Gunnar berst með Conor McGregor í Vegas Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2015 19:31 Gunnar Nelson vill komast aftur á sigurbraut. vísir/getty „Ég var bara að samþykkja þetta í morgun,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, við Vísi um næsta bardaga Gunnars í UFC. Það er nú staðfest að Gunnar Nelson berst á langstærsta UFC-bardagakvöldi ársins í Las Vegas 11. júlí þar sem tveir titilbardagar fara fram. Aðalbardaginn er viðureign írska vélbyssukjaftsins Conors McGregors og Brasilíumannsins Jose Aldo um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. Conor og Gunnar eru miklir vinir og æfa mikið saman. Einnig fer fram titilbardagi í veltivigtinni, þyngdarflokki Gunnars, þar sem Robbie Lawler og Rory McDonald berjast.Næsti bardagi Gunnars Nelson.mynd/ufc„Þetta er stærsta kvöld ársins. Það er frekar ólíklegt að bardagi Gunnars verði á aðalkortinu en hann verður tekinn inn í Fox-útsendinguna og sýndur um allan heim,“ segir Haraldur.Gunnar mætir Bretanum John Hathaway sem á að baki 17 sigra og aðeins tvö töp í MMA, en Gunni hefur unnið þrettán bardaga, tapað einum og gert eitt jafntefli. Síðast þegar Gunnar barðist tapaði hann fyrir Rick Story í Stokkhólmi, en Þessi Hathaway hefur unnið Story og er virkilega öflugur bardagakappi. „Þetta er stór veltivigtari en Gunni er nú vanur að mæta stórum strákum. Hann kom inn sem glímumaður en bardagarnir hans hafa verið meira standandi. Hann er með góð hné og nýtir styrkleika sína vel,“ segir Haraldur um Hathaway. It's official! @GunniNelson vs. @ufcjohnhathaway at #UFC189: http://t.co/7J2HLS7yHB pic.twitter.com/h4UFz2HRmF— UFC United Kingdom (@UFC_UK) April 1, 2015 „Þessi strákur var mesta vonarstjarna Evrópu fyrir nokkrum árum. Hann barðist í aðalbardaga kvöldsins á síðasta ári gegn níunda besta veltivigtarkappa heims. Hann tapaði þar og hitt tapið er á móti Mike Pyle sem er einnig á topp fimmtán.“ Haraldur gekk frá bardaganum ásamt Joe Silva, varaforseta UFC, í dag, en Silva er aðalmaðurinn þegar kemur að því að setja upp bardaga innan UFC. „Það er alveg frábært að fá bardaga á þessu kvöldi,“ segir Haraldur Dean Nelson. Frekari upplýsingar um bardaga kvöldsins má finna hér á heimasíðu UFC. MMA Tengdar fréttir Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan. 26. mars 2015 22:45 Conor með fangið fullt af seðlum Ferðalag Jose Aldo og Conor McGregor til að auglýsa bardaga þeirra í sumar heldur áfram. 29. mars 2015 22:45 Conor ögraði Aldo í Toronto Greip í öxl Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins. 30. mars 2015 22:30 Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30 Conor stal beltinu af Aldo | Myndband Það sauð upp úr á milli Conor McGregor og Jose Aldo í Dublin í gær. 1. apríl 2015 08:45 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði Haukum stig á síðustu stundu Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Sjá meira
„Ég var bara að samþykkja þetta í morgun,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, við Vísi um næsta bardaga Gunnars í UFC. Það er nú staðfest að Gunnar Nelson berst á langstærsta UFC-bardagakvöldi ársins í Las Vegas 11. júlí þar sem tveir titilbardagar fara fram. Aðalbardaginn er viðureign írska vélbyssukjaftsins Conors McGregors og Brasilíumannsins Jose Aldo um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. Conor og Gunnar eru miklir vinir og æfa mikið saman. Einnig fer fram titilbardagi í veltivigtinni, þyngdarflokki Gunnars, þar sem Robbie Lawler og Rory McDonald berjast.Næsti bardagi Gunnars Nelson.mynd/ufc„Þetta er stærsta kvöld ársins. Það er frekar ólíklegt að bardagi Gunnars verði á aðalkortinu en hann verður tekinn inn í Fox-útsendinguna og sýndur um allan heim,“ segir Haraldur.Gunnar mætir Bretanum John Hathaway sem á að baki 17 sigra og aðeins tvö töp í MMA, en Gunni hefur unnið þrettán bardaga, tapað einum og gert eitt jafntefli. Síðast þegar Gunnar barðist tapaði hann fyrir Rick Story í Stokkhólmi, en Þessi Hathaway hefur unnið Story og er virkilega öflugur bardagakappi. „Þetta er stór veltivigtari en Gunni er nú vanur að mæta stórum strákum. Hann kom inn sem glímumaður en bardagarnir hans hafa verið meira standandi. Hann er með góð hné og nýtir styrkleika sína vel,“ segir Haraldur um Hathaway. It's official! @GunniNelson vs. @ufcjohnhathaway at #UFC189: http://t.co/7J2HLS7yHB pic.twitter.com/h4UFz2HRmF— UFC United Kingdom (@UFC_UK) April 1, 2015 „Þessi strákur var mesta vonarstjarna Evrópu fyrir nokkrum árum. Hann barðist í aðalbardaga kvöldsins á síðasta ári gegn níunda besta veltivigtarkappa heims. Hann tapaði þar og hitt tapið er á móti Mike Pyle sem er einnig á topp fimmtán.“ Haraldur gekk frá bardaganum ásamt Joe Silva, varaforseta UFC, í dag, en Silva er aðalmaðurinn þegar kemur að því að setja upp bardaga innan UFC. „Það er alveg frábært að fá bardaga á þessu kvöldi,“ segir Haraldur Dean Nelson. Frekari upplýsingar um bardaga kvöldsins má finna hér á heimasíðu UFC.
MMA Tengdar fréttir Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan. 26. mars 2015 22:45 Conor með fangið fullt af seðlum Ferðalag Jose Aldo og Conor McGregor til að auglýsa bardaga þeirra í sumar heldur áfram. 29. mars 2015 22:45 Conor ögraði Aldo í Toronto Greip í öxl Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins. 30. mars 2015 22:30 Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30 Conor stal beltinu af Aldo | Myndband Það sauð upp úr á milli Conor McGregor og Jose Aldo í Dublin í gær. 1. apríl 2015 08:45 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði Haukum stig á síðustu stundu Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Sjá meira
Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan. 26. mars 2015 22:45
Conor með fangið fullt af seðlum Ferðalag Jose Aldo og Conor McGregor til að auglýsa bardaga þeirra í sumar heldur áfram. 29. mars 2015 22:45
Conor ögraði Aldo í Toronto Greip í öxl Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins. 30. mars 2015 22:30
Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30
Conor stal beltinu af Aldo | Myndband Það sauð upp úr á milli Conor McGregor og Jose Aldo í Dublin í gær. 1. apríl 2015 08:45