Golfsambandið vill ekki seinka klukkunni 19. mars 2015 16:00 Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. vísir/daníel Golfsamband Íslands, GSÍ, hefur sent velferðarnefnd Alþingis umsögn vegna þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. Sú breyting leggst ekki vel í GSÍ þar sem hún muni hafa gríðarleg áhrif á nýtingu íþróttamannvirkja yfir sumarmánuðina og skerða möguleika fólks til að leika golf eða stunda aðrar íþróttir úti við. Í umsögninni kemur fram að þessi breyting muni einnig hafa í för með sér mikið tekjutap fyrir golfklúbba landsins.Umsögn Golfsambands Íslands um þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.Þingskjal 421 – 338. mál.Golfsamband Íslands er í forsvari fyrir golfhreyfinguna á Íslandi. Golfhreyfingin samanstendur af 65 golflúbbum víðsvegar um landið og eru skráðir félagar í hreyfingunni tæplega 17.000 talsins. Það gerir Golfsamband Íslands að næst stærsta sérsambandi innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.Golfsambandið leggst, að hluta til, eindregið gegn þeim breytingum sem lagðar eru til í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu og vill golfsambandið koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri við hina virðulegu nefnd.Komi fyrirhuguð breyting til framkvæmda mun það hafa gríðarleg áhrif á nýtingu íþróttamannvirkja yfir sumarmánuðina og skerða möguleika fólks til að leika golf eða stunda aðrar íþróttir úti við. Þegar líða tekur á sumarið mun dagurinn styttast um eina klukkustund í kjölfar þess að sólin sest fyrr. Óhjákvæmilega mun þetta fela í sér mikið tekjutap fyrir golfklúbba vegna samdráttar í sölu vallargjalda. Í raun mætti tala um verulega skertan rekstrargrundvöll þeirra.Á Íslandi er sumarið stutt og sérstaða þess er langur sólargangur. Kylfingar á Íslandi hafa nýtt sér þessa sérstöðu með þeim hætti að á þeim golfvöllum sem eru hvað vinsælastir, er heildarfjöldi spilaðra hringja yfir sumartímann sá sami og á ársgrundvelli á golfvöllum sunnar í Evrópu, sem opnir eru allan ársins hring. Hér á landi eru golfvelli aftur á móti opnir að hámarki fimm til sex mánuði á ári. Það má því segja að áhugafólk um golf nýti sumartímann mjög vel, með því að leika golf langt fram eftir kvöldi. Þessi sérstaða er örugglega ein af þeim ástæðum sem skýra miklar vinsældir golfíþróttarinnar á Íslandi og er fjöldi kylfinga miðað við höfðatölu sá mesti sem þekkist í heiminum.Gríðarleg fjölgun hefur átt sér stað innan golfhreyfingarinnar undanfarinn áratug og af þeim sökum hefur golfvöllum fjölgað jafnt og þétt um land allt. Óhætt er að fullyrða að þessir golfvellir eru nýttir frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar. Algengt er að golfvellir séu fullnýttir fram eftir miðnætti yfir hásumarið.Ef seinkun klukkunnar yrði að veruleika með þeim hætti sem lagt er til í þingsályktunartillögunni, skerðast verulega möguleikar kylfinga og annars íþróttafólks til að stunda íþróttir síðdegis og fram á kvöld og mun nýting íþróttamannvikja því dragast saman. Sá tími sem tapst á kvöldin vinnst ekki upp á morgnana, þar sem ólíklegt verður að teljast að íþróttaástundun hefjist klukkustund fyrr á morgnana. Þá er veðurfar með þeim hætti hér á landi að síðdegis lægir og því oft bestu skilyrðin til að njóta útveru síðdegis og fram eftir kvöldi. Þá er ljóst að íþróttakappleikir, sem fara fram á kvöldin, yrðu að styðjast við flóðlýsingu með tilheyrandi kostnaði.Mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir Ísland þarf ekki að tíunda, en fjöldi erlendra kylfinga heimsækir nú Ísland á hverju sumri og fyrirséð að þeim eigi einungis eftir að fjölga. Fyrir þessa kylfinga er sérstaða Íslands, kvöldbirtan og miðnætursólin, mikilvægur þáttur í upplifun þeirra hér á landi. Þessi sérstaða tapast að verulegu leyti ef klukkunni yrði seinkað. Íslenskir golfklúbbar og ýmsir ferðaþjónustuaðilar hafa undanfarin ár ráðist í töluverðar fjárfestingar í tengslum við kvöld- og miðnæturgolf á Íslandi. Hugmyndin að baki „miðnæturgolfi“ hefur því verið auglýst rækilega víðs vegar um heim. Ljóst er að möguleikar á miðnæturgolfi skerðast verulega með fyrirhugaðri breytingu þar sem ekki verður hægt að njóta kvöldsólarinnar jafnlengi þegar líða tekur á sumarið.Víða um heim er greint á milli sumar- og vetrartíma og getur Golfsamband Íslands tekið undir þau rök að huga megi að seinkun klukkunnar yfir vetrartímann líkt og gert er í mörgum löndum. Slík breyting hefði ekki jafnmikil áhrif á íþróttaiðkun á Íslandi. Það er hins vegar mikið hagsmunamál fyrir golfhreyfinguna að engin breyting verði gerð á klukkunni yfir sumartímann og leggst sambandið því alfarið gegn slíkri breytingu. Þá verður ekki séð að þær röksemdir fyrir breytingunni, sem raktar eru í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu, eigi að jafn miklu leyti við um sumartímann eins og vetrartímann. Má jafnvel segja að engin almenn þörf sé á því að gera breytingu á klukkunni yfir sumartímann.Sé frekari upplýsinga óskað mun Golfsamband Ísland verða við slíkum óskum við fyrsta tækifæri.Reykjavík, 17. mars 2015Virðingarfyllst,Haukur Örn BirgissonForseti Golfsambands Íslands Alþingi Golf Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Golfsamband Íslands, GSÍ, hefur sent velferðarnefnd Alþingis umsögn vegna þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. Sú breyting leggst ekki vel í GSÍ þar sem hún muni hafa gríðarleg áhrif á nýtingu íþróttamannvirkja yfir sumarmánuðina og skerða möguleika fólks til að leika golf eða stunda aðrar íþróttir úti við. Í umsögninni kemur fram að þessi breyting muni einnig hafa í för með sér mikið tekjutap fyrir golfklúbba landsins.Umsögn Golfsambands Íslands um þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.Þingskjal 421 – 338. mál.Golfsamband Íslands er í forsvari fyrir golfhreyfinguna á Íslandi. Golfhreyfingin samanstendur af 65 golflúbbum víðsvegar um landið og eru skráðir félagar í hreyfingunni tæplega 17.000 talsins. Það gerir Golfsamband Íslands að næst stærsta sérsambandi innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.Golfsambandið leggst, að hluta til, eindregið gegn þeim breytingum sem lagðar eru til í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu og vill golfsambandið koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri við hina virðulegu nefnd.Komi fyrirhuguð breyting til framkvæmda mun það hafa gríðarleg áhrif á nýtingu íþróttamannvirkja yfir sumarmánuðina og skerða möguleika fólks til að leika golf eða stunda aðrar íþróttir úti við. Þegar líða tekur á sumarið mun dagurinn styttast um eina klukkustund í kjölfar þess að sólin sest fyrr. Óhjákvæmilega mun þetta fela í sér mikið tekjutap fyrir golfklúbba vegna samdráttar í sölu vallargjalda. Í raun mætti tala um verulega skertan rekstrargrundvöll þeirra.