Grótta tryggði sér sæti í Olís-deild karla í gærkvöldi með enn einum sigrinum, en liðið lagði Selfoss af velli í gær 29-22. Sigurinn var nánast aldrei í hættu.
Gestirnir frá Seltjarnanesi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik 13-11, en í liði Gróttu var Viggó Kristjánsson atkvæðamestur með níu mörk. Örn Þrastarson gerði tólf fyrir Selfoss.
Með sigrinum er Grótta með þriggja stiga forskot á toppi fyrstu deildarinnar, en liðið er þremur stigum á undan Víking.
Hamrarnir tryggðu sér svo síðasta sætið í umspil um laust sæti í Olís-deildinni með sigri á KR í úrslitaleik um síðasta sætið sem gaf rétt í umspil.
Lokatölur urðu 26-25, en Akureyringarnir leiddu með fjórum mörkum í hálfleik 14-11. Spennan var mikil undir lokin, en heimamenn héldu út.
Heimir Pálsson og Valdimar Þengilsson gerðu fimm mörk hvor fyrir Hamrana, en hjá KR-ingum voru það Arnar Jón Agnarsson og Hermann Ragnar Björnsson sem voru markahæstir með sex mörk hvor.
Hamrarnir eru því komnir í umspilið ásamt víking, Selfoss og Fjölni.
Grótta í efstu deild | Hamrarnir tryggðu sér síðasta sætið í umspil
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
