Reynslunni ríkari eftir sigur og tvö töp Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. mars 2015 19:30 Bjarki Ómarsson sigraði í gær. Mjölnir Þrír Mjölnismenn kepptu í MMA í Liverpool í gærkvöldi. Einn sigur og tvö töp er uppskera gærkvöldsins en kapparnir eru allir reynslunni ríkari eftir kvöldið. Fyrstur af Íslendingunum var hinn tvítugi Bjarki Ómarsson. Hann mætti nautsterkum og reyndum andstæðingi en Bjarki sigraði allar þrjár loturnar og sigraði eftir dómaraákvörðun. Andstæðingur hans sló eins og sleggja og sótti mikið en Bjarki hélt ró sinni og nýtti sér yfirburði sína – flott prófraun fyrir þennan tvítuga strák. Næstur í búrið var Magnús Ingi Ingvarsson en hann mætti hinum ósigraða Tim Barnett. Magnús hafði mikla yfirburði í fyrstu lotunni og fyrri helming í annarri lotu en eftir þungt hnéspark í kinnbeinið snérist taflið við. Barnett náði inn þungum hamarshöggum í gólfinu og eftir 2. lotu var Magnús hættur að sjá með öðru auganu vegna bólgu. Magnús og hornið ákváðu að hætta áður en 3. lotan byrjaði en þetta var fyrsta tap Magnúsar í MMA. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi í léttvigt þar sem Birgir Örn Tómasson mætti Gavin Hughes. Í þessum fimm lotu bardaga náði Hughes nokkrum fellum á Birgi sem náði þó alltaf að standa aftur upp án þess að Hughes gæti gert nokkurn skaða. Birgir náði aftur á móti nokkrum mjög góðum höggum í Hughes sem var vankaður um tíma. Andlit Hughes leit illa út eftir bardagann á meðan ekkert sást á Birgi. Dómararnir dæmdu þó Hughes sigurinn í vil á meðan Birgir hlaut sitt fyrsta tap í MMA. Ítarlegri lýsingu á bardögunum má sjá á vef MMA Frétta hér. Strákarnir eru allir reynslunni ríkari eftir harða bardaga gegn sterkum andstæðingum. Bardagamennirnir þrír geta lært talsvert af bardögum sínum og koma eflaust enn sterkari til leiks næst. MMA Tengdar fréttir Éta yfir sig í kvöld og berjast á morgun Annað kvöld munu þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson berjast á Shinobi War bardagakvöldinu í Liverpool. 6. mars 2015 19:15 Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Birgir Örn Tómasson er 33 ára gamall bardagakappi og tveggja barna faðir sem berst um titil á Englandi í mars. 26. febrúar 2015 11:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
Þrír Mjölnismenn kepptu í MMA í Liverpool í gærkvöldi. Einn sigur og tvö töp er uppskera gærkvöldsins en kapparnir eru allir reynslunni ríkari eftir kvöldið. Fyrstur af Íslendingunum var hinn tvítugi Bjarki Ómarsson. Hann mætti nautsterkum og reyndum andstæðingi en Bjarki sigraði allar þrjár loturnar og sigraði eftir dómaraákvörðun. Andstæðingur hans sló eins og sleggja og sótti mikið en Bjarki hélt ró sinni og nýtti sér yfirburði sína – flott prófraun fyrir þennan tvítuga strák. Næstur í búrið var Magnús Ingi Ingvarsson en hann mætti hinum ósigraða Tim Barnett. Magnús hafði mikla yfirburði í fyrstu lotunni og fyrri helming í annarri lotu en eftir þungt hnéspark í kinnbeinið snérist taflið við. Barnett náði inn þungum hamarshöggum í gólfinu og eftir 2. lotu var Magnús hættur að sjá með öðru auganu vegna bólgu. Magnús og hornið ákváðu að hætta áður en 3. lotan byrjaði en þetta var fyrsta tap Magnúsar í MMA. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi í léttvigt þar sem Birgir Örn Tómasson mætti Gavin Hughes. Í þessum fimm lotu bardaga náði Hughes nokkrum fellum á Birgi sem náði þó alltaf að standa aftur upp án þess að Hughes gæti gert nokkurn skaða. Birgir náði aftur á móti nokkrum mjög góðum höggum í Hughes sem var vankaður um tíma. Andlit Hughes leit illa út eftir bardagann á meðan ekkert sást á Birgi. Dómararnir dæmdu þó Hughes sigurinn í vil á meðan Birgir hlaut sitt fyrsta tap í MMA. Ítarlegri lýsingu á bardögunum má sjá á vef MMA Frétta hér. Strákarnir eru allir reynslunni ríkari eftir harða bardaga gegn sterkum andstæðingum. Bardagamennirnir þrír geta lært talsvert af bardögum sínum og koma eflaust enn sterkari til leiks næst.
MMA Tengdar fréttir Éta yfir sig í kvöld og berjast á morgun Annað kvöld munu þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson berjast á Shinobi War bardagakvöldinu í Liverpool. 6. mars 2015 19:15 Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Birgir Örn Tómasson er 33 ára gamall bardagakappi og tveggja barna faðir sem berst um titil á Englandi í mars. 26. febrúar 2015 11:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
Éta yfir sig í kvöld og berjast á morgun Annað kvöld munu þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson berjast á Shinobi War bardagakvöldinu í Liverpool. 6. mars 2015 19:15
Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Birgir Örn Tómasson er 33 ára gamall bardagakappi og tveggja barna faðir sem berst um titil á Englandi í mars. 26. febrúar 2015 11:30