Á Íslandi er sumarið stutt og sérstaða þess er langur sólargangur. Kylfingar á Íslandi hafa nýtt sér þessa sérstöðu með þeim hætti að á þeim golfvöllum sem eru hvað vinsælastir, er heildarfjöldi spilaðra hringja yfir sumartímann sá sami og á ársgrundvelli á golfvöllum sunnar í Evrópu, sem opnir eru allan ársins hring. Hér á landi eru golfvelli aftur á móti opnir að hámarki fimm til sex mánuði á ári. Það má því segja að áhugafólk um golf nýti sumartímann mjög vel, með því að leika golf langt fram eftir kvöldi. Þessi sérstaða er örugglega ein af þeim ástæðum sem skýra miklar vinsældir golfíþróttarinnar á Íslandi og er fjöldi kylfinga miðað við höfðatölu sá mesti sem þekkist í heiminum.Gríðarleg fjölgun hefur átt sér stað innan golfhreyfingarinnar undanfarinn áratug og af þeim sökum hefur golfvöllum fjölgað jafnt og þétt um land allt. Óhætt er að fullyrða að þessir golfvellir eru nýttir frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar. Algengt er að golfvellir séu fullnýttir fram eftir miðnætti yfir hásumarið.Ef seinkun klukkunnar yrði að veruleika með þeim hætti sem lagt er til í þingsályktunartillögunni, skerðast verulega möguleikar kylfinga og annars íþróttafólks til að stunda íþróttir síðdegis og fram á kvöld og mun nýting íþróttamannvikja því dragast saman. Sá tími sem tapst á kvöldin vinnst ekki upp á morgnana, þar sem ólíklegt verður að teljast að íþróttaástundun hefjist klukkustund fyrr á morgnana. Þá er veðurfar með þeim hætti hér á landi að síðdegis lægir og því oft bestu skilyrðin til að njóta útveru síðdegis og fram eftir kvöldi. Þá er ljóst að íþróttakappleikir, sem fara fram á kvöldin, yrðu að styðjast við flóðlýsingu með tilheyrandi kostnaði.Mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir Ísland þarf ekki að tíunda, en fjöldi erlendra kylfinga heimsækir nú Ísland á hverju sumri og fyrirséð að þeim eigi einungis eftir að fjölga. Fyrir þessa kylfinga er sérstaða Íslands, kvöldbirtan og miðnætursólin, mikilvægur þáttur í upplifun þeirra hér á landi. Þessi sérstaða tapast að verulegu leyti ef klukkunni yrði seinkað. Íslenskir golfklúbbar og ýmsir ferðaþjónustuaðilar hafa undanfarin ár ráðist í töluverðar fjárfestingar í tengslum við kvöld- og miðnæturgolf á Íslandi. Hugmyndin að baki „miðnæturgolfi“ hefur því verið auglýst rækilega víðs vegar um heim. Ljóst er að möguleikar á miðnæturgolfi skerðast verulega með fyrirhugaðri breytingu þar sem ekki verður hægt að njóta kvöldsólarinnar jafnlengi þegar líða tekur á sumarið.Víða um heim er greint á milli sumar- og vetrartíma og getur Golfsamband Íslands tekið undir þau rök að huga megi að seinkun klukkunnar yfir vetrartímann líkt og gert er í mörgum löndum. Slík breyting hefði ekki jafnmikil áhrif á íþróttaiðkun á Íslandi. Það er hins vegar mikið hagsmunamál fyrir golfhreyfinguna að engin breyting verði gerð á klukkunni yfir sumartímann og leggst sambandið því alfarið gegn slíkri breytingu. Þá verður ekki séð að þær röksemdir fyrir breytingunni, sem raktar eru í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu, eigi að jafn miklu leyti við um sumartímann eins og vetrartímann. Má jafnvel segja að engin almenn þörf sé á því að gera breytingu á klukkunni yfir sumartímann.Sé frekari upplýsinga óskað mun Golfsamband Ísland verða við slíkum óskum við fyrsta tækifæri.Reykjavík, 17. mars 2015Virðingarfyllst,Haukur Örn BirgissonForseti Golfsambands Íslands
Alþingi Golf Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti