Lars um 38 ára þjálfaraferil: Mín bestu ár verið á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2015 15:30 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2016 síðasta vetur. Það pakkaði Tyrklandi og Lettlandi saman, 3-0, og vann svo sögulegan sigur á Hollandi, 2-0, í Dalnum. Spennan var mikil fyrir leikinn gegn Tékklandi úti sem var barátta um efsta sæti riðilsins fyrir langt frí frá landsleikjum. Þar töpuðu strákarnir okkar, 2-1.Sjá einnig:Lars: Zlatan þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sín og því rak ég hann heim Í fyrirlestri sínum á aðalfundi Félags Atvinnurekanda í gær, þar sem Svíinn var gestafyrirlesari, talaði hann um leikina gegn Hollandi og Tékklandi. „Þegar við spiluðum á móti Hollandi var stuðullinn 5,60 á sigur okkar en 1,60 á sigur Hollands,“ sagði hann, en fæstir bjuggust við sigri okkar manna. „Þegar svona er í pottinn búið er auðvelt að hvetja leikmenn áfram. Við sögðum við þá að láta bara fæturnar tala fyrir þá. Það skipti engu máli hvort Hollendingarnir sögðust vera betri eða fjölmiðlarnir sögðu okkur ekki geta unnið. Þeir áttu bara að fara út á völl og vinna leikinn.“Lars hefur notið þess að þjálfa þessa stráka.vísir/andri marinóLiðið fór ansi hátt eftir sigurinn. Umfjöllunin var gríðarleg og komst Ísland í 28. sæti heimslistans. Svo hátt hafði það aldrei komist áður og var það í einn mánuð besta landslið Norðurlanda samkvæmt FIFA-listanum. „Það er alltaf hættulegt þegar vel gengur því þá vill verða að menn einbeiti sér ekki alveg 100 prósent. Ég veit samt ekki hvort það var ástæðan fyrir tapinu gegn Tékklandi. En það sem gerist er að menn sækja ekki jafn mikið. Og það fannst mér gerast gegn Tékkum. Það vantaði að taka frumkvæði og það gerist þegar menn halda sig betri en þeir eru,“ sagði Lars. „Maður þarf alltaf að leggja sig 100 prósent fram til að koma í veg fyrir mistök. Vanalega koma mörk eftir mistök eða lið hefur misst boltann. Maður er svo mikið án boltans og því verða menn að einbeita sér.“ Hann kom inn á einkalíf leikmanna og sagði þá verða að fá að reyna að lifa venjulegu lífi. Þeir væru aftur á móti í þessu til að vinna og þyrftu því að haga sér eins og menn. „Það fer mikil orka í þetta og því geta menn ekki verið að drekka og skemmta sér. Auðvitað verða menn að fá að lifa lífinu eins og fólk en þegar við erum saman verða menn að einbeita sér. Við spilum fyrir Ísland og ætlum okkur á EM.“ Lars Lagerbäck hóf þjálfaraferilinn fyrir 38 árum þegar hann tók við Kilafors IF í heimalandinu. Hann þjálfaði sænska landsliðið í ellefu ár og kom því fimm sinnum á stórmót auk þess sem hann stýrði Nígeríu á HM 2010. Árin fjögur á Íslandi hafa þó glatt hann mest. „Það hefur veitt mér mikla ánægju að vera hér á Íslandi, bæði hér með ykkur í dag og að þjálfa landsliðið. Þessi ár með íslenska liðið hafa líklega verið mín bestu á ferlinum. Hér hefur verið yndislegt að starfa,“ sagði Lars Lagerbäck. Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur. Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2016 síðasta vetur. Það pakkaði Tyrklandi og Lettlandi saman, 3-0, og vann svo sögulegan sigur á Hollandi, 2-0, í Dalnum. Spennan var mikil fyrir leikinn gegn Tékklandi úti sem var barátta um efsta sæti riðilsins fyrir langt frí frá landsleikjum. Þar töpuðu strákarnir okkar, 2-1.Sjá einnig:Lars: Zlatan þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sín og því rak ég hann heim Í fyrirlestri sínum á aðalfundi Félags Atvinnurekanda í gær, þar sem Svíinn var gestafyrirlesari, talaði hann um leikina gegn Hollandi og Tékklandi. „Þegar við spiluðum á móti Hollandi var stuðullinn 5,60 á sigur okkar en 1,60 á sigur Hollands,“ sagði hann, en fæstir bjuggust við sigri okkar manna. „Þegar svona er í pottinn búið er auðvelt að hvetja leikmenn áfram. Við sögðum við þá að láta bara fæturnar tala fyrir þá. Það skipti engu máli hvort Hollendingarnir sögðust vera betri eða fjölmiðlarnir sögðu okkur ekki geta unnið. Þeir áttu bara að fara út á völl og vinna leikinn.“Lars hefur notið þess að þjálfa þessa stráka.vísir/andri marinóLiðið fór ansi hátt eftir sigurinn. Umfjöllunin var gríðarleg og komst Ísland í 28. sæti heimslistans. Svo hátt hafði það aldrei komist áður og var það í einn mánuð besta landslið Norðurlanda samkvæmt FIFA-listanum. „Það er alltaf hættulegt þegar vel gengur því þá vill verða að menn einbeiti sér ekki alveg 100 prósent. Ég veit samt ekki hvort það var ástæðan fyrir tapinu gegn Tékklandi. En það sem gerist er að menn sækja ekki jafn mikið. Og það fannst mér gerast gegn Tékkum. Það vantaði að taka frumkvæði og það gerist þegar menn halda sig betri en þeir eru,“ sagði Lars. „Maður þarf alltaf að leggja sig 100 prósent fram til að koma í veg fyrir mistök. Vanalega koma mörk eftir mistök eða lið hefur misst boltann. Maður er svo mikið án boltans og því verða menn að einbeita sér.“ Hann kom inn á einkalíf leikmanna og sagði þá verða að fá að reyna að lifa venjulegu lífi. Þeir væru aftur á móti í þessu til að vinna og þyrftu því að haga sér eins og menn. „Það fer mikil orka í þetta og því geta menn ekki verið að drekka og skemmta sér. Auðvitað verða menn að fá að lifa lífinu eins og fólk en þegar við erum saman verða menn að einbeita sér. Við spilum fyrir Ísland og ætlum okkur á EM.“ Lars Lagerbäck hóf þjálfaraferilinn fyrir 38 árum þegar hann tók við Kilafors IF í heimalandinu. Hann þjálfaði sænska landsliðið í ellefu ár og kom því fimm sinnum á stórmót auk þess sem hann stýrði Nígeríu á HM 2010. Árin fjögur á Íslandi hafa þó glatt hann mest. „Það hefur veitt mér mikla ánægju að vera hér á Íslandi, bæði hér með ykkur í dag og að þjálfa landsliðið. Þessi ár með íslenska liðið hafa líklega verið mín bestu á ferlinum. Hér hefur verið yndislegt að starfa,“ sagði Lars Lagerbäck. Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur.
Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira