Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-34 | Framarar niðurlægðir á heimavelli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. apríl 2015 14:38 Kári Kristján Kristjánsson sækir að marki Framara. vísir/ernir Valur er kominn í undanúrslit í Olís-deild karla eftir að hafa valtað yfir Fram í Safamýrinni í kvöld. Fyrri hálfleikur var einstefna af hálfu Vals. Valsmenn, sem voru án Guðmundar Hólmars Helgasonar, mættu gríðarlega grimmir og tóku völdin fljótt í sínar hendur. Framarar ætluðu örugglega að selja sig dýrt en leikmenn liðsins voru afar vanstilltir. Varnarleikur Fram var í besta falli barnalegur í fyrri hálfleik. Allt galopið trekk í trekk og Valsmenn að skora auðveld mörk. Þá sjaldan Valsmenn þurftu að hafa fyrir skoti á markið þá voru markverðir Fram meðvitundarlausir. Kristófer varði tvö skot í hálfleiknum, þar af var dæmt víti er hann varði annað skotið. Valtýr Már kom inn en snerti ekki boltann. Valsmenn klúðruðu aðeins þrem skotum í hálfleiknum og voru með 87 prósent skotnýtingu. Stephen Nielsen var svo sterkur í markinu. Varði 8 skot og var með 44 prósent markvörslu. Þetta voru menn gegn börnum í fyrri hálfleik og munurinn níu mörk í leikhléi, 11-20. Framarar gátu allt eins bókað ferð til Benidorm í hálfleiknum. Það verður ekki tekið af Frömurum að þeir gáfu það sem þeir áttu í síðari hálfleiknum en þeir voru einfaldlega einu númeri of litlir í þessari rimmu. Jafnvel tveimur. Valsmenn héldu áfram að ganga yfir þá í seinni hálfleik en slökuðu á undir lokin þannig að Fram náði að minnka muninn í tíu mörk. Fram er með ungt lið og þessi vetur á örugglega eftir að gefa þeim mikið á næsta ári. Valsvélin mallaði gríðarlega vel í dag. Mikil breidd í þessu Valsliði og margir leikmenn að koma við sögu. Tíu menn skora í dag og liðið alltaf með svör á reiðum höndum. Varnarleikurinn líka öflugur og svo þar fyrir aftan er besta markvarðapar deildarinnar. Haukarnir þurfa að eiga ansi góða leiki til þess að vinna þetta Valslið í næstu umferð.Óskar: Krefjandi verkefni að mæta Haukum "Ég átti alls ekki von á þessum yfirburðum enda höfum við alltaf verið að lenda í hörkuleikjum á móti Fram," sagði þjálfari Vals, Óskar Bjarni Óskarsson, nánast hissa eftir leik. "Varnarleikurinn okkar var góður og sóknarleikurinn gekk vel. Ég fékk góða tilfinningu fyrir þessu smemma í fyrri hálfleik. Síðast lokaði hann markinu gegn okkur en núna fór allt inn." Þjálfarinn var ánægður með að hans lið hélt áfram í seinni hálfleik þó svo þeir hafi gefið svolítið mikið eftir undir lokin. "Við náum að rúlla liðinu vel og keyra upp hraðann. Við vorum kannski ekekrt rosalega beittir í sókninni en miðað við hvað við náðum góðu forskoti gat ég ekki verið annað en sáttur við seinni hálfleikinn." Nú tekur við rimma gegn Haukum sem Óskar er spenntur fyrir. "Það er mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni. Ég held að Valur hafi ekki náð að slá Hauka út í undanúrslitum eða úrslitum á þessari öld. Við vorum líka deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1995 þannig að það væri gaman að brjóta niður fleiri múra."Guðlaugur: Sprengdu vörnina í tætlur "Varnarleikurinn í fyrri hálfleik hjá okkur klikkaði frá a til ö. Það var bara þannig," sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. "Sérstaklega fyrsta korterið. Við erum staðir og ekki mættir á meðan þeir mættu rosalega vel gíraðir á móti okkur. Þeir leystu varnarleikinn okkar vel og sprengdu okkur í tætlur í raun og veru. "Í kjölfarið ver Kristófer ekki neitt. Vörnin var ekki eins og hún á að sér að vera og þá er ekki von á góðu. Það er ákveðinn munur á þessum liðum í dag. Það verður að viðurkennast en við gáfum allt sem við áttum og fórum inn í leikina af hörku." Húsvíkingurinn er nokkuð sáttur við lærdómsríkan vetur og hann stefnir að því að þjálfa liðið áfram. "Ég er sáttur við að hafa komist í úrslitakeppnina og vinnuna sem hefur átt sér stað hérna hjá okkur á æfingum í vetur. Það hefur ýmislegt gengið á og margir fengið að spila. Við tökum margt jákvætt úr tímabilinu og stefnum á að