Gunnar berst með Conor McGregor í Vegas Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2015 19:31 Gunnar Nelson vill komast aftur á sigurbraut. vísir/getty „Ég var bara að samþykkja þetta í morgun,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, við Vísi um næsta bardaga Gunnars í UFC. Það er nú staðfest að Gunnar Nelson berst á langstærsta UFC-bardagakvöldi ársins í Las Vegas 11. júlí þar sem tveir titilbardagar fara fram. Aðalbardaginn er viðureign írska vélbyssukjaftsins Conors McGregors og Brasilíumannsins Jose Aldo um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. Conor og Gunnar eru miklir vinir og æfa mikið saman. Einnig fer fram titilbardagi í veltivigtinni, þyngdarflokki Gunnars, þar sem Robbie Lawler og Rory McDonald berjast.Næsti bardagi Gunnars Nelson.mynd/ufc„Þetta er stærsta kvöld ársins. Það er frekar ólíklegt að bardagi Gunnars verði á aðalkortinu en hann verður tekinn inn í Fox-útsendinguna og sýndur um allan heim,“ segir Haraldur.Gunnar mætir Bretanum John Hathaway sem á að baki 17 sigra og aðeins tvö töp í MMA, en Gunni hefur unnið þrettán bardaga, tapað einum og gert eitt jafntefli. Síðast þegar Gunnar barðist tapaði hann fyrir Rick Story í Stokkhólmi, en Þessi Hathaway hefur unnið Story og er virkilega öflugur bardagakappi. „Þetta er stór veltivigtari en Gunni er nú vanur að mæta stórum strákum. Hann kom inn sem glímumaður en bardagarnir hans hafa verið meira standandi. Hann er með góð hné og nýtir styrkleika sína vel,“ segir Haraldur um Hathaway. It's official! @GunniNelson vs. @ufcjohnhathaway at #UFC189: http://t.co/7J2HLS7yHB pic.twitter.com/h4UFz2HRmF— UFC United Kingdom (@UFC_UK) April 1, 2015 „Þessi strákur var mesta vonarstjarna Evrópu fyrir nokkrum árum. Hann barðist í aðalbardaga kvöldsins á síðasta ári gegn níunda besta veltivigtarkappa heims. Hann tapaði þar og hitt tapið er á móti Mike Pyle sem er einnig á topp fimmtán.“ Haraldur gekk frá bardaganum ásamt Joe Silva, varaforseta UFC, í dag, en Silva er aðalmaðurinn þegar kemur að því að setja upp bardaga innan UFC. „Það er alveg frábært að fá bardaga á þessu kvöldi,“ segir Haraldur Dean Nelson. Frekari upplýsingar um bardaga kvöldsins má finna hér á heimasíðu UFC. MMA Tengdar fréttir Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan. 26. mars 2015 22:45 Conor með fangið fullt af seðlum Ferðalag Jose Aldo og Conor McGregor til að auglýsa bardaga þeirra í sumar heldur áfram. 29. mars 2015 22:45 Conor ögraði Aldo í Toronto Greip í öxl Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins. 30. mars 2015 22:30 Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30 Conor stal beltinu af Aldo | Myndband Það sauð upp úr á milli Conor McGregor og Jose Aldo í Dublin í gær. 1. apríl 2015 08:45 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira
„Ég var bara að samþykkja þetta í morgun,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, við Vísi um næsta bardaga Gunnars í UFC. Það er nú staðfest að Gunnar Nelson berst á langstærsta UFC-bardagakvöldi ársins í Las Vegas 11. júlí þar sem tveir titilbardagar fara fram. Aðalbardaginn er viðureign írska vélbyssukjaftsins Conors McGregors og Brasilíumannsins Jose Aldo um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. Conor og Gunnar eru miklir vinir og æfa mikið saman. Einnig fer fram titilbardagi í veltivigtinni, þyngdarflokki Gunnars, þar sem Robbie Lawler og Rory McDonald berjast.Næsti bardagi Gunnars Nelson.mynd/ufc„Þetta er stærsta kvöld ársins. Það er frekar ólíklegt að bardagi Gunnars verði á aðalkortinu en hann verður tekinn inn í Fox-útsendinguna og sýndur um allan heim,“ segir Haraldur.Gunnar mætir Bretanum John Hathaway sem á að baki 17 sigra og aðeins tvö töp í MMA, en Gunni hefur unnið þrettán bardaga, tapað einum og gert eitt jafntefli. Síðast þegar Gunnar barðist tapaði hann fyrir Rick Story í Stokkhólmi, en Þessi Hathaway hefur unnið Story og er virkilega öflugur bardagakappi. „Þetta er stór veltivigtari en Gunni er nú vanur að mæta stórum strákum. Hann kom inn sem glímumaður en bardagarnir hans hafa verið meira standandi. Hann er með góð hné og nýtir styrkleika sína vel,“ segir Haraldur um Hathaway. It's official! @GunniNelson vs. @ufcjohnhathaway at #UFC189: http://t.co/7J2HLS7yHB pic.twitter.com/h4UFz2HRmF— UFC United Kingdom (@UFC_UK) April 1, 2015 „Þessi strákur var mesta vonarstjarna Evrópu fyrir nokkrum árum. Hann barðist í aðalbardaga kvöldsins á síðasta ári gegn níunda besta veltivigtarkappa heims. Hann tapaði þar og hitt tapið er á móti Mike Pyle sem er einnig á topp fimmtán.“ Haraldur gekk frá bardaganum ásamt Joe Silva, varaforseta UFC, í dag, en Silva er aðalmaðurinn þegar kemur að því að setja upp bardaga innan UFC. „Það er alveg frábært að fá bardaga á þessu kvöldi,“ segir Haraldur Dean Nelson. Frekari upplýsingar um bardaga kvöldsins má finna hér á heimasíðu UFC.
MMA Tengdar fréttir Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan. 26. mars 2015 22:45 Conor með fangið fullt af seðlum Ferðalag Jose Aldo og Conor McGregor til að auglýsa bardaga þeirra í sumar heldur áfram. 29. mars 2015 22:45 Conor ögraði Aldo í Toronto Greip í öxl Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins. 30. mars 2015 22:30 Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30 Conor stal beltinu af Aldo | Myndband Það sauð upp úr á milli Conor McGregor og Jose Aldo í Dublin í gær. 1. apríl 2015 08:45 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira
Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan. 26. mars 2015 22:45
Conor með fangið fullt af seðlum Ferðalag Jose Aldo og Conor McGregor til að auglýsa bardaga þeirra í sumar heldur áfram. 29. mars 2015 22:45
Conor ögraði Aldo í Toronto Greip í öxl Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins. 30. mars 2015 22:30
Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30
Conor stal beltinu af Aldo | Myndband Það sauð upp úr á milli Conor McGregor og Jose Aldo í Dublin í gær. 1. apríl 2015 08:45