Sport

Hrafnhild 0,02 sekúndum frá Íslandsmetinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhild er Íslandsmethafi í 60 metra hlaupi innanhúss.
Hrafnhild er Íslandsmethafi í 60 metra hlaupi innanhúss. vísir/valli
Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í 60 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhús í Prag í morgun.

Hrafnhild kom í mark á 7,52 sekúndum en Íslandsmet hennar, sem hún setti á Meistaramóti Íslands í febrúar, er 7,50 sekúndur.

Það dugði þó ekki til en Hrafnhild endaði í 7. og neðsta sæti í sínum riðli í undanrásunum.

Hin hollenska Dafne Schippers kom fyrst í mark á 7,07 sekúndum. Alexandra Burghardt frá Þýskalandi kom önnur í mark á 7,23 sekúndum.

Í heildina endaði Hrafnhild í 30.-32. sæti, af 38 keppendum.


Tengdar fréttir

Góð helgi fyrir kærustuparið

Spretthlauparinn Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir og langstökkvarinn Þorsteinn Ingvarsson fögnuðu bæði sigri í sínum greinum á Stórmóti ÍR um síðustu helgi.

Hrafnhild Eir undir 7,60 sekúndur í þriðja sinn á stuttum tíma

Fjórir frjálsíþróttamenn úr landsliðshópi FRÍ tóku þátt á Áskorendamóti Norðurlandanna í Bærum/Osló um helgina. Íslenska íþróttafólkið fór út án þjálfara en stóð sig með mikilli prýði á sínu fjórða móti á stuttum tíma.

Meðferðin á einstöku nafni Hrafnhild löngu hætt að pirra hana

Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir hætti í handbolta þegar hún var sautján ára og skellti sér á sína fyrstu frjálsíþróttaæfingu. Um síðustu helgi var hún aðeins tveimur sekúndubrotum frá því að setja nýtt Íslandsmet í 60 metra hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×