mæta enn sterkari til leiks næsta vetur." Olís-deild karla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Valur er kominn í undanúrslit í Olís-deild karla eftir að hafa valtað yfir Fram í Safamýrinni í kvöld. Fyrri hálfleikur var einstefna af hálfu Vals. Valsmenn, sem voru án Guðmundar Hólmars Helgasonar, mættu gríðarlega grimmir og tóku völdin fljótt í sínar hendur. Framarar ætluðu örugglega að selja sig dýrt en leikmenn liðsins voru afar vanstilltir. Varnarleikur Fram var í besta falli barnalegur í fyrri hálfleik. Allt galopið trekk í trekk og Valsmenn að skora auðveld mörk. Þá sjaldan Valsmenn þurftu að hafa fyrir skoti á markið þá voru markverðir Fram meðvitundarlausir. Kristófer varði tvö skot í hálfleiknum, þar af var dæmt víti er hann varði annað skotið. Valtýr Már kom inn en snerti ekki boltann. Valsmenn klúðruðu aðeins þrem skotum í hálfleiknum og voru með 87 prósent skotnýtingu. Stephen Nielsen var svo sterkur í markinu. Varði 8 skot og var með 44 prósent markvörslu. Þetta voru menn gegn börnum í fyrri hálfleik og munurinn níu mörk í leikhléi, 11-20. Framarar gátu allt eins bókað ferð til Benidorm í hálfleiknum. Það verður ekki tekið af Frömurum að þeir gáfu það sem þeir áttu í síðari hálfleiknum en þeir voru einfaldlega einu númeri of litlir í þessari rimmu. Jafnvel tveimur. Valsmenn héldu áfram að ganga yfir þá í seinni hálfleik en slökuðu á undir lokin þannig að Fram náði að minnka muninn í tíu mörk. Fram er með ungt lið og þessi vetur á örugglega eftir að gefa þeim mikið á næsta ári. Valsvélin mallaði gríðarlega vel í dag. Mikil breidd í þessu Valsliði og margir leikmenn að koma við sögu. Tíu menn skora í dag og liðið alltaf með svör á reiðum höndum. Varnarleikurinn líka öflugur og svo þar fyrir aftan er besta markvarðapar deildarinnar. Haukarnir þurfa að eiga ansi góða leiki til þess að vinna þetta Valslið í næstu umferð.Óskar: Krefjandi verkefni að mæta Haukum "Ég átti alls ekki von á þessum yfirburðum enda höfum við alltaf verið að lenda í hörkuleikjum á móti Fram," sagði þjálfari Vals, Óskar Bjarni Óskarsson, nánast hissa eftir leik. "Varnarleikurinn okkar var góður og sóknarleikurinn gekk vel. Ég fékk góða tilfinningu fyrir þessu smemma í fyrri hálfleik. Síðast lokaði hann markinu gegn okkur en núna fór allt inn." Þjálfarinn var ánægður með að hans lið hélt áfram í seinni hálfleik þó svo þeir hafi gefið svolítið mikið eftir undir lokin. "Við náum að rúlla liðinu vel og keyra upp hraðann. Við vorum kannski ekekrt rosalega beittir í sókninni en miðað við hvað við náðum góðu forskoti gat ég ekki verið annað en sáttur við seinni hálfleikinn." Nú tekur við rimma gegn Haukum sem Óskar er spenntur fyrir. "Það er mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni. Ég held að Valur hafi ekki náð að slá Hauka út í undanúrslitum eða úrslitum á þessari öld. Við vorum líka deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1995 þannig að það væri gaman að brjóta niður fleiri múra."Guðlaugur: Sprengdu vörnina í tætlur "Varnarleikurinn í fyrri hálfleik hjá okkur klikkaði frá a til ö. Það var bara þannig," sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. "Sérstaklega fyrsta korterið. Við erum staðir og ekki mættir á meðan þeir mættu rosalega vel gíraðir á móti okkur. Þeir leystu varnarleikinn okkar vel og sprengdu okkur í tætlur í raun og veru. "Í kjölfarið ver Kristófer ekki neitt. Vörnin var ekki eins og hún á að sér að vera og þá er ekki von á góðu. Það er ákveðinn munur á þessum liðum í dag. Það verður að viðurkennast en við gáfum allt sem við áttum og fórum inn í leikina af hörku." Húsvíkingurinn er nokkuð sáttur við lærdómsríkan vetur og hann stefnir að því að þjálfa liðið áfram. "Ég er sáttur við að hafa komist í úrslitakeppnina og vinnuna sem hefur átt sér stað hérna hjá okkur á æfingum í vetur. Það hefur ýmislegt gengið á og margir fengið að spila. Við tökum margt jákvætt úr tímabilinu og stefnum á að mæta enn sterkari til leiks næsta vetur."
Olís-deild karla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira