Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2015 19:31 Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. Það kemur úr Húnaþingi vestra en þar ræktar þýsk kona holdakanínur til manneldis. Brautryðjandinn Birgit Kositzke kom til Íslands frá Þýskalandi fyrir átta árum en dvölin varð lengri en hún ætlaði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Birgit hafa orðið svo hrifin af Íslandi að hún ákvað að setjast að til frambúðar. Hún ákvað því að skapa sér eitthvert framtíðarstarf. Sjálf hafði hún alist upp við kanínukjöt og saknaði þess að fá það ekki á Íslandi. „Það er bara gott kjöt. Svo fattaði ég með tímanum að það var ekki til,” sagði Birgit, kanínubóndi á Hvammstanga.Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011. Núna eru þær yfir 400 í kanínubúinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Viðskiptahugmyndin var fædd, hún gerði viðskiptaáætlun og tók á leigu gömul fjárhús á bænum Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi, skammt norðan Hvammstanga. Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011, og þær fjölguðu sér auðvitað, - eins og kanínur. Núna eru þær orðnar yfir 400 talsins. Fyrsta tilraunaslátrun var á Hvammstanga fyrir jól og þá fór hún með prufusendingu til Reykjavíkur til að kynna á matarhátíð í Hörpunni. „Það gekk mjög vel. Í raun var allt uppselt á sunnudeginum eftir hádegi og eftirspurn var bara gríðarlega mikil.”Kanínunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga en kjötið unnið í kjötvinnslunni Esju í Reykjavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hefur Matvælastofnun veitt leyfi til að kanínukjötið fari á almennan markað. Birgit er komin með uppskriftabækling og á næstu dögum mun kjötvinnslan Esja senda fyrstu skammtana út til veitingahúsa og síðar verslana. En hvernig er kanínukjöt á bragðið? Birgit segir að sumum Íslendingum finnist það líkjast kalkún. „Ég er nú ekki sammála því. Í raun þarf fólk bara að prófa og smakka sjálft til að finna bragðið út,” svarar Birgit Kositzke. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 næstkomandi þriðjudag verður nánar fjallað um kanínubúið og mannlíf á Hvammstanga. Húnaþing vestra Matur Um land allt Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. Það kemur úr Húnaþingi vestra en þar ræktar þýsk kona holdakanínur til manneldis. Brautryðjandinn Birgit Kositzke kom til Íslands frá Þýskalandi fyrir átta árum en dvölin varð lengri en hún ætlaði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Birgit hafa orðið svo hrifin af Íslandi að hún ákvað að setjast að til frambúðar. Hún ákvað því að skapa sér eitthvert framtíðarstarf. Sjálf hafði hún alist upp við kanínukjöt og saknaði þess að fá það ekki á Íslandi. „Það er bara gott kjöt. Svo fattaði ég með tímanum að það var ekki til,” sagði Birgit, kanínubóndi á Hvammstanga.Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011. Núna eru þær yfir 400 í kanínubúinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Viðskiptahugmyndin var fædd, hún gerði viðskiptaáætlun og tók á leigu gömul fjárhús á bænum Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi, skammt norðan Hvammstanga. Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011, og þær fjölguðu sér auðvitað, - eins og kanínur. Núna eru þær orðnar yfir 400 talsins. Fyrsta tilraunaslátrun var á Hvammstanga fyrir jól og þá fór hún með prufusendingu til Reykjavíkur til að kynna á matarhátíð í Hörpunni. „Það gekk mjög vel. Í raun var allt uppselt á sunnudeginum eftir hádegi og eftirspurn var bara gríðarlega mikil.”Kanínunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga en kjötið unnið í kjötvinnslunni Esju í Reykjavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hefur Matvælastofnun veitt leyfi til að kanínukjötið fari á almennan markað. Birgit er komin með uppskriftabækling og á næstu dögum mun kjötvinnslan Esja senda fyrstu skammtana út til veitingahúsa og síðar verslana. En hvernig er kanínukjöt á bragðið? Birgit segir að sumum Íslendingum finnist það líkjast kalkún. „Ég er nú ekki sammála því. Í raun þarf fólk bara að prófa og smakka sjálft til að finna bragðið út,” svarar Birgit Kositzke. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 næstkomandi þriðjudag verður nánar fjallað um kanínubúið og mannlíf á Hvammstanga.
Húnaþing vestra Matur Um land allt Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira