Vilja ekki að Landsnet fái framkvæmdaleyfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. apríl 2015 17:14 vísir/vilhelm Tæplega 700 manns hafa skrifað undir mótmælayfirlýsingu á vegum íbúa og fasteignaeigenda í Vallahverfi í Hafnarfirði gegn umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Fyrirtækið hefur óskað eftir því að fá að reisa bráðabirgðaloftlínu frá tengivirkinu við Hamranes. Meðalhæð þeirra mastra sem á að reisa er áætluð 13,5 metrar. „Tengivirkið við Hamranes er til bráðabirgða og við mótmælum því harðlega að reistar séu nýjar loftlínur frá tengivirkinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er þess einnig krafist að Ísallínur 1 og 2 verði settar í jörð sem og Suðurnesjalínur, bæði sú sem er til staðar og sú sem áætluð er að verði lögð. Þá vilja íbúarnir einnig að Hamraneslína 1 og 2 verði lögð í jörð frá Ásfjalli. „Loftlínurnar munu að okkar mati hafa verulega neikvæð áhrif á útivist, útsýni og hljóðvist í Vallahverfinu og hafa áhrif til lækkunar fasteignaverðs og að auki festa í sessi tengivirki sem ítrekað hefur verið lofað að skuli hverfa eða minnka verulega að umfangi,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er vísað til ályktunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá því í desember á síðasta ári þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að Hamraneslínur verði fjarlægðar. Undirskriftalistann má finna hér. Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Suðurnesjalína tvö tilbúin 2016 Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. 14. maí 2014 00:01 Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi "Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu.“ 28. ágúst 2013 13:23 Línur í jörðu getur kostað allt að tólf milljarða Meirihluti bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd féll í dag, eftir að tillaga um að hafna loftlínu í gegnum land sveitarfélagsins var samþykkt á fundi bæjarstjórnarinnar á miðvikudagskvöld. Viðbótarkostnaður getur orðið allt að tólf milljarðar verði kröfum mætt, segir forstjóri Landsnets. 30. september 2011 18:36 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Tæplega 700 manns hafa skrifað undir mótmælayfirlýsingu á vegum íbúa og fasteignaeigenda í Vallahverfi í Hafnarfirði gegn umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Fyrirtækið hefur óskað eftir því að fá að reisa bráðabirgðaloftlínu frá tengivirkinu við Hamranes. Meðalhæð þeirra mastra sem á að reisa er áætluð 13,5 metrar. „Tengivirkið við Hamranes er til bráðabirgða og við mótmælum því harðlega að reistar séu nýjar loftlínur frá tengivirkinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er þess einnig krafist að Ísallínur 1 og 2 verði settar í jörð sem og Suðurnesjalínur, bæði sú sem er til staðar og sú sem áætluð er að verði lögð. Þá vilja íbúarnir einnig að Hamraneslína 1 og 2 verði lögð í jörð frá Ásfjalli. „Loftlínurnar munu að okkar mati hafa verulega neikvæð áhrif á útivist, útsýni og hljóðvist í Vallahverfinu og hafa áhrif til lækkunar fasteignaverðs og að auki festa í sessi tengivirki sem ítrekað hefur verið lofað að skuli hverfa eða minnka verulega að umfangi,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er vísað til ályktunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá því í desember á síðasta ári þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að Hamraneslínur verði fjarlægðar. Undirskriftalistann má finna hér.
Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Suðurnesjalína tvö tilbúin 2016 Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. 14. maí 2014 00:01 Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi "Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu.“ 28. ágúst 2013 13:23 Línur í jörðu getur kostað allt að tólf milljarða Meirihluti bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd féll í dag, eftir að tillaga um að hafna loftlínu í gegnum land sveitarfélagsins var samþykkt á fundi bæjarstjórnarinnar á miðvikudagskvöld. Viðbótarkostnaður getur orðið allt að tólf milljarðar verði kröfum mætt, segir forstjóri Landsnets. 30. september 2011 18:36 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Suðurnesjalína tvö tilbúin 2016 Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. 14. maí 2014 00:01
Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi "Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu.“ 28. ágúst 2013 13:23
Línur í jörðu getur kostað allt að tólf milljarða Meirihluti bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd féll í dag, eftir að tillaga um að hafna loftlínu í gegnum land sveitarfélagsins var samþykkt á fundi bæjarstjórnarinnar á miðvikudagskvöld. Viðbótarkostnaður getur orðið allt að tólf milljarðar verði kröfum mætt, segir forstjóri Landsnets. 30. september 2011 18:36
Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24