Stjórnvöld hafa ekki brugðist við auknum fjölda ferðamanna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. mars 2015 20:04 Greiningardeild Íslandsbanka gaf í dag út ítarlega skýrslu um íslenska ferðaþjónustu. Skýrslan er enn einn vitnisburðurinn um ótrúlega fjölgun erlendra ferðamanna undanfarin ár. Þannig telur bankinn að rekja megi þriðjung hagvaxtar frá árinu 2010 til ferðaþjónustunnar og að um 45% af fjölgun starfa frá 2010 megi rekja til hennar. Íslandsbanki áætlar að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni árið 2015 verði 342 milljarðar króna og þá er áætlað að 1.350 þúsund ferðamenn heimsæki Ísland á árinu sem er fjölgun um 25% frá 2014. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir mikilvægt að staldra við og spyrja hvort greinin vaxi of hratt. „Þó að við fögnum að sjálfsögðu auknum fjölbreytileika í gjaldeyrisöflun og segjum að þessi vöxtur ferðaþjónustunnar hafi í rauninni aukið stöðugleika hvað það varðar, að þá viljum við heldur ekki láta hana vaxa upp í að vera yfir helmingur af gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því það getur þá orðið uppruni óstöðugleika aftur,“ segir Ingólfur. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að ekki sé reiknað með að ferðaþjónustan muni vaxa svona ört um ókomna tíð og því sé þessi fjölgun ekki áhyggjuefni. „Fyrst og fremst er áhyggjuefni innviðauppbygging sem hefur ekki fylgt þessum mikla vexti. Öll innviðauppbygging, samgöngur og annað, er eitthvað sem stjórnvöld hafa því miður ekki brugðist nógu hratt við og við verðum að treysta því að það verði núna byggt upp hratt og örugglega,“ segir Helga. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Greiningardeild Íslandsbanka gaf í dag út ítarlega skýrslu um íslenska ferðaþjónustu. Skýrslan er enn einn vitnisburðurinn um ótrúlega fjölgun erlendra ferðamanna undanfarin ár. Þannig telur bankinn að rekja megi þriðjung hagvaxtar frá árinu 2010 til ferðaþjónustunnar og að um 45% af fjölgun starfa frá 2010 megi rekja til hennar. Íslandsbanki áætlar að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni árið 2015 verði 342 milljarðar króna og þá er áætlað að 1.350 þúsund ferðamenn heimsæki Ísland á árinu sem er fjölgun um 25% frá 2014. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir mikilvægt að staldra við og spyrja hvort greinin vaxi of hratt. „Þó að við fögnum að sjálfsögðu auknum fjölbreytileika í gjaldeyrisöflun og segjum að þessi vöxtur ferðaþjónustunnar hafi í rauninni aukið stöðugleika hvað það varðar, að þá viljum við heldur ekki láta hana vaxa upp í að vera yfir helmingur af gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því það getur þá orðið uppruni óstöðugleika aftur,“ segir Ingólfur. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að ekki sé reiknað með að ferðaþjónustan muni vaxa svona ört um ókomna tíð og því sé þessi fjölgun ekki áhyggjuefni. „Fyrst og fremst er áhyggjuefni innviðauppbygging sem hefur ekki fylgt þessum mikla vexti. Öll innviðauppbygging, samgöngur og annað, er eitthvað sem stjórnvöld hafa því miður ekki brugðist nógu hratt við og við verðum að treysta því að það verði núna byggt upp hratt og örugglega,“ segir Helga.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira