Ítalskur landsliðsmaður í rúgbý spilar ekki á næstunni eftir að hafa meiðst á sérstakan hátt.
Martin Castrogiovanni, landsliðsmaður Ítala, var nefnilega bitinn í nefið af hundi sem vinur hans á. Þetta var ekkert smá nart hjá hundinum heldur alvöru bit.
Castrogiovanni þurfti að fara á spítala þar sem saumuð voru 14 spor í nef hans. Hann lætur líklega eiga sig að leika aftur við þennan hund.
Ítalir eru neðstir í sex þjóða-mótinu í rúgbý og verða án Castrogiovanni í leiknum gegn Skotum um næstu helgi.
Bitinn illa í nefið af hundi

Mest lesið

„Hér er allt mögulegt“
Fótbolti


Lagði egóið til hliðar fyrir liðið
Körfubolti

Dramatík á Hlíðarenda
Handbolti


Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn

Van Dijk fær 68 milljónir á viku
Enski boltinn



Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig
Handbolti