„Okkur hefur tekist að semja um meginatriðin,“ er haft eftir Putin á vef BBC. Francois Hollande sagði þó að ekki væri búið að semja um öll deiluatriðin. Þá sagði Putin að yfirvöld í Kænugarði vildu enn ekki semja beint við aðskilnaðarsinna.
Búið er að semja um að þungavopn, eins og stórskotalið verði flutt frá víglínunni og að stofnað verði vopnlaust svæði á milli stríðandi fylkinga. Þá sagði Putin að stjórnarskrá Úkraínu yrði breytt með tilliti til réttinda rússneskumælandi íbúa Austur-Úkraínu.
Samkvæmt AP fréttaveitunni segja þó bæði stjórnarherinn og aðskilnaðarsinnar í Austur-Úkraínu að barist hafi verið á svæðinu í morgun.
Yanukovych invented it. Didn't end well for him RT @andersostlund: Anxiety? Putin breaks pencil at #Minsk talks. pic.twitter.com/00OpswPmzq
— Myroslava Petsa (@myroslavapetsa) February 12, 2015
Hollande, Merkel og Poroshenko munu nú biðja Evrópusambandið um að styðja samkomulagið.
Á vef Sky News kemur fram að bæði stjórnvöld í Kænugarði og aðskilnaðarsinnar séu óánægðir með samkomulagið.