Evan Spiegel og Bobby Murphy, stofnendur Snapchat, er þeir yngstu á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Samanlagður auður þeirra er metinn á 3 milljarða dollara, tæplega 400 milljarða íslenska króna.
Spiegel sem er 24 ára stofnaði Snachat með hinum 25 ára gamla Murphy árið 2011. Fyrirtækið var metið á 10 milljarða dollara árið 2014 en talið er að þeim hafi verið boðið að selja fyrirtækið á tvöfalda þá upphæð eða 19 milljarða dollara.
Spiegel og Murphy kynntust í Stanford háskólanum. Spiegel lærði vöruhönnun og var tveimur árum á eftir Murphy í námi en hann lærði stærðfærði. Þeir gáfu upphaflega út forrit sem hægt var að senda myndir í tíu sekúndur sem svo hurfu undir nafninu Picaboo. Fyrirtækinu gekk ekki nægjanlega vel en haustið 2011 gáfu þeir út sambærilegt forrit undir nafninu Snapchat. Síðan þá hefur forritið slegið í gegn og er með yfir 100 milljón notendur.
Stofnendur Snapchat þeir yngstu á Forbes listanum

Tengdar fréttir

Áttatíu ríkustu eiga jafnmikinn auð og fátækari helmingur jarðarbúa
Ef fram heldur sem horfir mun eitt prósent jarðarbúa sitja á meiri auðæfum en fátækari helmingur allra hinna sem búa á þessari jörð.

Michael Jordan er orðinn milljarðamæringur
Komst í fyrsta skipti á Forbes-listann fyrir milljarðamæringa heimsins.

Milljarðamæringar heimsins: Bill Gates ríkastur og Björgólfur snýr aftur
Íslendingur snýr aftur á lista Forbes yfir ríkustu menn heimsins eftir fimm ára fjarveru.