Viðskipti erlent

Facebook opnar Messenger fyrir forriturum

Samúel Karl Ólason skrifar
Mark Zuckerberg á kynningunni í gær.
Mark Zuckerberg á kynningunni í gær. Vísir/AFP
Mark Zuckerberg kynnti í gær fyrstu forritin sem tengjast Messenger forriti Facebook. Það þýðir að aðrir aðilar geti búið til nýja notkunarmöguleika fyrir Messenger. Á síðustu misserum hefur Facebook þegar breytt forritinu töluvert og bætt við myndbands- og hljóðsamskiptum, gert fólki kleyft að senda peninga og fleira.

Zuckerberg kynntu 47 forrit í gær sem þegar tengjast Messenger. Þar á meðal eru forrit sem senda blikkandi neontexta, GIF sem hægt er að búa til með símum, svo eitthvað sé nefnt. Upptalningu á fleiri forritum má sjá hér á vef Mashable.

Á vefnum Verge, segir að með þessari breytingu vilji Facebook fara í samkeppni við risa á markaðinum í Asíu eins og LINE og WeChat.






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×