Vilja vinna gegn ofbeldi meðal innflytjenda og vinna olíu á Drekasvæðinu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. apríl 2015 12:23 Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing um helgina þar sem stefnan verður mörkuð. Vísir/Pjetur Framsóknarflokkurinn ætlar að vinna gegn ofbeldi í garð og á meðal innflytjenda verði drög að ályktunum flokksþings Framsóknar samþykkt um helgina. Drögin hafa verið birt á vefsíðu flokksins en þar er nokkuð fjallað um innflytjendamál. Tungumálið lykillinn að aðlögun innflytjenda Lagt verður til á flokksþingi Framsóknarflokksins að innflytjendum verði gert auðveldara að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og aðlagast því. „Þekking á tungumálinu er lykkillinn að fullri þátttöku í samfélaginu og því að innflytjendur geti nýtt hæfileika sína til fulls,“ segir í ályktunardrögum. Í þessu skyni á að efla gæði og framboð íslenskukennslu fyrir innflytjendur og styrkja móðurmálskennslu hjá nemendum af erlendum uppruna í skólakerfinu. Í ályktunardrögunum segir að Framsóknarflokkurinn vilji stuðla að því að fjölbreyttur bakgrunnur fólks leiði til betri og samkeppnishæfari vinnumarkaðar og að ólík færni starfandi fólks ýti undir framþróun atvinnulífs og skili árangri fyrir samfélagið allt. Sjá tækifæri í hlýnun jarðar Umhverfismál fá einnig nokkra umfjöllun í drögunum. Hlýnandi loftslag skapar ný og spennandi sóknarfæri, að því er kemur fram í þeim. Þar segir að horfa eigi til garðyrkju með það fyrir augum að gera Ísland að mestu sjálfbært um grænmeti. Í drögunum er einnig hvatt til þess að tækifæri til olíuvinnslu á Drekasvæðinu verði könnuð til hlítar og hagnýtt, gefi rannsóknir tilefni til þess. „Komi til vinnslu skal gæta ýtrustu umhverfisvarúðar enda eiga Íslendingar mikið undir auðlindum hafsins,“ segir í ályktunardrögunum. Þar er sleginn annar tónn en bæði Samfylking og Vinstri græn hafa gert en báðir flokkar hafa hafnað olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Meðal annars vegna umhverfissjónarmiða. Framsóknarflokkurinn stefnir þó að því að draga úr loftlagsmengun, samkvæmt drögunum, líkt og vinstri flokkarnir. Vilja skoða sæstreng til Evrópu Í ályktunardrögunum kallar Framsóknarflokkurinn eftir opinberri stefnumörkun um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutnings á milli Íslands og Bretlandseyja og skiptingu mögulegs ábata. Samkvæmt drögunum hefur flokkurinn varhugavert að ráðast í framkvæmdir sem stórhækka raforkuverð innanlands en að hugmyndin sé áhugaverð og gæti aukið hagsæld landsmanna. Þingmenn Framsóknar hafa áður lýst yfir efasemdum um hugmyndir um rafmagnsstreng til Evrópu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, sagði til að mynda í umræðum um lagningu sæstrengs til Bretlands á þingi 2013 að með því að leggja sæstreng til Bretlands værum við að gjaldfella eigin orku og „menga hana með þessari skítugu orku sem þarna er að finna“. Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn ætlar að vinna gegn ofbeldi í garð og á meðal innflytjenda verði drög að ályktunum flokksþings Framsóknar samþykkt um helgina. Drögin hafa verið birt á vefsíðu flokksins en þar er nokkuð fjallað um innflytjendamál. Tungumálið lykillinn að aðlögun innflytjenda Lagt verður til á flokksþingi Framsóknarflokksins að innflytjendum verði gert auðveldara að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og aðlagast því. „Þekking á tungumálinu er lykkillinn að fullri þátttöku í samfélaginu og því að innflytjendur geti nýtt hæfileika sína til fulls,“ segir í ályktunardrögum. Í þessu skyni á að efla gæði og framboð íslenskukennslu fyrir innflytjendur og styrkja móðurmálskennslu hjá nemendum af erlendum uppruna í skólakerfinu. Í ályktunardrögunum segir að Framsóknarflokkurinn vilji stuðla að því að fjölbreyttur bakgrunnur fólks leiði til betri og samkeppnishæfari vinnumarkaðar og að ólík færni starfandi fólks ýti undir framþróun atvinnulífs og skili árangri fyrir samfélagið allt. Sjá tækifæri í hlýnun jarðar Umhverfismál fá einnig nokkra umfjöllun í drögunum. Hlýnandi loftslag skapar ný og spennandi sóknarfæri, að því er kemur fram í þeim. Þar segir að horfa eigi til garðyrkju með það fyrir augum að gera Ísland að mestu sjálfbært um grænmeti. Í drögunum er einnig hvatt til þess að tækifæri til olíuvinnslu á Drekasvæðinu verði könnuð til hlítar og hagnýtt, gefi rannsóknir tilefni til þess. „Komi til vinnslu skal gæta ýtrustu umhverfisvarúðar enda eiga Íslendingar mikið undir auðlindum hafsins,“ segir í ályktunardrögunum. Þar er sleginn annar tónn en bæði Samfylking og Vinstri græn hafa gert en báðir flokkar hafa hafnað olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Meðal annars vegna umhverfissjónarmiða. Framsóknarflokkurinn stefnir þó að því að draga úr loftlagsmengun, samkvæmt drögunum, líkt og vinstri flokkarnir. Vilja skoða sæstreng til Evrópu Í ályktunardrögunum kallar Framsóknarflokkurinn eftir opinberri stefnumörkun um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutnings á milli Íslands og Bretlandseyja og skiptingu mögulegs ábata. Samkvæmt drögunum hefur flokkurinn varhugavert að ráðast í framkvæmdir sem stórhækka raforkuverð innanlands en að hugmyndin sé áhugaverð og gæti aukið hagsæld landsmanna. Þingmenn Framsóknar hafa áður lýst yfir efasemdum um hugmyndir um rafmagnsstreng til Evrópu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, sagði til að mynda í umræðum um lagningu sæstrengs til Bretlands á þingi 2013 að með því að leggja sæstreng til Bretlands værum við að gjaldfella eigin orku og „menga hana með þessari skítugu orku sem þarna er að finna“.
Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði