Náttúrupassinn: Ósammála um hvort grundvallaratriðin hafi verið rædd Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. febrúar 2015 11:10 Nefndarmenn eru alls ekki á einu máli um náttúrupassann of forsendur hans. Vísir/Vilhelm/Anton/Vilhelm Skiptar skoðanir eru á stöðu náttúrupassanns í atvinnuveganefnd Alþingis. Vísir ræddi við nokkra nefndarmenn fyrir helgi eftir að fyrsti fundur nefndarinnar hafði verið haldinn eftir að málinu var vísað þangað. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, sagðist bjartsýnn á að málið næðist úr nefnd en sagði að það yrði að öllum líkindum breytt frá því sem það er í dag. Aðrir segja að grundvallarumræða um hvort það eigi yfir höfuð að taka gjald af ferðamönnum sé eftir.Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis.Vísir/VilhelmFormaðurinn reiknar með breytingumJón segir að málið muni taka breytingum í nefndinni en að það verði afgreitt á tiltölulega skömmum tíma. „Mér finnst vera ákveðinn samhljómur í fólki gagnvart ákveðnum leiðum í þessu þannig að ég geri mér vonir um það að við náum nokkuð víðtækri sátt,“ segir hann. „Það verður þverpólitískur hópur á vegum nefndarinnar sem mun fjalla um þetta mál og hafa samband við hagsmunaaðila og slíkt og sjá hvort að hægt er að lenda þessu í góðri niðurstöðu sem víðtækari sátt getur orðið um.“ Verða gerðar grundvallarbreytingar á frumvarpinu í nefndinni? „Þó að margt í vinnu ráðuneytisins sé mjög gott og sú greiningarvinna sem þar hefur farið fram og yfirferð þá sýnist mér að til að ná betri sátt um þetta, bæði við hagsmunaaðila og innan þingsins, þá þurfi að gera á því nokkrar breytingar,“ svarar hann. Jón segir að innheimtuaðferðin sé stærsta vandamálið og telur hann líklegt að farin verði blönduð leið til að ná víðtækari sátt. Jón segir þó að grundvallaratriðin hafi verið rædd og að flestir séu sammála um að það þurfi að taka gjald af ferðamönnum. „Mér finnst það nú kannski vera stóra atriðið í þessu máli að það eru allir sammála, eða allflestir allavega, og um það er ekki andstaða á mill þings og hagsmunaaðila, um að finna leið þar sem gjaldtaka gæti verið skynsamleg. Þá er það gjaldtaka sem lendir á ferðamönnum með einum eða öðrum hætti,“ segir hann en bætir við að gjaldtakan þurfi að vera hófleg og skila sér beint í þau verkefni sem til er ætlast. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar og fulltrúi í nefndinni.Vísir/AntonVantar skref í ferliðBjört Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, er ósammála Jóni og segir að enn eigi eftir að taka umræðu um grundvallarmál varðandi náttúrupassann. „Mér finnst við búin að taka mörg skref í einu. Við byrjum að ræða náttúrupassann og svo er eins og það sé búið að ákveða þar með að fara í einhverja sérstaka gjaldtöku af ferðamönnum,“ segir hún. Hún bendir á að ferðaþjónustan sé stærsta atvinnugreinin og að tekjur af henni séu nú þegar miklar. „Við erum aldrei búin að stoppa og hugsa: Erum við ekki að taka bara nóg gjald af ferðamönnum nú þegar? Þetta er stærsta atvinnugreinin okkar, hvað eru þeir að borga inn í hagkerfið okkar nú þegar? Það er nóg í öðrum greinum. Af hverju erum við ekki að nota skattpeningana í innviðauppbyggingu?“ spyr Björt. „Mér finnst við vera að hoppa yfir þessa umræðu.“ Nefndin mun fjalla ítarlega um málið og er von á að sú vinna geti tekið talsverðan tíma. Búið er að óska eftir umsögnum um frumvarpið og hafa einstaklingar og lögaðilar 10 daga til stefnu. Nefndin sendi 171 umsagnarbeiðni auk þess sem óskað hefur verið eftir umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. Þá munu gestir koma á fund nefndarinnar til að ræða málið.Lilja Rafney Magnúsdóttir, situr í nefndinni fyrir Vinstri græna.Vísir/VilhelmUmræðan á upphafsreitLilja Rafney Magnúsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í atvinnuveganefnd, segir frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra vera vont. „Það eru flestir á því að málið eins og það er er ekki í lagi og vilja gera breytingar á því. Mismiklar. Ég á von á að málið taki miklum breytingum í nefndinni,“ segir hún. Lilja segir nefndarmenn vera gagnrýna á frumvarpið eins og það sé í dag. Hún er sammála Björt um að ekki sé búið að taka grundvallarumræðuna um hvort eigi að taka gjald og þá af hverjum. „Mér finnst einhvern veginn að menn séu komnir aftur á svolítinn upphafsreit í umræðunni. Menn tala um blandaða leið gistináttagjalds og þá komu- og brottfaragjalds á flugi,“ segir hún. Lilja reiknar með mikilli og erfiðri vinnu við málið fram undan. „Ég held að það sé hæpið að það gerist á næstunni að niðurstaða fáist í þetta mál,“ segir hún. „Það er alveg þvert á flokka mjög mikil gagnrýni á málið eins og það er.“ Alþingi Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á stöðu náttúrupassanns í atvinnuveganefnd Alþingis. Vísir ræddi við nokkra nefndarmenn fyrir helgi eftir að fyrsti fundur nefndarinnar hafði verið haldinn eftir að málinu var vísað þangað. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, sagðist bjartsýnn á að málið næðist úr nefnd en sagði að það yrði að öllum líkindum breytt frá því sem það er í dag. Aðrir segja að grundvallarumræða um hvort það eigi yfir höfuð að taka gjald af ferðamönnum sé eftir.Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis.Vísir/VilhelmFormaðurinn reiknar með breytingumJón segir að málið muni taka breytingum í nefndinni en að það verði afgreitt á tiltölulega skömmum tíma. „Mér finnst vera ákveðinn samhljómur í fólki gagnvart ákveðnum leiðum í þessu þannig að ég geri mér vonir um það að við náum nokkuð víðtækri sátt,“ segir hann. „Það verður þverpólitískur hópur á vegum nefndarinnar sem mun fjalla um þetta mál og hafa samband við hagsmunaaðila og slíkt og sjá hvort að hægt er að lenda þessu í góðri niðurstöðu sem víðtækari sátt getur orðið um.“ Verða gerðar grundvallarbreytingar á frumvarpinu í nefndinni? „Þó að margt í vinnu ráðuneytisins sé mjög gott og sú greiningarvinna sem þar hefur farið fram og yfirferð þá sýnist mér að til að ná betri sátt um þetta, bæði við hagsmunaaðila og innan þingsins, þá þurfi að gera á því nokkrar breytingar,“ svarar hann. Jón segir að innheimtuaðferðin sé stærsta vandamálið og telur hann líklegt að farin verði blönduð leið til að ná víðtækari sátt. Jón segir þó að grundvallaratriðin hafi verið rædd og að flestir séu sammála um að það þurfi að taka gjald af ferðamönnum. „Mér finnst það nú kannski vera stóra atriðið í þessu máli að það eru allir sammála, eða allflestir allavega, og um það er ekki andstaða á mill þings og hagsmunaaðila, um að finna leið þar sem gjaldtaka gæti verið skynsamleg. Þá er það gjaldtaka sem lendir á ferðamönnum með einum eða öðrum hætti,“ segir hann en bætir við að gjaldtakan þurfi að vera hófleg og skila sér beint í þau verkefni sem til er ætlast. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar og fulltrúi í nefndinni.Vísir/AntonVantar skref í ferliðBjört Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, er ósammála Jóni og segir að enn eigi eftir að taka umræðu um grundvallarmál varðandi náttúrupassann. „Mér finnst við búin að taka mörg skref í einu. Við byrjum að ræða náttúrupassann og svo er eins og það sé búið að ákveða þar með að fara í einhverja sérstaka gjaldtöku af ferðamönnum,“ segir hún. Hún bendir á að ferðaþjónustan sé stærsta atvinnugreinin og að tekjur af henni séu nú þegar miklar. „Við erum aldrei búin að stoppa og hugsa: Erum við ekki að taka bara nóg gjald af ferðamönnum nú þegar? Þetta er stærsta atvinnugreinin okkar, hvað eru þeir að borga inn í hagkerfið okkar nú þegar? Það er nóg í öðrum greinum. Af hverju erum við ekki að nota skattpeningana í innviðauppbyggingu?“ spyr Björt. „Mér finnst við vera að hoppa yfir þessa umræðu.“ Nefndin mun fjalla ítarlega um málið og er von á að sú vinna geti tekið talsverðan tíma. Búið er að óska eftir umsögnum um frumvarpið og hafa einstaklingar og lögaðilar 10 daga til stefnu. Nefndin sendi 171 umsagnarbeiðni auk þess sem óskað hefur verið eftir umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. Þá munu gestir koma á fund nefndarinnar til að ræða málið.Lilja Rafney Magnúsdóttir, situr í nefndinni fyrir Vinstri græna.Vísir/VilhelmUmræðan á upphafsreitLilja Rafney Magnúsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í atvinnuveganefnd, segir frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra vera vont. „Það eru flestir á því að málið eins og það er er ekki í lagi og vilja gera breytingar á því. Mismiklar. Ég á von á að málið taki miklum breytingum í nefndinni,“ segir hún. Lilja segir nefndarmenn vera gagnrýna á frumvarpið eins og það sé í dag. Hún er sammála Björt um að ekki sé búið að taka grundvallarumræðuna um hvort eigi að taka gjald og þá af hverjum. „Mér finnst einhvern veginn að menn séu komnir aftur á svolítinn upphafsreit í umræðunni. Menn tala um blandaða leið gistináttagjalds og þá komu- og brottfaragjalds á flugi,“ segir hún. Lilja reiknar með mikilli og erfiðri vinnu við málið fram undan. „Ég held að það sé hæpið að það gerist á næstunni að niðurstaða fáist í þetta mál,“ segir hún. „Það er alveg þvert á flokka mjög mikil gagnrýni á málið eins og það er.“
Alþingi Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Sjá meira