Enski boltinn

Brjálaðir stuðningsmenn biðu Madrídinga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Margir reiðir stuðningsmenn Real Madrid biðu leikmanna liðsins við æfingasvæði félagsins eftir tapleikinn gegn Barcelona í gær.

Barcelona vann leik liðanna, 2-1, á Nývangi í gær og tók þar með fjögurra stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar.

Samkvæmt frétt spænska dagblaðsins AS hrópuðu margir stuðningsmannanna að leikmönnum þegar þeir komu á æfingasvæðið við Valdebebas og létu þeir höggin dynja á bílum þeirra. Gareth Bale var einn þeirra sem fékk að kenna á því.

Samkvæmt fréttinni mun Jese hafa skrúfað niður bílrúðuna en hætt við að eiga orðaskipti við stuðningsmennina og keyrt áfram.

Haft var eftir varnarmanninum Sergio Ramos að hann væri gagnrýninn á stuðningsmennina. „Hvað er eiginlega að? Finnst ykkur í lagi með þetta viðhorf?“


Tengdar fréttir

Suárez: Mikilvægasta markið mitt

Úrúgvæski framherjinn búinn að koma að 27 mörkum í 27 leikjum fyrir Barcelona en ekkert er stærra en glæsimarkið í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×