Utanríkisráðherra segir orðalag engu skipta – aðildarviðræðum við ESB sé lokið Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2015 19:57 Utanríkisráðherra segir ekki skipta öllu máli hvaða orð menn noti; draga til baka, hætta, slíta eða klára - aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið sé lokið. Undarlegt sé ef Evrópusambandið taki ekki mark á því. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins sagði í fréttum okkar í gær að sambandið hefði móttekið bréf utanríkisráðherra og það væri Íslendinga sjálfra sem fullvalda þjóðar að ákveða samskipti sín við sambandið. „Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Utanríkisráðherra segir bréf hans alveg skýrt. „Ég bíð bara mjög rólegur eftir því að það komi vonandi einhvers konar formleg afgreiðsla eða túlkun frá Evrópusambandinu. Ég hef ekki trú á öðru en Evrópusambandið virði lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi. Annað væri hneyksli fyrir Evrópusambandið. Þannig að ég hef í sjálfu sér ekki stórar áhyggjur af því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin sem sat árið 2009 hefði ekki þurft stuðning þingsins fyrir aðildarumsókninni þá, þótt þingið hafi fyrir sitt leyti samþykkt hana. Núverandi ríkisstjórn þurfi ekki heldur að fá samþykkt þingsins fyrir því að ljúka viðræðunum. Sir. Michael Leigh fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins segir tvískinnung ríkja í bréfi utanríkisráðherra; eins og hann vildi bæði eiga kökuna og borða hana. „Það skiptir ekki öllu máli hvaða orð þú notar. Hvort þú notar að draga til baka, hætta, slíta eða klára eða enda. Það sem við segjum einfaldlega í okkar bréfi er að þessum viðræðum er lokið. Það er kominn endapunktur fyrir aftan. Íslensk stjórnvöld í dag líta ekki á okkur sem umsóknarríki og við ætlumst til að Evrópusambandið bregðist við því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra flutti Alþingi árlega skýrslu sína í dag um framkvæmd utanríkisstefnunnar en sagði lítið um Evrópusambandið. Hann ræddi því meira um borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar og öryggismál. Í skýrslunni kom fram að íslenska utanríkisþjónustan væri sú minnsta í Evrópu. Utanríkisráðherra segir hins vegar eftirspurnina eftir þjónustu utanríkisþjónustunnar mikla. Það kosti einnig sitt að taka þátt í ýmsu alþjóðastarfi og framfylgja stórum samningum eins og samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). „Miðað við það álag og eftirspurn sem er eftir þjónustunni hjá utanríkisþjónustunni er nauðsynlegt að bæta í ef við getum hjá þessu góða starfsfólki sem við höfum í dag,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Tengdar fréttir „Yfirgangur ESB er ógeðslegur“ Vigdís Hauksdóttir var venju fremur ósátt við ESB í nú í morgun. 19. mars 2015 09:43 Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Fjármálaráðherra segir samninginn skýrann og að allir sem að honum standa uppfylli hann. 18. mars 2015 20:13 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Utanríkisráðherra segir ekki skipta öllu máli hvaða orð menn noti; draga til baka, hætta, slíta eða klára - aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið sé lokið. Undarlegt sé ef Evrópusambandið taki ekki mark á því. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins sagði í fréttum okkar í gær að sambandið hefði móttekið bréf utanríkisráðherra og það væri Íslendinga sjálfra sem fullvalda þjóðar að ákveða samskipti sín við sambandið. „Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Utanríkisráðherra segir bréf hans alveg skýrt. „Ég bíð bara mjög rólegur eftir því að það komi vonandi einhvers konar formleg afgreiðsla eða túlkun frá Evrópusambandinu. Ég hef ekki trú á öðru en Evrópusambandið virði lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi. Annað væri hneyksli fyrir Evrópusambandið. Þannig að ég hef í sjálfu sér ekki stórar áhyggjur af því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin sem sat árið 2009 hefði ekki þurft stuðning þingsins fyrir aðildarumsókninni þá, þótt þingið hafi fyrir sitt leyti samþykkt hana. Núverandi ríkisstjórn þurfi ekki heldur að fá samþykkt þingsins fyrir því að ljúka viðræðunum. Sir. Michael Leigh fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins segir tvískinnung ríkja í bréfi utanríkisráðherra; eins og hann vildi bæði eiga kökuna og borða hana. „Það skiptir ekki öllu máli hvaða orð þú notar. Hvort þú notar að draga til baka, hætta, slíta eða klára eða enda. Það sem við segjum einfaldlega í okkar bréfi er að þessum viðræðum er lokið. Það er kominn endapunktur fyrir aftan. Íslensk stjórnvöld í dag líta ekki á okkur sem umsóknarríki og við ætlumst til að Evrópusambandið bregðist við því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra flutti Alþingi árlega skýrslu sína í dag um framkvæmd utanríkisstefnunnar en sagði lítið um Evrópusambandið. Hann ræddi því meira um borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar og öryggismál. Í skýrslunni kom fram að íslenska utanríkisþjónustan væri sú minnsta í Evrópu. Utanríkisráðherra segir hins vegar eftirspurnina eftir þjónustu utanríkisþjónustunnar mikla. Það kosti einnig sitt að taka þátt í ýmsu alþjóðastarfi og framfylgja stórum samningum eins og samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). „Miðað við það álag og eftirspurn sem er eftir þjónustunni hjá utanríkisþjónustunni er nauðsynlegt að bæta í ef við getum hjá þessu góða starfsfólki sem við höfum í dag,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Tengdar fréttir „Yfirgangur ESB er ógeðslegur“ Vigdís Hauksdóttir var venju fremur ósátt við ESB í nú í morgun. 19. mars 2015 09:43 Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Fjármálaráðherra segir samninginn skýrann og að allir sem að honum standa uppfylli hann. 18. mars 2015 20:13 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Yfirgangur ESB er ógeðslegur“ Vigdís Hauksdóttir var venju fremur ósátt við ESB í nú í morgun. 19. mars 2015 09:43
Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Fjármálaráðherra segir samninginn skýrann og að allir sem að honum standa uppfylli hann. 18. mars 2015 20:13
Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15
ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels