Viðskipti erlent

Stofnendur Snapchat þeir yngstu á Forbes listanum

ingvar haraldsson skrifar
Evan Spiegel 24 ára og Bobby Murphy 25 ára, stofnendur Snapchat, eiga um 400 milljarða íslenska króna.
Evan Spiegel 24 ára og Bobby Murphy 25 ára, stofnendur Snapchat, eiga um 400 milljarða íslenska króna. vísir/epa
Evan Spiegel og Bobby Murphy, stofnendur Snapchat, er þeir yngstu á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Samanlagður auður þeirra er metinn á 3 milljarða dollara, tæplega 400 milljarða íslenska króna.

Spiegel sem er 24 ára stofnaði Snachat með hinum 25 ára gamla Murphy árið 2011. Fyrirtækið var metið á 10 milljarða dollara árið 2014 en talið er að þeim hafi verið boðið að selja fyrirtækið á tvöfalda þá upphæð eða 19 milljarða dollara.

Spiegel og Murphy kynntust í Stanford háskólanum. Spiegel lærði vöruhönnun og var tveimur árum á eftir Murphy í námi en hann lærði stærðfærði. Þeir gáfu upphaflega út forrit sem hægt var að senda myndir í tíu sekúndur sem svo hurfu undir nafninu Picaboo. Fyrirtækinu gekk ekki nægjanlega vel en haustið 2011 gáfu þeir út sambærilegt forrit undir nafninu Snapchat. Síðan þá hefur forritið slegið í gegn og er með yfir 100 milljón notendur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×