Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Bjarki Ármannsson skrifar 16. mars 2015 18:17 Hanna Birna Kristjánsdóttir. Vísir/Vilhelm Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins og svara spurningum um það. Nefndin bauð Hönnu Birnu á sinn fund í janúar, í kjölfar þess að umboðsmaður Alþingis sagði samskipti hennar við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins „ósamrýmanleg“ stöðu hennar, en svar hennar barst ekki fyrr en í dag. Í bréfi Hönnu Birnu, sem fréttastofa RÚV birti fyrr í dag, kemur einnig fram að hún hyggst snúa aftur á Alþingi seinni hluta næsta mánaðar. Hún vísar til þess að hún hafi þegar svarað skriflegum fyrirspurnum umboðsmanns og að hún gegni ekki lengur embætti ráðherra. Hún vísar til þeirra upplýsinga og gagna sem þegar liggja fyrir í málinu og segist ekki óska eftir að koma frekari upplýsingum á framfæri.Sjá einnig: Hanna Birna setjist ekki aftur á þing „Rannsókn og saksókn umrædds máls lauk með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrum aðstoðarmanni mínum í nóvember síðastliðnum,“ segir Hanna Birna í bréfi sínu, en Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, játaði í nóvember að hafa lekið persónuupplýsingum úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla. Hanna Birna hefur ítrekað haldið því fram að hún hafi ekki vitað af broti Gísla Freys fyrr en hann játaði það. „Í það ár sem málið var til umræðu reyndi ég alltaf að svara spurningum um það í samræmi við þá vitneskju sem ég hafði á hverjum tíma,“ segir jafnframt í bréfinu, en fundarboð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var meðal annars sent vegna þess að þingmenn töldu fullyrðingar Hönnu Birnu um málið á Alþingi ekki standast. Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, segist ekki vilja tjá sig um svar ráðherrans fyrrverandi fyrr en eftir að nefndin hefur tekið það fyrir á fundi sínum í fyrramálið. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar. 3. mars 2015 18:30 Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing. 26. janúar 2015 19:15 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins og svara spurningum um það. Nefndin bauð Hönnu Birnu á sinn fund í janúar, í kjölfar þess að umboðsmaður Alþingis sagði samskipti hennar við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins „ósamrýmanleg“ stöðu hennar, en svar hennar barst ekki fyrr en í dag. Í bréfi Hönnu Birnu, sem fréttastofa RÚV birti fyrr í dag, kemur einnig fram að hún hyggst snúa aftur á Alþingi seinni hluta næsta mánaðar. Hún vísar til þess að hún hafi þegar svarað skriflegum fyrirspurnum umboðsmanns og að hún gegni ekki lengur embætti ráðherra. Hún vísar til þeirra upplýsinga og gagna sem þegar liggja fyrir í málinu og segist ekki óska eftir að koma frekari upplýsingum á framfæri.Sjá einnig: Hanna Birna setjist ekki aftur á þing „Rannsókn og saksókn umrædds máls lauk með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrum aðstoðarmanni mínum í nóvember síðastliðnum,“ segir Hanna Birna í bréfi sínu, en Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, játaði í nóvember að hafa lekið persónuupplýsingum úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla. Hanna Birna hefur ítrekað haldið því fram að hún hafi ekki vitað af broti Gísla Freys fyrr en hann játaði það. „Í það ár sem málið var til umræðu reyndi ég alltaf að svara spurningum um það í samræmi við þá vitneskju sem ég hafði á hverjum tíma,“ segir jafnframt í bréfinu, en fundarboð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var meðal annars sent vegna þess að þingmenn töldu fullyrðingar Hönnu Birnu um málið á Alþingi ekki standast. Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, segist ekki vilja tjá sig um svar ráðherrans fyrrverandi fyrr en eftir að nefndin hefur tekið það fyrir á fundi sínum í fyrramálið.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar. 3. mars 2015 18:30 Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing. 26. janúar 2015 19:15 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00
Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18
Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar. 3. mars 2015 18:30
Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing. 26. janúar 2015 19:15
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30