Þriðji hver krakki í Stykkishólmi liggur í flensu Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2015 10:50 Flensan er að ná hámarki og íbúar Stykkishólms hafa ekki farið varhluta af veikindunum. Flensa herjar nú á landsmenn og virðist vera að ná hámarki. Gunnar Svanlaugsson er skólastjóri grunnskólans í Stykkishólmi og nemendur hans hafa ekki farið varhluta af veikindunum. Einn þriðji nemenda í Grunnskóla Stykkishólms liggur nú í flensu, sem vissulega setur sitt mark á starf skólans. Heilbrigðisráðherra hefur velt upp þeim möguleika að skylda beri börn til bólusetningar. Er þetta eitthvað sem komið hefur til tals innan vébanda gunnskólans í Stykkishólmi? „Það hefur bara verið rætt en ekki með formlegum hætti hvort sprauta beri nemendur. Við erum náttúrlega með starfandi skólahjúkrunarkonu sem heldur utan um þessi verkefni öll. Við eldri, okkur stendur til boða bólusetning, en þetta hefur líka lagt fullorðna fólkið. En, eins og staðan er núna eru 45 til 50 manns heima.“ Ekki hefur komið til þess að fella hafi þurft niður kennslu. „Neinei, þetta leggst nokkuð jafnt á aldurhópana. Reyndar hefur, eins og í síðustu viku, þyngst á yngstu krökkunum. Af 24 nemendum í 1. bekk, til dæmis, þá voru 8 eða 9 nemendur mættir. En, við fellum ekkert úr. Við kennum á fullu. Að sjálfsögðu,“ segir Gunnar skólastjóri á Stykkishólmi. Miðannarpróf standa núna yfir og ljóst að annað námsmat þarf að liggja til grundvallar og sjúkrapróf blasa við eldri nemendum. Landlæknir hefur látið í ljós áhyggjur hversu mjög fjölgar í hópi þeirra sem ekki eru bólusettir. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála. Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Flensa herjar nú á landsmenn og virðist vera að ná hámarki. Gunnar Svanlaugsson er skólastjóri grunnskólans í Stykkishólmi og nemendur hans hafa ekki farið varhluta af veikindunum. Einn þriðji nemenda í Grunnskóla Stykkishólms liggur nú í flensu, sem vissulega setur sitt mark á starf skólans. Heilbrigðisráðherra hefur velt upp þeim möguleika að skylda beri börn til bólusetningar. Er þetta eitthvað sem komið hefur til tals innan vébanda gunnskólans í Stykkishólmi? „Það hefur bara verið rætt en ekki með formlegum hætti hvort sprauta beri nemendur. Við erum náttúrlega með starfandi skólahjúkrunarkonu sem heldur utan um þessi verkefni öll. Við eldri, okkur stendur til boða bólusetning, en þetta hefur líka lagt fullorðna fólkið. En, eins og staðan er núna eru 45 til 50 manns heima.“ Ekki hefur komið til þess að fella hafi þurft niður kennslu. „Neinei, þetta leggst nokkuð jafnt á aldurhópana. Reyndar hefur, eins og í síðustu viku, þyngst á yngstu krökkunum. Af 24 nemendum í 1. bekk, til dæmis, þá voru 8 eða 9 nemendur mættir. En, við fellum ekkert úr. Við kennum á fullu. Að sjálfsögðu,“ segir Gunnar skólastjóri á Stykkishólmi. Miðannarpróf standa núna yfir og ljóst að annað námsmat þarf að liggja til grundvallar og sjúkrapróf blasa við eldri nemendum. Landlæknir hefur látið í ljós áhyggjur hversu mjög fjölgar í hópi þeirra sem ekki eru bólusettir. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála.
Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15
Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36
Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06