457 tilkynningar um peningaþvætti í fyrra Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. mars 2015 20:00 Tilkynningar um peningaþvætti til ríkislögreglustjóra hafa rúmlega tvöfaldast á undanförnum árum. Lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja segir embættið skorta bolmagn til rannsókna og afleiðingarnar gætu skaðað íslenskan fjármálamarkað. Tilkynningarskyldum aðilum er skylt samkvæmt lögum að tilkynna til lögreglu öll viðskipti sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis. Það er síðan Peningaþvættisskrifstofa ríkislögreglustjóra sem annast móttöku tilkynninga og tekur ákvörðun um frekari rannsókn eftir atvikum. Skrifstofunni bárust árlega um 500 tilkynningar um grunsamleg viðskipti árin 2007 til 2009. Þeim fækkaði í 414 árið 2010 og niður í 199 árið 2011. Síðan þá hefur tilkynningum fjölgað. Samkvæmt óbirtum tölum sem fréttastofa hefur undir höndum, voru tilkynningarnar 457 í fyrra, eða rúmlega tvöfalt fleiri en þær voru árið 2011. Þó heitið Peningaþvættisskrifstofa hljómi ef til vill eins og hér sé heill her manna að rannsaka þessar tilkynningar, þá er það fjarri lagi. Því hér í húsakynnum Ríkislögreglustjóra starfar einn einstaklingur við rannsókn þessara mála. Forseti alþjóðlegs vinnuhóps sem vinnur gegn því að fjármálakerfi séu misnotuð í því skyni að koma illu fengnu fé í umferð, FATF, kom nýlega sérstaklega til Íslands til að vekja athygli íslenskra stjórnvalda á þessari stöðu. Ísland væri eftirbátur annarra þjóða í þessum efnum og styrkja þyrfti mannafla peningaþvættisskrifstofu fyrir 1. júlí á þessu ári. Langflestar tilkynningar koma frá fjármálafyrirtækjum og tekur Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, undir áhyggjur vinnuhópsins. Ljóst sé að peningaþvættisskrifstofu skorti fjármagn til að rannsaka peningaþvætti og úr því verði að bæta. En hvaða afleiðingar gæti það haft ef ekki verður breyting á? „Það í rauninni gæti haft þær afleiðingar að þessi alþjóðasamtök sem að við erum aðilar að, FATF, færi Ísland niður á sínum listum og það væri ekki gott fyrir íslenskan fjármálamarkað og íslenskt efnahagslíf,“ segir Jóna. Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Tilkynningar um peningaþvætti til ríkislögreglustjóra hafa rúmlega tvöfaldast á undanförnum árum. Lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja segir embættið skorta bolmagn til rannsókna og afleiðingarnar gætu skaðað íslenskan fjármálamarkað. Tilkynningarskyldum aðilum er skylt samkvæmt lögum að tilkynna til lögreglu öll viðskipti sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis. Það er síðan Peningaþvættisskrifstofa ríkislögreglustjóra sem annast móttöku tilkynninga og tekur ákvörðun um frekari rannsókn eftir atvikum. Skrifstofunni bárust árlega um 500 tilkynningar um grunsamleg viðskipti árin 2007 til 2009. Þeim fækkaði í 414 árið 2010 og niður í 199 árið 2011. Síðan þá hefur tilkynningum fjölgað. Samkvæmt óbirtum tölum sem fréttastofa hefur undir höndum, voru tilkynningarnar 457 í fyrra, eða rúmlega tvöfalt fleiri en þær voru árið 2011. Þó heitið Peningaþvættisskrifstofa hljómi ef til vill eins og hér sé heill her manna að rannsaka þessar tilkynningar, þá er það fjarri lagi. Því hér í húsakynnum Ríkislögreglustjóra starfar einn einstaklingur við rannsókn þessara mála. Forseti alþjóðlegs vinnuhóps sem vinnur gegn því að fjármálakerfi séu misnotuð í því skyni að koma illu fengnu fé í umferð, FATF, kom nýlega sérstaklega til Íslands til að vekja athygli íslenskra stjórnvalda á þessari stöðu. Ísland væri eftirbátur annarra þjóða í þessum efnum og styrkja þyrfti mannafla peningaþvættisskrifstofu fyrir 1. júlí á þessu ári. Langflestar tilkynningar koma frá fjármálafyrirtækjum og tekur Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, undir áhyggjur vinnuhópsins. Ljóst sé að peningaþvættisskrifstofu skorti fjármagn til að rannsaka peningaþvætti og úr því verði að bæta. En hvaða afleiðingar gæti það haft ef ekki verður breyting á? „Það í rauninni gæti haft þær afleiðingar að þessi alþjóðasamtök sem að við erum aðilar að, FATF, færi Ísland niður á sínum listum og það væri ekki gott fyrir íslenskan fjármálamarkað og íslenskt efnahagslíf,“ segir Jóna.
Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira