Marc hafði betur gegn Pau í bræðraslagnum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2015 07:30 Marc og Pau mættust einnig í stjörnuleiknum. vísir/getty Marc Gasol hafði betur gegn bróður sínum Pau Gasol í bræðraslagnum þegar Memphis Grizzlies vann Chicago Bulls, 101-91, í Chicago í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Bræðurnir hafa spilað hreint stórkostlega á tímabilinu en það var yngri bróðirinn Marc sem átti kvöldið. Staðan var 41-39 fyrir gestina í hálfleik, en þegar leikmenn gengu til búningsklefa sýndu þjálfarar Memphis leikmönnum liðsins að Marc væri alltaf laus undir körfunni. Hann þyrfti bara að fá boltann. Memphis-menn byrjuðu að dæla boltanum undir körfuna á Marc sem skoraði 15 af 23 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og hitti úr tíu af 16 skotum sínum í leikhlutanum. Auk þess að skora 23 stig og vera stigahæstur Memphis-liðsins tók Marc 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Stóri bróðir hans, Pau, skoraði 13 stig og tók 11 fráköst fyrir Chicago. Gasol-bræður berjast: Atlanta Hawks, topplið austursins, og Golden State Warriors, topplið vestursins, unnu bæði leiki sína í nótt og urðu þar með fyrstu liðin á tímabilinu til að vinna 50 leiki. Atlanta lagði Sacramento Kings, 130-105, á heimavelli þar sem liðið lét gjörsamlega rigna þriggja stiga körfum. Heimamenn skoruðu settu félagsmet og skoruðu 20 þriggja stiga körfur úr 35 skotum sem gerir 55,6 prósent nýtingu fyrir utan teiginn. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kyle Korver skoraði þær flestar fyrir Atlanta eða sex stykki úr átta skotum. Hann endaði stigahæstur ásamt DeMarre Carrol með 20 stig. Þriggja stiga regn Atlanta: Atlanta er búið að vinna 50 leiki en tapa 13 en Golden State vinna 50 leiki og tapa 12 og er því með besta árangurinn í deildinni. Golden State vann Phoenix Suns í nótt, 98-80. Eftir að vera frekar rólegur í síðasta leik skoraði Stephen Curry 36 stig í nótt. Hann hitti úr sjö af þrettán þriggja stiga skotum sínum og gaf að auki 5 stoðsendingar. Klay Thompson bætti við 25 stigum fyrir gestina en Eric Bledsoe var stigahæstur hjá heimamönnum með 19 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Washington Wizards 69-95 Atlanta Hawks - Sacramento Kings 130-105 Miami Heat - Boston Celtics 90-100 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 91-101 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 103-114 Denver Nuggets - New York Knicks 106-78 Phoenix Suns - Golden State Warriors 80-98 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 89-76Staðan í deildinni.Anthony Davis jafnaði persónulegt met með 43 stigum: Bosh þakkar stuðningsmönnum Miami stuðninginn: NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Sjá meira
Marc Gasol hafði betur gegn bróður sínum Pau Gasol í bræðraslagnum þegar Memphis Grizzlies vann Chicago Bulls, 101-91, í Chicago í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Bræðurnir hafa spilað hreint stórkostlega á tímabilinu en það var yngri bróðirinn Marc sem átti kvöldið. Staðan var 41-39 fyrir gestina í hálfleik, en þegar leikmenn gengu til búningsklefa sýndu þjálfarar Memphis leikmönnum liðsins að Marc væri alltaf laus undir körfunni. Hann þyrfti bara að fá boltann. Memphis-menn byrjuðu að dæla boltanum undir körfuna á Marc sem skoraði 15 af 23 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og hitti úr tíu af 16 skotum sínum í leikhlutanum. Auk þess að skora 23 stig og vera stigahæstur Memphis-liðsins tók Marc 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Stóri bróðir hans, Pau, skoraði 13 stig og tók 11 fráköst fyrir Chicago. Gasol-bræður berjast: Atlanta Hawks, topplið austursins, og Golden State Warriors, topplið vestursins, unnu bæði leiki sína í nótt og urðu þar með fyrstu liðin á tímabilinu til að vinna 50 leiki. Atlanta lagði Sacramento Kings, 130-105, á heimavelli þar sem liðið lét gjörsamlega rigna þriggja stiga körfum. Heimamenn skoruðu settu félagsmet og skoruðu 20 þriggja stiga körfur úr 35 skotum sem gerir 55,6 prósent nýtingu fyrir utan teiginn. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kyle Korver skoraði þær flestar fyrir Atlanta eða sex stykki úr átta skotum. Hann endaði stigahæstur ásamt DeMarre Carrol með 20 stig. Þriggja stiga regn Atlanta: Atlanta er búið að vinna 50 leiki en tapa 13 en Golden State vinna 50 leiki og tapa 12 og er því með besta árangurinn í deildinni. Golden State vann Phoenix Suns í nótt, 98-80. Eftir að vera frekar rólegur í síðasta leik skoraði Stephen Curry 36 stig í nótt. Hann hitti úr sjö af þrettán þriggja stiga skotum sínum og gaf að auki 5 stoðsendingar. Klay Thompson bætti við 25 stigum fyrir gestina en Eric Bledsoe var stigahæstur hjá heimamönnum með 19 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Washington Wizards 69-95 Atlanta Hawks - Sacramento Kings 130-105 Miami Heat - Boston Celtics 90-100 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 91-101 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 103-114 Denver Nuggets - New York Knicks 106-78 Phoenix Suns - Golden State Warriors 80-98 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 89-76Staðan í deildinni.Anthony Davis jafnaði persónulegt met með 43 stigum: Bosh þakkar stuðningsmönnum Miami stuðninginn:
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Sjá meira