Það er þeim mun undarlegra þar sem torbærinn stendur á áberandi háum bakka við vatnsmikla á. Hannes telur líklegt að myndin sé annaðhvort frá Suðurlandi eða Vesturlandi, miðað við landslagið sem sést. Skuggarnir af hestunum gætu hjálpað við lausn gátunnar. Ljós og gróf ármölin, sem hestarnir standa á, er einnig vísbending sem fólk með jarðfræðikunnáttu gæti ef til vill ráðið í. Þá er spurning hvort reyndir veiðimenn kannist við ána. Einnig er möguleiki að myndin sé spegluð og það geri mönnum erfiðara að þekkja staðinn.
Þetta er ein 400-500 ljósmynda, sem sýndar eru í nýjum sýningarskála að Austur Meðalholtum í Flóa. Að sögn Hannesar kom myndin frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur en þar vissu menn heldur engin deili á henni.
Hér má sjá þáttinn "Um land allt".
