Vilja vinna gegn ofbeldi meðal innflytjenda og vinna olíu á Drekasvæðinu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. apríl 2015 12:23 Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing um helgina þar sem stefnan verður mörkuð. Vísir/Pjetur Framsóknarflokkurinn ætlar að vinna gegn ofbeldi í garð og á meðal innflytjenda verði drög að ályktunum flokksþings Framsóknar samþykkt um helgina. Drögin hafa verið birt á vefsíðu flokksins en þar er nokkuð fjallað um innflytjendamál. Tungumálið lykillinn að aðlögun innflytjenda Lagt verður til á flokksþingi Framsóknarflokksins að innflytjendum verði gert auðveldara að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og aðlagast því. „Þekking á tungumálinu er lykkillinn að fullri þátttöku í samfélaginu og því að innflytjendur geti nýtt hæfileika sína til fulls,“ segir í ályktunardrögum. Í þessu skyni á að efla gæði og framboð íslenskukennslu fyrir innflytjendur og styrkja móðurmálskennslu hjá nemendum af erlendum uppruna í skólakerfinu. Í ályktunardrögunum segir að Framsóknarflokkurinn vilji stuðla að því að fjölbreyttur bakgrunnur fólks leiði til betri og samkeppnishæfari vinnumarkaðar og að ólík færni starfandi fólks ýti undir framþróun atvinnulífs og skili árangri fyrir samfélagið allt. Sjá tækifæri í hlýnun jarðar Umhverfismál fá einnig nokkra umfjöllun í drögunum. Hlýnandi loftslag skapar ný og spennandi sóknarfæri, að því er kemur fram í þeim. Þar segir að horfa eigi til garðyrkju með það fyrir augum að gera Ísland að mestu sjálfbært um grænmeti. Í drögunum er einnig hvatt til þess að tækifæri til olíuvinnslu á Drekasvæðinu verði könnuð til hlítar og hagnýtt, gefi rannsóknir tilefni til þess. „Komi til vinnslu skal gæta ýtrustu umhverfisvarúðar enda eiga Íslendingar mikið undir auðlindum hafsins,“ segir í ályktunardrögunum. Þar er sleginn annar tónn en bæði Samfylking og Vinstri græn hafa gert en báðir flokkar hafa hafnað olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Meðal annars vegna umhverfissjónarmiða. Framsóknarflokkurinn stefnir þó að því að draga úr loftlagsmengun, samkvæmt drögunum, líkt og vinstri flokkarnir. Vilja skoða sæstreng til Evrópu Í ályktunardrögunum kallar Framsóknarflokkurinn eftir opinberri stefnumörkun um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutnings á milli Íslands og Bretlandseyja og skiptingu mögulegs ábata. Samkvæmt drögunum hefur flokkurinn varhugavert að ráðast í framkvæmdir sem stórhækka raforkuverð innanlands en að hugmyndin sé áhugaverð og gæti aukið hagsæld landsmanna. Þingmenn Framsóknar hafa áður lýst yfir efasemdum um hugmyndir um rafmagnsstreng til Evrópu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, sagði til að mynda í umræðum um lagningu sæstrengs til Bretlands á þingi 2013 að með því að leggja sæstreng til Bretlands værum við að gjaldfella eigin orku og „menga hana með þessari skítugu orku sem þarna er að finna“. Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Framsóknarflokkurinn ætlar að vinna gegn ofbeldi í garð og á meðal innflytjenda verði drög að ályktunum flokksþings Framsóknar samþykkt um helgina. Drögin hafa verið birt á vefsíðu flokksins en þar er nokkuð fjallað um innflytjendamál. Tungumálið lykillinn að aðlögun innflytjenda Lagt verður til á flokksþingi Framsóknarflokksins að innflytjendum verði gert auðveldara að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og aðlagast því. „Þekking á tungumálinu er lykkillinn að fullri þátttöku í samfélaginu og því að innflytjendur geti nýtt hæfileika sína til fulls,“ segir í ályktunardrögum. Í þessu skyni á að efla gæði og framboð íslenskukennslu fyrir innflytjendur og styrkja móðurmálskennslu hjá nemendum af erlendum uppruna í skólakerfinu. Í ályktunardrögunum segir að Framsóknarflokkurinn vilji stuðla að því að fjölbreyttur bakgrunnur fólks leiði til betri og samkeppnishæfari vinnumarkaðar og að ólík færni starfandi fólks ýti undir framþróun atvinnulífs og skili árangri fyrir samfélagið allt. Sjá tækifæri í hlýnun jarðar Umhverfismál fá einnig nokkra umfjöllun í drögunum. Hlýnandi loftslag skapar ný og spennandi sóknarfæri, að því er kemur fram í þeim. Þar segir að horfa eigi til garðyrkju með það fyrir augum að gera Ísland að mestu sjálfbært um grænmeti. Í drögunum er einnig hvatt til þess að tækifæri til olíuvinnslu á Drekasvæðinu verði könnuð til hlítar og hagnýtt, gefi rannsóknir tilefni til þess. „Komi til vinnslu skal gæta ýtrustu umhverfisvarúðar enda eiga Íslendingar mikið undir auðlindum hafsins,“ segir í ályktunardrögunum. Þar er sleginn annar tónn en bæði Samfylking og Vinstri græn hafa gert en báðir flokkar hafa hafnað olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Meðal annars vegna umhverfissjónarmiða. Framsóknarflokkurinn stefnir þó að því að draga úr loftlagsmengun, samkvæmt drögunum, líkt og vinstri flokkarnir. Vilja skoða sæstreng til Evrópu Í ályktunardrögunum kallar Framsóknarflokkurinn eftir opinberri stefnumörkun um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutnings á milli Íslands og Bretlandseyja og skiptingu mögulegs ábata. Samkvæmt drögunum hefur flokkurinn varhugavert að ráðast í framkvæmdir sem stórhækka raforkuverð innanlands en að hugmyndin sé áhugaverð og gæti aukið hagsæld landsmanna. Þingmenn Framsóknar hafa áður lýst yfir efasemdum um hugmyndir um rafmagnsstreng til Evrópu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, sagði til að mynda í umræðum um lagningu sæstrengs til Bretlands á þingi 2013 að með því að leggja sæstreng til Bretlands værum við að gjaldfella eigin orku og „menga hana með þessari skítugu orku sem þarna er að finna“.
Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira