Því eru alls 284 flóttamenn um borð í varðskipinu Tý sem siglir nú áleiðis til Ítalíu og áætlar komu til hafnar í Augasta á Sikiley um miðjan dag í dag.

Af þeim 284 flóttamönnum sem eru um borð í Tý er nokkrar barnshafandi konur og eru allir sagðir í góðu skjóli innandyra og njóta aðhlynningar varðskipaáhafnarinnar en Landhelgisgæslan segir fólkið þrekað og skelkað eftir að hafa siglt á þessu erfiða hafsvæði á litlum opnum bátum.
Landhelgisgæslan segir fjölda fólks hafa verið bjargað á þessu svæði síðustu daga og svo virðist sem mikið flæði flóttafólks sé nú frá Líbíu áleiðis til Ítalíu. Varðskipið Týr verður áfram við björgunarstörf á þessu svæði á næstunni.
Sjá nánar á vef Landhelgisgæslunnar hér.