Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2015 19:15 Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust með Airbus flugvélinni sem hrapaði í frönsku Ölpunum í gær þar sem flugvélin splundraðist algerlega þegar hún skall í fjallshlíðinni. Mikil sorg ríkir í Þýskalandi og Frakklandi þaðan sem flestir þeirra sem fórust voru frá. Airbus A320 flugvélin sem var á leið frá Barcelona á Spáni til Dusseldorf í Þýskalandi í gærmorgun, lækkaði flugið af óútskýrðum ástæðum eftir að hún náði 38 þúsund feta farflugshæð og missti flugumferðarstjórn samband við hana í 6.800 fetum. Merkel kanslari Þýskalands, Hollande Frakklandsforseti og Rajoy forsætisráðherra Spánar heimsóttu aðgerðarstjórn vegna slyssins í suðurhluta Frakklands í dag en áður höfðu Merkel og Hollande verið flogið með þyrlu yfir slysstaðinn. Mjög erfitt er að komast að slysstaðnum í um 2.000 metra hæð í frönsku Ölpunum og aðkoman er hryllileg, eins og Jean Louis Bietrix leiðsögumaður sem fylgdi björgunarsveitum á vettvang varð vitni að. „Það sem kom mest á óvart var að sjá hvernig flugvélin var orðin að engu. Hún er algerlega í molum, við gátum ekki borið kennsl á nokkurn einasta hlut. Maður fyllist algeru vonleysi þegar maður hugsar til fólksins sem var um borð. Þetta er mjög sorglegt,“ sagði Bietrix við fréttamenn. Hundrað fjörtíu og fjórir farþegar og sex manna áhöfn fórust öll í slysinu. Forstjóri GermanWings greindi frá því í morgun að stafest væri að 72 Þjóðverjar og 35 Spánverjar hefðu farist með flugvél félagsins í gær. En að auki voru einn til þrír farþegar frá eftirtölum löndum: Bretlandi, Hollandi, Kólombíu, Mexikó, Japan, Danmörku, Belgíu, Ísrael, Ástralíu, Argentínu, Íran, Venezuela og Bandaríkjunum. Thomas Winkelmann forstjóri GermanWings sagði stjórnendur félagsins þakkláta þeim fjölda flugfélaga sem boðist hefðu til að fljúga farþegum félagsins eftir að stór hópur starfsfólks í áhöfnum GermanWings hefði ekki treyst sér af tilfinningaástæðum til að fljúga fyrir félagið í gær og í dag. „Æðstu stjórnendur félagsins hafa fullkinn skilning á þessu vegna þess að við erum í raun ein fjölskylda hjá fyrirtækinu. Allir þekkja alla hjá Germanwings. Þetta hefur því verið gífurlega mikið áfall fyrir alla okkar flugliða og flugmenn,“ segir Winkelmann. Á meðal þeirra sem fórust voru 16 ungmenni og tveir kennarar frá skóla í bænum Haltern am See, 37 þúsund manna bæ í norðvesturhluta Þýsklands. Ulirich Wessel skólastjóri var gráti næst þegar hann sagði frá því að fólk hafi haldið í vonina framan af. Kannski hafi verið fleiri en eitt flug á vegum Germanwings frá Barselóna þennan dag? En sú von hafi fljótlega dáið út og harmleikurinn legið ljós fyrir. „Héðan í frá verður ekkert með sama hætti í skólanum okkar. Hugur okkar er hjá foreldrum sem misst hafa sína elskulegu syni og dætur, hjá afa og ömmu sem hafa misst barnabörnin sín og hjá öllum ættingjum barnanna og kennaranna,“ segir Wessel. Annar flugrita flugvélarinnar, sá sem inniheldur hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum, er fundinn en ritinn sem afritar stöðu og breytingar á öllum mælitækjum hennar hefur enn ekki fundist. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust með Airbus flugvélinni sem hrapaði í frönsku Ölpunum í gær þar sem flugvélin splundraðist algerlega þegar hún skall í fjallshlíðinni. Mikil sorg ríkir í Þýskalandi og Frakklandi þaðan sem flestir þeirra sem fórust voru frá. Airbus A320 flugvélin sem var á leið frá Barcelona á Spáni til Dusseldorf í Þýskalandi í gærmorgun, lækkaði flugið af óútskýrðum ástæðum eftir að hún náði 38 þúsund feta farflugshæð og missti flugumferðarstjórn samband við hana í 6.800 fetum. Merkel kanslari Þýskalands, Hollande Frakklandsforseti og Rajoy forsætisráðherra Spánar heimsóttu aðgerðarstjórn vegna slyssins í suðurhluta Frakklands í dag en áður höfðu Merkel og Hollande verið flogið með þyrlu yfir slysstaðinn. Mjög erfitt er að komast að slysstaðnum í um 2.000 metra hæð í frönsku Ölpunum og aðkoman er hryllileg, eins og Jean Louis Bietrix leiðsögumaður sem fylgdi björgunarsveitum á vettvang varð vitni að. „Það sem kom mest á óvart var að sjá hvernig flugvélin var orðin að engu. Hún er algerlega í molum, við gátum ekki borið kennsl á nokkurn einasta hlut. Maður fyllist algeru vonleysi þegar maður hugsar til fólksins sem var um borð. Þetta er mjög sorglegt,“ sagði Bietrix við fréttamenn. Hundrað fjörtíu og fjórir farþegar og sex manna áhöfn fórust öll í slysinu. Forstjóri GermanWings greindi frá því í morgun að stafest væri að 72 Þjóðverjar og 35 Spánverjar hefðu farist með flugvél félagsins í gær. En að auki voru einn til þrír farþegar frá eftirtölum löndum: Bretlandi, Hollandi, Kólombíu, Mexikó, Japan, Danmörku, Belgíu, Ísrael, Ástralíu, Argentínu, Íran, Venezuela og Bandaríkjunum. Thomas Winkelmann forstjóri GermanWings sagði stjórnendur félagsins þakkláta þeim fjölda flugfélaga sem boðist hefðu til að fljúga farþegum félagsins eftir að stór hópur starfsfólks í áhöfnum GermanWings hefði ekki treyst sér af tilfinningaástæðum til að fljúga fyrir félagið í gær og í dag. „Æðstu stjórnendur félagsins hafa fullkinn skilning á þessu vegna þess að við erum í raun ein fjölskylda hjá fyrirtækinu. Allir þekkja alla hjá Germanwings. Þetta hefur því verið gífurlega mikið áfall fyrir alla okkar flugliða og flugmenn,“ segir Winkelmann. Á meðal þeirra sem fórust voru 16 ungmenni og tveir kennarar frá skóla í bænum Haltern am See, 37 þúsund manna bæ í norðvesturhluta Þýsklands. Ulirich Wessel skólastjóri var gráti næst þegar hann sagði frá því að fólk hafi haldið í vonina framan af. Kannski hafi verið fleiri en eitt flug á vegum Germanwings frá Barselóna þennan dag? En sú von hafi fljótlega dáið út og harmleikurinn legið ljós fyrir. „Héðan í frá verður ekkert með sama hætti í skólanum okkar. Hugur okkar er hjá foreldrum sem misst hafa sína elskulegu syni og dætur, hjá afa og ömmu sem hafa misst barnabörnin sín og hjá öllum ættingjum barnanna og kennaranna,“ segir Wessel. Annar flugrita flugvélarinnar, sá sem inniheldur hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum, er fundinn en ritinn sem afritar stöðu og breytingar á öllum mælitækjum hennar hefur enn ekki fundist.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira