þættinum hvort listamenn líði fyrir skoðanir sínar um stjórnmál. Ýmsir meginstraums listamenn hafa komist upp með að birta sköpunarverk með mjög harðri ádeilu á stjórnmál eða ríkjandi öfl í samfélaginu. Bandaríski rapparinn Eminem gerði þetta til dæmis með laginu Mosh þar sem hann gagnrýndi Íraksstríðið og ríkisstjórn Bush yngri harðlega. Þetta kom ekkert niður á plötusölu. Hallgrímur sagðist skynja að pólitískar skoðanir hans hefðu haft neikvæð áhrif á einhverja lesendur. „Ég tek eftir því að 40 prósent þjóðarinnar kaupir ekki bækurnar. Ég kemst aldrei upp fyrir sjö þúsund eintök. Nema það gerðist einu sinni og þá fekk ég svona blessun frá Sjálfstæðisflokknum þegar Hannes Hólmsteinn skrifaði um Höfund Íslands að það væri frábær bók,“ sagði Hallgrímur. Umræða um þessi mál hefst á 39. mínútu í þættinum sem hægt er að spila hér ofar. Kjartan Atli og ÞorbjörnHip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist vikulega á Vísi. Hip hop og Pólitík mældist vinsælasta podcast á Íslandi á dögunum og hefur frá byrjun verið "New and noteworthy" hjá Apple iTunes undir Podcasts. Það er fáanlegt undir Podcasts í öllum snjalltækjum frá Apple.
Tækni Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira