Stjórnvöld hafa ekki brugðist við auknum fjölda ferðamanna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. mars 2015 20:04 Greiningardeild Íslandsbanka gaf í dag út ítarlega skýrslu um íslenska ferðaþjónustu. Skýrslan er enn einn vitnisburðurinn um ótrúlega fjölgun erlendra ferðamanna undanfarin ár. Þannig telur bankinn að rekja megi þriðjung hagvaxtar frá árinu 2010 til ferðaþjónustunnar og að um 45% af fjölgun starfa frá 2010 megi rekja til hennar. Íslandsbanki áætlar að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni árið 2015 verði 342 milljarðar króna og þá er áætlað að 1.350 þúsund ferðamenn heimsæki Ísland á árinu sem er fjölgun um 25% frá 2014. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir mikilvægt að staldra við og spyrja hvort greinin vaxi of hratt. „Þó að við fögnum að sjálfsögðu auknum fjölbreytileika í gjaldeyrisöflun og segjum að þessi vöxtur ferðaþjónustunnar hafi í rauninni aukið stöðugleika hvað það varðar, að þá viljum við heldur ekki láta hana vaxa upp í að vera yfir helmingur af gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því það getur þá orðið uppruni óstöðugleika aftur,“ segir Ingólfur. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að ekki sé reiknað með að ferðaþjónustan muni vaxa svona ört um ókomna tíð og því sé þessi fjölgun ekki áhyggjuefni. „Fyrst og fremst er áhyggjuefni innviðauppbygging sem hefur ekki fylgt þessum mikla vexti. Öll innviðauppbygging, samgöngur og annað, er eitthvað sem stjórnvöld hafa því miður ekki brugðist nógu hratt við og við verðum að treysta því að það verði núna byggt upp hratt og örugglega,“ segir Helga. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Greiningardeild Íslandsbanka gaf í dag út ítarlega skýrslu um íslenska ferðaþjónustu. Skýrslan er enn einn vitnisburðurinn um ótrúlega fjölgun erlendra ferðamanna undanfarin ár. Þannig telur bankinn að rekja megi þriðjung hagvaxtar frá árinu 2010 til ferðaþjónustunnar og að um 45% af fjölgun starfa frá 2010 megi rekja til hennar. Íslandsbanki áætlar að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni árið 2015 verði 342 milljarðar króna og þá er áætlað að 1.350 þúsund ferðamenn heimsæki Ísland á árinu sem er fjölgun um 25% frá 2014. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir mikilvægt að staldra við og spyrja hvort greinin vaxi of hratt. „Þó að við fögnum að sjálfsögðu auknum fjölbreytileika í gjaldeyrisöflun og segjum að þessi vöxtur ferðaþjónustunnar hafi í rauninni aukið stöðugleika hvað það varðar, að þá viljum við heldur ekki láta hana vaxa upp í að vera yfir helmingur af gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því það getur þá orðið uppruni óstöðugleika aftur,“ segir Ingólfur. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að ekki sé reiknað með að ferðaþjónustan muni vaxa svona ört um ókomna tíð og því sé þessi fjölgun ekki áhyggjuefni. „Fyrst og fremst er áhyggjuefni innviðauppbygging sem hefur ekki fylgt þessum mikla vexti. Öll innviðauppbygging, samgöngur og annað, er eitthvað sem stjórnvöld hafa því miður ekki brugðist nógu hratt við og við verðum að treysta því að það verði núna byggt upp hratt og örugglega,“ segir Helga.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira