Viðskipti erlent

Samþykkir stóran lánapakka til Úkraínu

Atli Ísleifsson skrifar
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vísir/AFP
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur samþykkt að veita stjórnvöldum í Úkraínu lán upp á 17,5 milljarða Bandaríkjadala, eða um 2.450 milljarða íslenskra króna.

Í frétt Reuters segir að lánið sé til fjögurra ára.

Þetta er annar lánapakkinn sem sjóðurinn veitir Úkraínustjórn síðasta árið, en því er meint að bjarga Úkraínu frá gjaldþroti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×