Í átt að nýjum hjónabandsskilningi Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 7. apríl 2015 13:10 Í grein sem birtist á visi.is þann 24. mars færðum við rök fyrir því að þó lagalegu jafnrétti hafi verið náð með setningu einna hjúskaparlaga, höfum við sem samfélag og kirkja ekki enn náð sátt um hjónabandsskilning sem nær yfir öll hjúskaparform. „Af hefðbundnum hjónabandskilningi” er það að segja að hann er ekki ásættanlegur af þeim sökum að hann byggir á æxlunarforsendu, feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Lykillinn að nýjum hjónabandsskilningi liggur í endurskilgreiningu á hugtökum um gagnkvæmni og á inntaki hjónabandsins. Með því að endurskoða þá nálgun sem liggur að baki hefðbundum hjónabandsskilningi og hugtakanotkun opnast gluggi til að frelsa hjónabandið úr viðjum karlaveldisins, frá gagnkynhneigðarhyggju og frá kúgandi sýn á samskipti kynjanna. Ein leið til að opna hjónabandsskilninginn til að hann rúmi alla, er að aðskilja hugmyndir um kynlíf og æxlun. Samkvæmt hefðinni á kynlíf í hjónabandi einungis að beinast að frjósemi, það er fela í sér þann möguleika að barn verði til. Með þeim rökum hafa kirkjudeildir bannað getnaðarvarnir og kynlíf utan hjónabands en slík fordæming hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í lífi kvenna og á útbreiðslu alnæmis í Afríku. Nýtt viðmið í garð kynlífs felur í sér að horfa á samlífi frá sjónarhóli tengsla en ekki fjölgunar. Með því að gera það opnast möguleiki á að þróa nýja kynlífssiðfræði, sem hefur gæði kynlífs að leiðarljósi og það leiðir um leið til viðurkenningar á fjölbreyttari samlífisgerðum en sambandi karls og konu. Hið sama gildir um hugmyndina um gagnkvæmni en hana þarf að aðskilja frá þeirri forsendu að kynin séu andstæður og að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Vestræn menning hefur sögulega gengið útfrá því að kynlíf byggist á yfirráðum og að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Hugmyndinni um kynferðisleg yfirráð þarf að hafna til að komast út úr þeirri krísu sem við stöndun frammi fyrir sem samfélag vegna hlutgervingar líkamans, kynferðisofbeldis og fordæmingu hinsegin ásta. Allt tengist það og á grunn sinn í hugmyndinni um kynferðisleg yfirráð yfir öðrum. Ný viðmið um gagnkvæmnina fela í sér þá hugsun að um tvo fullveðja einstaklinga sé að ræða, sem koma saman á jafningjagrunni og hafa að leiðarljósi gagnkvæma kynferðislega ánægju og nánd. Sú ánægja er háð sjálfræði og samþykki beggja aðila og ánægja í kynlífi vekur upp siðferðilegan vanda þegar slíkt jafnræði er ekki til staðar. Takist okkur sem samfélag og kirkja að brjótast úr viðjum úreltra hugmynda um hjónabandið og losa okkur undan æxlunar- og gagnkynhneigðarhyggju er til mikils að vinna. Slík þróun yrði ekki einungis skref í átt til aukins stuðnings og viðurkenningar á ólíkum fjölskylduformum, heldur jafnframt skref í átt til aukinnar velferðar í samfélaginu. Börn sem alast upp við þá hugmynd að yfirráð séu staðlandi í samskiptum, leita eðlislægt sjálf í slík sambönd. Þess vegna ber okkur að kenna börnum að vera gagnrýnin á þá ofbeldismenningu sem er ríkjandi í staðalmyndum um samskipti kynjanna í dægurmenningunni og reynast þeim fyrirmynd í þeim samböndum sem þau alast upp við. Það hefur það aldrei verið brýnna að snúa umræðunni í átt að samfélagslegri endurskilgreiningu á því hvað felst í ástarsambandi tveggja einstaklinga og hvernig viljum við sjá það samband þróast til framtíðar. Ef okkur tekst að ná samstöðu um ný viðmið um tilfinningasambönd jafningja leggjum við grundvöll að hjónabandsskilningi sem umfaðmar alla í einn veruleika á grundvelli þess sem Jesús Kristur boðaði. Sambönd sem eru laus við æxlunarhyggju, kynjahyggju og gagnkynhneigðarhyggju innifela gæði fyrir þau börn sem eru hluti af slíkum fjölskyldum, sem og þá hópa samfélagsins, sem eru á jaðrinum vegna karlaveldissjónarmiða og hafa fengið að ríkja um hjónabandið í allt of langan tíma. Slíkt inntak hjónabandsins vísar til framtíðar og leggur grunninn að umræðu um það hvernig við viljum sjá hjónabandið þróast á 21. öldinni. Okkar er að hafa kjark að stíga það mikilvæga skref og taka alvarlega skrif fræðimanna um hjónabandssiðfræði, á erlendri og íslenskri grundu, þar sem leitast er við að hefja hjónabandið til vegs og virðingar en umfaðma um leið alla óháð kyni og kynhneigð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Tengdar fréttir Af hefðbundnum hjónabandsskilningi Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið "Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. 24. mars 2015 11:08 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist á visi.is þann 24. mars færðum við rök fyrir því að þó lagalegu jafnrétti hafi verið náð með setningu einna hjúskaparlaga, höfum við sem samfélag og kirkja ekki enn náð sátt um hjónabandsskilning sem nær yfir öll hjúskaparform. „Af hefðbundnum hjónabandskilningi” er það að segja að hann er ekki ásættanlegur af þeim sökum að hann byggir á æxlunarforsendu, feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Lykillinn að nýjum hjónabandsskilningi liggur í endurskilgreiningu á hugtökum um gagnkvæmni og á inntaki hjónabandsins. Með því að endurskoða þá nálgun sem liggur að baki hefðbundum hjónabandsskilningi og hugtakanotkun opnast gluggi til að frelsa hjónabandið úr viðjum karlaveldisins, frá gagnkynhneigðarhyggju og frá kúgandi sýn á samskipti kynjanna. Ein leið til að opna hjónabandsskilninginn til að hann rúmi alla, er að aðskilja hugmyndir um kynlíf og æxlun. Samkvæmt hefðinni á kynlíf í hjónabandi einungis að beinast að frjósemi, það er fela í sér þann möguleika að barn verði til. Með þeim rökum hafa kirkjudeildir bannað getnaðarvarnir og kynlíf utan hjónabands en slík fordæming hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í lífi kvenna og á útbreiðslu alnæmis í Afríku. Nýtt viðmið í garð kynlífs felur í sér að horfa á samlífi frá sjónarhóli tengsla en ekki fjölgunar. Með því að gera það opnast möguleiki á að þróa nýja kynlífssiðfræði, sem hefur gæði kynlífs að leiðarljósi og það leiðir um leið til viðurkenningar á fjölbreyttari samlífisgerðum en sambandi karls og konu. Hið sama gildir um hugmyndina um gagnkvæmni en hana þarf að aðskilja frá þeirri forsendu að kynin séu andstæður og að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Vestræn menning hefur sögulega gengið útfrá því að kynlíf byggist á yfirráðum og að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Hugmyndinni um kynferðisleg yfirráð þarf að hafna til að komast út úr þeirri krísu sem við stöndun frammi fyrir sem samfélag vegna hlutgervingar líkamans, kynferðisofbeldis og fordæmingu hinsegin ásta. Allt tengist það og á grunn sinn í hugmyndinni um kynferðisleg yfirráð yfir öðrum. Ný viðmið um gagnkvæmnina fela í sér þá hugsun að um tvo fullveðja einstaklinga sé að ræða, sem koma saman á jafningjagrunni og hafa að leiðarljósi gagnkvæma kynferðislega ánægju og nánd. Sú ánægja er háð sjálfræði og samþykki beggja aðila og ánægja í kynlífi vekur upp siðferðilegan vanda þegar slíkt jafnræði er ekki til staðar. Takist okkur sem samfélag og kirkja að brjótast úr viðjum úreltra hugmynda um hjónabandið og losa okkur undan æxlunar- og gagnkynhneigðarhyggju er til mikils að vinna. Slík þróun yrði ekki einungis skref í átt til aukins stuðnings og viðurkenningar á ólíkum fjölskylduformum, heldur jafnframt skref í átt til aukinnar velferðar í samfélaginu. Börn sem alast upp við þá hugmynd að yfirráð séu staðlandi í samskiptum, leita eðlislægt sjálf í slík sambönd. Þess vegna ber okkur að kenna börnum að vera gagnrýnin á þá ofbeldismenningu sem er ríkjandi í staðalmyndum um samskipti kynjanna í dægurmenningunni og reynast þeim fyrirmynd í þeim samböndum sem þau alast upp við. Það hefur það aldrei verið brýnna að snúa umræðunni í átt að samfélagslegri endurskilgreiningu á því hvað felst í ástarsambandi tveggja einstaklinga og hvernig viljum við sjá það samband þróast til framtíðar. Ef okkur tekst að ná samstöðu um ný viðmið um tilfinningasambönd jafningja leggjum við grundvöll að hjónabandsskilningi sem umfaðmar alla í einn veruleika á grundvelli þess sem Jesús Kristur boðaði. Sambönd sem eru laus við æxlunarhyggju, kynjahyggju og gagnkynhneigðarhyggju innifela gæði fyrir þau börn sem eru hluti af slíkum fjölskyldum, sem og þá hópa samfélagsins, sem eru á jaðrinum vegna karlaveldissjónarmiða og hafa fengið að ríkja um hjónabandið í allt of langan tíma. Slíkt inntak hjónabandsins vísar til framtíðar og leggur grunninn að umræðu um það hvernig við viljum sjá hjónabandið þróast á 21. öldinni. Okkar er að hafa kjark að stíga það mikilvæga skref og taka alvarlega skrif fræðimanna um hjónabandssiðfræði, á erlendri og íslenskri grundu, þar sem leitast er við að hefja hjónabandið til vegs og virðingar en umfaðma um leið alla óháð kyni og kynhneigð.
Af hefðbundnum hjónabandsskilningi Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið "Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. 24. mars 2015 11:08
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun