700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2015 13:14 Landsamband fiskeldisstöðva gagnrýnir ívilnunarsamning upp á 700 milljónir króna sem iðnaðarráðherra hefur gert við Matorku. Þetta skekki samkeppnisstöðu í bleikjueldi á Íslandi þar sem önnur fyrirtæki hafi ekki notið stuðnings. Iðnaðarráðherra hefur ekki orðið við óskum um að koma fyrir atvinnuveganefnd vegna málsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra gerði ívilnunarsamning við Matorku hinn 20. febrúar síðast liðinn sem metinn er á 700 milljónir króna. Fyrirtækið hyggur á stórfellt bleikjueldi á Reykjanesi, í kjördæmi ráðherrans, en það er skráð í Sviss. Einn aðaleigenda fyrirtækisins er Benedikt Sveinsson frændi Bjarna Beneditkssonar fjármálaráðherra. Höskuldur Steinarsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva segist fagna því að iðnaðarráðherra hafi áhuga á að styrkja uppbyggingu fiskeldis í landinu. „En við erum í prinsippinu ekki fylgjandi ívilnunum sem hafa raskandi áhrif á stöðu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Þannig að við höfum af þessu nokkrar áhyggjur í raun og veru. Hvernig þessi styrkur er fram settur. Án þess að ég hafi sérstaka skoðun á styrknum sjálfum,“ segir Höskuldur. Matorka mun fá alls kyns ívilnanir svo sem eins og 50 % lækkun á tryggingagjaldi. Höskuldur segir 65 prósent allra eldisbleikju í heiminum koma frá Íslandi sem sé því ráðandi á markaðnum og framboð þaðan hafi mikil áhrif á verð. Hér sé ekki um nýsköpun að ræða því þekking og reynsla sé nú þegar til staðar hjá þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í greininni. „Og þau hafa lagt á sig gríðarlegan kostnað í markaðsuppbyggingu. Þannig að þau eru augljóslega ósátt við að fyrirtæki sem ætlar að gera það sama og þau eru að gera fái ívilnanir frá hinu opinbera. Það blasir við,“ segir Höskuldur. Frumvarp um ívilnaðir til fyrirtækja almennt er til meðferðar í atvinnuveganefnd Alþingis. Nefndin hefur óskað eftir því að Ragnheiður Elín komi á fund nefndarinnar til að skýra samninginn við Matorku. Kristrján Möller fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir fulltrúa fyrirtækja í fiskeldi sem komið hafi fyrir nefndina hafa gefið upplýsingar sem gefi tilefni til að ráðherrann komi fyrir nefndina. Í nefndarviku í síðustu viku hafi tveir tímar verið teknir frá fyrir ráðherrann á miðvikudag og fimmtudag en hún ekki séð sér fært að mæta. „Þarna er svo mikil viðbót að ég er mjög efins um að það muni gagnast okkur Íslendingum að fara að framleiða meira. En ekki gera annað en verðfella það sem frá okkur kemur. Þannig að við fáum ekkert meira út úr því. Síðan auðvitað skekkir þetta mjög samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru í þessu og hafa ekki fengið neinar ívilnanir hvað það varðar,“ segir Kristján Möller. Alþingi Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Landsamband fiskeldisstöðva gagnrýnir ívilnunarsamning upp á 700 milljónir króna sem iðnaðarráðherra hefur gert við Matorku. Þetta skekki samkeppnisstöðu í bleikjueldi á Íslandi þar sem önnur fyrirtæki hafi ekki notið stuðnings. Iðnaðarráðherra hefur ekki orðið við óskum um að koma fyrir atvinnuveganefnd vegna málsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra gerði ívilnunarsamning við Matorku hinn 20. febrúar síðast liðinn sem metinn er á 700 milljónir króna. Fyrirtækið hyggur á stórfellt bleikjueldi á Reykjanesi, í kjördæmi ráðherrans, en það er skráð í Sviss. Einn aðaleigenda fyrirtækisins er Benedikt Sveinsson frændi Bjarna Beneditkssonar fjármálaráðherra. Höskuldur Steinarsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva segist fagna því að iðnaðarráðherra hafi áhuga á að styrkja uppbyggingu fiskeldis í landinu. „En við erum í prinsippinu ekki fylgjandi ívilnunum sem hafa raskandi áhrif á stöðu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Þannig að við höfum af þessu nokkrar áhyggjur í raun og veru. Hvernig þessi styrkur er fram settur. Án þess að ég hafi sérstaka skoðun á styrknum sjálfum,“ segir Höskuldur. Matorka mun fá alls kyns ívilnanir svo sem eins og 50 % lækkun á tryggingagjaldi. Höskuldur segir 65 prósent allra eldisbleikju í heiminum koma frá Íslandi sem sé því ráðandi á markaðnum og framboð þaðan hafi mikil áhrif á verð. Hér sé ekki um nýsköpun að ræða því þekking og reynsla sé nú þegar til staðar hjá þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í greininni. „Og þau hafa lagt á sig gríðarlegan kostnað í markaðsuppbyggingu. Þannig að þau eru augljóslega ósátt við að fyrirtæki sem ætlar að gera það sama og þau eru að gera fái ívilnanir frá hinu opinbera. Það blasir við,“ segir Höskuldur. Frumvarp um ívilnaðir til fyrirtækja almennt er til meðferðar í atvinnuveganefnd Alþingis. Nefndin hefur óskað eftir því að Ragnheiður Elín komi á fund nefndarinnar til að skýra samninginn við Matorku. Kristrján Möller fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir fulltrúa fyrirtækja í fiskeldi sem komið hafi fyrir nefndina hafa gefið upplýsingar sem gefi tilefni til að ráðherrann komi fyrir nefndina. Í nefndarviku í síðustu viku hafi tveir tímar verið teknir frá fyrir ráðherrann á miðvikudag og fimmtudag en hún ekki séð sér fært að mæta. „Þarna er svo mikil viðbót að ég er mjög efins um að það muni gagnast okkur Íslendingum að fara að framleiða meira. En ekki gera annað en verðfella það sem frá okkur kemur. Þannig að við fáum ekkert meira út úr því. Síðan auðvitað skekkir þetta mjög samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru í þessu og hafa ekki fengið neinar ívilnanir hvað það varðar,“ segir Kristján Möller.
Alþingi Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira