Ein besta íþróttakona heims | Hver er Ronda Rousey? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2015 13:00 Ronda gerir sig klára fyrir bardagann um helgina. vísir/getty Eftir sögulega frammistöðu Rondu Rousey um helgina er byrjað að tala um að hún sé best allra í UFC. Betri en Jon Jones og aðrir karlar í íþróttinni. Rousey kláraði Cat Zingano á aðeins 14 sekúndum um helgina sem er met í UFC. Enginn hefur náð uppgjafarsigri í titilbardaga á skemmri tíma. Í bardaganum þar á undan var Rousey aðeins 16 sekúndur að klára andstæðing sinn. Met sem margir héldu að myndi standa lengi. Rousey var ekki ein þeirra.Sjá einnig: Rousey kláraði andstæðing sinn á 14 sekúndum Rousey var aðeins 13 ára þegar móðir hennar, AnnMaria De Mars, uppgötvaði að dóttir hennar væri afar sérstök. Hún áttaði sig þá á því að hún væri með undrabarn í höndunum. Rousey á ekki langt að sækja hæfileikana enda var móðir hennar heimsklassaíþróttamaður sjálf. Hún var júdókona og árið 1984 varð hún fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem varð heimsmeistari í júdó.Ronda fagnar sigrinum um helgina.vísir/gettyDe Mars hringdi í Júdósamband Bandaríkjanna og spurði hvað hún ætti að gera með undrabarnið sitt. Sagðist þurfa aðstoð til þess að hægt væri að ná því mesta út úr stelpunni. Það var nánast hlegið að henni og því varð móðirin að sjá um íþróttalega uppeldið sjálf. Það gekk vel. Rousey hélt áfram í júdó og fór tvisvar á Ólympíuleikana. Hún var aðeins 17 ára er hún tryggði sér þátttökuréttinn á ÓL árið 2004. Fjórum árum síðar í Peking fékk hún síðan bronsverðlaun. „Ronda neitaði alltaf að tapa. Hún kunni það ekki. Hún trylltist er hún tapaði fyrir japönskum meistara á æfingu. Það var karlmaður á fertugsaldri. Ronda var 13 ára en taldi sig samt eiga að vinna hann. Hún grét á leiðinni heim eftir æfingu. Henni var fyrirmunað að skilja að hún gæti tapað yfir höfuð," sagði móðirin. Eftir að hún hætti í júdó og fór að einbeita sér að blönduðum bardagalustum hefur hún verið algerlega óstöðvandi í UFC og er með fáheyrða yfirburði í íþróttinni. Hún er svo mögnuð að byrjað er að tala um hana sem kvenkyns Mike Tyson. Tyson var óstöðvandi afl á sínum tíma í hnefaleikum og Rousey er það í UFC.Hún er ekki að fara að gefa þetta belti eftir.vísir/gettySjá einnig: Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI Hún er búin að vinna alla 11 bardaga sína í UFC og var aðalnúmerið á bardagakvöldinu í Staples Center um helgina. Hún dregur að áhorfendur enda var uppselt. Rousey er stórstjarna. UFC fékk rúmar 350 milljónir króna í aðgangseyri þetta kvöld. Það eru bara þeir stærstu sem ná slíkum árangri og vekja þetta mikla athygli. Stjörnurnar í Hollywood fjölmenntu líka til þess að sjá Rondu. „Það er engin kona í sögu bardagaíþrótta sem kemst nærri þessum árangri Rondu. Ég sagðist aldrei ætla að vera með konur í UFC og er að fá það í andlitið. Það hefði enginn getað spáð því hversu ótrúlegum árangri þessi stelpa hefur náð," sagði Dana White, forseti UFC, en hann hefur einnig sagt að Rousey sé besti íþróttamaður heims. Stjarna Rousey skín skært þessa dagana en fyrir utan að moka inn peningum í UFC er hún einnig farin að ná árangri í kvikmyndaheiminum þar sem hreinlega er slegist um að fá hana í kvikmyndir. Sylvester Stallone fékk hana til að leika í Expendables 3 og von er á fleiri myndum með henni á næstunni. Rousey er nýorðin 28 ára gömul og því ljóst að hún verður á toppnum næstu árin. MMA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Eftir sögulega frammistöðu Rondu Rousey um helgina er byrjað að tala um að hún sé best allra í UFC. Betri en Jon Jones og aðrir karlar í íþróttinni. Rousey kláraði Cat Zingano á aðeins 14 sekúndum um helgina sem er met í UFC. Enginn hefur náð uppgjafarsigri í titilbardaga á skemmri tíma. Í bardaganum þar á undan var Rousey aðeins 16 sekúndur að klára andstæðing sinn. Met sem margir héldu að myndi standa lengi. Rousey var ekki ein þeirra.Sjá einnig: Rousey kláraði andstæðing sinn á 14 sekúndum Rousey var aðeins 13 ára þegar móðir hennar, AnnMaria De Mars, uppgötvaði að dóttir hennar væri afar sérstök. Hún áttaði sig þá á því að hún væri með undrabarn í höndunum. Rousey á ekki langt að sækja hæfileikana enda var móðir hennar heimsklassaíþróttamaður sjálf. Hún var júdókona og árið 1984 varð hún fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem varð heimsmeistari í júdó.Ronda fagnar sigrinum um helgina.vísir/gettyDe Mars hringdi í Júdósamband Bandaríkjanna og spurði hvað hún ætti að gera með undrabarnið sitt. Sagðist þurfa aðstoð til þess að hægt væri að ná því mesta út úr stelpunni. Það var nánast hlegið að henni og því varð móðirin að sjá um íþróttalega uppeldið sjálf. Það gekk vel. Rousey hélt áfram í júdó og fór tvisvar á Ólympíuleikana. Hún var aðeins 17 ára er hún tryggði sér þátttökuréttinn á ÓL árið 2004. Fjórum árum síðar í Peking fékk hún síðan bronsverðlaun. „Ronda neitaði alltaf að tapa. Hún kunni það ekki. Hún trylltist er hún tapaði fyrir japönskum meistara á æfingu. Það var karlmaður á fertugsaldri. Ronda var 13 ára en taldi sig samt eiga að vinna hann. Hún grét á leiðinni heim eftir æfingu. Henni var fyrirmunað að skilja að hún gæti tapað yfir höfuð," sagði móðirin. Eftir að hún hætti í júdó og fór að einbeita sér að blönduðum bardagalustum hefur hún verið algerlega óstöðvandi í UFC og er með fáheyrða yfirburði í íþróttinni. Hún er svo mögnuð að byrjað er að tala um hana sem kvenkyns Mike Tyson. Tyson var óstöðvandi afl á sínum tíma í hnefaleikum og Rousey er það í UFC.Hún er ekki að fara að gefa þetta belti eftir.vísir/gettySjá einnig: Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI Hún er búin að vinna alla 11 bardaga sína í UFC og var aðalnúmerið á bardagakvöldinu í Staples Center um helgina. Hún dregur að áhorfendur enda var uppselt. Rousey er stórstjarna. UFC fékk rúmar 350 milljónir króna í aðgangseyri þetta kvöld. Það eru bara þeir stærstu sem ná slíkum árangri og vekja þetta mikla athygli. Stjörnurnar í Hollywood fjölmenntu líka til þess að sjá Rondu. „Það er engin kona í sögu bardagaíþrótta sem kemst nærri þessum árangri Rondu. Ég sagðist aldrei ætla að vera með konur í UFC og er að fá það í andlitið. Það hefði enginn getað spáð því hversu ótrúlegum árangri þessi stelpa hefur náð," sagði Dana White, forseti UFC, en hann hefur einnig sagt að Rousey sé besti íþróttamaður heims. Stjarna Rousey skín skært þessa dagana en fyrir utan að moka inn peningum í UFC er hún einnig farin að ná árangri í kvikmyndaheiminum þar sem hreinlega er slegist um að fá hana í kvikmyndir. Sylvester Stallone fékk hana til að leika í Expendables 3 og von er á fleiri myndum með henni á næstunni. Rousey er nýorðin 28 ára gömul og því ljóst að hún verður á toppnum næstu árin.
MMA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum