Konurnar í sviðsljósinu á UFC 184 Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. febrúar 2015 08:00 Ronda Rousey hefur haft mikla yfirburði í bardögum sínum til þessa. Vísir/Getty UFC 184 fer fram í kvöld þar sem þær Ronda Rousey og Cat Zingano eigast við í aðalbardaga kvöldsins. Konurnar í UFC fá að njóta athyglinnar í kvöld enda eru tveir aðalbardagar kvöldsins spennandi kvennabardagar. Ronda Rousey er orðin ein skærasta stjarnan í heimi bardagaíþrótta í dag. Síðan Rousey sagði skilið við júdó hefur ferill hennar í MMA farið hratt upp á við. Hún hefur klárað alla 10 bardaga sína og eru fáar sem standast henni snúninginn í búrinu. Rousey er með afar sterkan bakgrunn í júdó enda hlaut hún bronsverðlaun á Ólympíuleikunum árið 2008. Aftur á móti hefur hún tekið stórtækum framförum í boxinu á undanförnu og sigrað síðustu tvo andstæðinga sína með tæknilegu rothöggi (sigraði Alexis Davis eftir aðeins 16 sekúndur). Þar áður hafði hún sigrað alla átta bardaga sína á „armbar“ uppgjafartaki. Andstæðingur Rousey í kvöld verður Cat Zingano en líkt og Rousey er Zingano ósigruð í MMA. Zingano hefur átt afar erfitt uppdráttar en auk tveggja hnéaðgerða (sem héldu henni frá keppni í 17 mánuði) framdi eiginmaður hennar sjálfsmorð í ársbyrjun 2014.Barátta Cat Zingano Það eru fleiri áhugaverðir bardagar á dagskrá í kvöld en Holly Holm, margfaldur heimsmeistari í hnefaleikum, þreytir frumraun sína í UFC gegn Raquel Pennington. Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir spáir henni sigri annað kvöld en hún birti spá sína fyrir bardagakvöldið á vef MMA Frétta í gær. Þá mun Gleison Tibau berjast sinn 25. UFC bardaga (það næst mesta í sögu UFC), sem er nokkuð merkilegt þar sem hann hefur aldrei komist nálægt titilbardaga á sínum átta árum í UFC. Bein útsending hefst kl 3 á Stöð 2 Sport en eftirtaldir fimm bardagar eru á dagskrá Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Ronda Rousey gegn Cat Zingano Bantamvigt kvenna: Holly Holm gegn Raquel Pennington Veltivigt: Josh Koscheck gegn Jake Ellenberger Veltivigt: Alan Jouban gegn Richard Walsh Léttvigt: Gleison Tibau gegn Tony Ferguson MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport. 5. júlí 2014 16:45 Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Bardagakvendið Ronda Rousey þyngdi sig fyrir myndatökuna hjá Sports Illustrated. 10. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sjá meira
UFC 184 fer fram í kvöld þar sem þær Ronda Rousey og Cat Zingano eigast við í aðalbardaga kvöldsins. Konurnar í UFC fá að njóta athyglinnar í kvöld enda eru tveir aðalbardagar kvöldsins spennandi kvennabardagar. Ronda Rousey er orðin ein skærasta stjarnan í heimi bardagaíþrótta í dag. Síðan Rousey sagði skilið við júdó hefur ferill hennar í MMA farið hratt upp á við. Hún hefur klárað alla 10 bardaga sína og eru fáar sem standast henni snúninginn í búrinu. Rousey er með afar sterkan bakgrunn í júdó enda hlaut hún bronsverðlaun á Ólympíuleikunum árið 2008. Aftur á móti hefur hún tekið stórtækum framförum í boxinu á undanförnu og sigrað síðustu tvo andstæðinga sína með tæknilegu rothöggi (sigraði Alexis Davis eftir aðeins 16 sekúndur). Þar áður hafði hún sigrað alla átta bardaga sína á „armbar“ uppgjafartaki. Andstæðingur Rousey í kvöld verður Cat Zingano en líkt og Rousey er Zingano ósigruð í MMA. Zingano hefur átt afar erfitt uppdráttar en auk tveggja hnéaðgerða (sem héldu henni frá keppni í 17 mánuði) framdi eiginmaður hennar sjálfsmorð í ársbyrjun 2014.Barátta Cat Zingano Það eru fleiri áhugaverðir bardagar á dagskrá í kvöld en Holly Holm, margfaldur heimsmeistari í hnefaleikum, þreytir frumraun sína í UFC gegn Raquel Pennington. Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir spáir henni sigri annað kvöld en hún birti spá sína fyrir bardagakvöldið á vef MMA Frétta í gær. Þá mun Gleison Tibau berjast sinn 25. UFC bardaga (það næst mesta í sögu UFC), sem er nokkuð merkilegt þar sem hann hefur aldrei komist nálægt titilbardaga á sínum átta árum í UFC. Bein útsending hefst kl 3 á Stöð 2 Sport en eftirtaldir fimm bardagar eru á dagskrá Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Ronda Rousey gegn Cat Zingano Bantamvigt kvenna: Holly Holm gegn Raquel Pennington Veltivigt: Josh Koscheck gegn Jake Ellenberger Veltivigt: Alan Jouban gegn Richard Walsh Léttvigt: Gleison Tibau gegn Tony Ferguson
MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport. 5. júlí 2014 16:45 Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Bardagakvendið Ronda Rousey þyngdi sig fyrir myndatökuna hjá Sports Illustrated. 10. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sjá meira
Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45
UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport. 5. júlí 2014 16:45
Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Bardagakvendið Ronda Rousey þyngdi sig fyrir myndatökuna hjá Sports Illustrated. 10. febrúar 2015 12:00