Tiger Woods verður með á The Masters sem hefst á morgun, en það er fyrsta risamót ársins í golfinu.
Það hefur verið létt yfir Tiger á Augusta National undanfarna daga, en hann spilar Par 3-mótið í dag með börnin sín Sam og Charlie sem kylfubera.
„Ég æfði af mér rassgatið. Það er einfaldasta leiðin til að útskýra undirbúning minn. Ég lagði hart að mér,“ sagði Tiger við fréttamenn í gær aðspurður hvernig honum hefði tekist að komast í gegnum meiðslin og vera með á Masters.
Woods er ekki lengur á meðal 100 bestu kylfinga heims og hefur ekki unnið risamót í sjö ár. Hann er einbeittur og vill vinna Masters-mótið í fimmta sinn.
„Fólk myndi aldrei skilja hvað ég lagði mikið á mig til að koma til baka og vera með. Ég æfði frá sólarupprás til sólarlags,“ sagði Tiger sem hefur verið frá lengi vegna meiðsla.
„Að keppa er alltaf eins. Ég er bara að reyna að vinna alla hina. Það breytist ekkert. Ég vil annan grænan jakka. Ég á fjóra en vill þann fimmta,“ segir Tiger Woods.
Tiger: Æfði frá sólarupprás til sólseturs til að vera klár fyrir Masters
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn



FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn


Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn


