Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 30-32 | Björgvin sá um FH Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 19. febrúar 2015 13:45 Benedikt Reynir Kristinsson, hornamaður FH. vísir/andri marinó ÍR vann frábæran sigur á FH, 32-30, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í Kaplakrika. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í liði ÍR og skoraði hann tíu mörk. FH-ingar hafa þá tapað þremur í röð. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær í liði FH og gerði 11 mörk. Hann gerði aftur á móti of mörg mistök. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og náði hvorugt liðið einhverju almennilegu forskoti. Flottur handbolti hjá báðum liðum og gæðin nokkuð mikil en Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, var frábær í fyrri hálfleiknum og réðu varnarmenn FH illa við hann. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, byrjaði á bekknum en kom fljótlega inn á. Hann tók strax til sinna ráða og fór að verja vel. ÍR-ingar voru að finna taktinn og það var honum að þakka að liðið myndi ekki ná upp nokkra marka forskoti. Ásbjörn Friðriksson hjá FH, var að leika virkilega vel en ÍR-ingar voru þrátt fyrir það ívið sterkari þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum og höfðu þeir tveggja marka forskot í hálfleik, 16-14. Liðin voru ekki að finna sig á upphafsmínútum síðari hálfleiks og gerðu bæði fullt af mistökum. Þegar leið á hálfleikinn náðu ÍR-ingar að sýna ákveðið frumkvæði og voru skrefinu á undan. Áfram hélt Björgvin Hólmgeirsson og var hann allt í öllu hjá liðinu, ásamt Arnóri Frey Stefánssyni í marki ÍR. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum höfðu ÍR-ingar náð fjögurra marka forskoti, 25-21, en FH-ingar neituðu að gefast upp. Þeir minnkuðu strax muninn niður í tvö mörk. Síðustu tíu mínútur leiksins voru spennandi en það voru gestirnir í ÍR sem voru að lokum sterkari. Liðið vann að lokum tveggja marka sigur 32-30. Eins og áður segir var Björgvin Hólmgeirsson ótrúlegur í þessum leik og þá má alveg slá því föstu að hann á ekki að spila í Olís-deildinni. Björgvin gerði tíu mörk í leiknum og úr öllum regnbogans litum. Halldór: Tökum allt of oft ranga ákvörðun„Við erum með sautján tapaða bolta í þessum leik og þá er erfitt að vinna leik,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að keyra rosalega illa seinni bylgjuna og komum illa til baka. Við virðumst taka rangar ákvarðanir þegar á hólminn er komið og það þurfum við að skoða.“ Halldór segir að liðið hafi spilað fimm leiki á tveimur vikum og það sé kannski farið að segja til sín. „Það er samt ekki eins og þetta ÍR-lið sé að spila á mörgum mönnum. Það vantaði bara viljann í mína menn og einnig þurftu menn að vera aðeins klókari á köflum.“ Einar: Andlega sterkt að vinna í kvöld„Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur í kvöld,“ segir Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við erum ekki búnir að ná okkur á strik eftir jól og því var mikilvægt að ná í tvö stig hér. Þetta var mikilvægt upp á andlegu hliðina að gera. Við höfum verið að spila ágætlega, en verið að klúðra leikjunum sjálfir.“ Einar segir að þegar vörnin og markvarslan hafi farið að ganga hafi verið erfitt að stöðva liðið. „Ég var nokkuð sáttur með allan leikinn hjá okkur. Þeir koma alltaf aftur til baka og við réðu vel við það. Bjöggi bróðir var frábær í kvöld. Hann var aftur á móti bara lélegur í síðustu tveimur leikjum en sýndi í kvöld hvernig menn svara því,“ sagði Einar um frammistaði bróður síns sem gerði tíu mörk í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
ÍR vann frábæran sigur á FH, 32-30, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í Kaplakrika. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í liði ÍR og skoraði hann tíu mörk. FH-ingar hafa þá tapað þremur í röð. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær í liði FH og gerði 11 mörk. Hann gerði aftur á móti of mörg mistök. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og náði hvorugt liðið einhverju almennilegu forskoti. Flottur handbolti hjá báðum liðum og gæðin nokkuð mikil en Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, var frábær í fyrri hálfleiknum og réðu varnarmenn FH illa við hann. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, byrjaði á bekknum en kom fljótlega inn á. Hann tók strax til sinna ráða og fór að verja vel. ÍR-ingar voru að finna taktinn og það var honum að þakka að liðið myndi ekki ná upp nokkra marka forskoti. Ásbjörn Friðriksson hjá FH, var að leika virkilega vel en ÍR-ingar voru þrátt fyrir það ívið sterkari þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum og höfðu þeir tveggja marka forskot í hálfleik, 16-14. Liðin voru ekki að finna sig á upphafsmínútum síðari hálfleiks og gerðu bæði fullt af mistökum. Þegar leið á hálfleikinn náðu ÍR-ingar að sýna ákveðið frumkvæði og voru skrefinu á undan. Áfram hélt Björgvin Hólmgeirsson og var hann allt í öllu hjá liðinu, ásamt Arnóri Frey Stefánssyni í marki ÍR. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum höfðu ÍR-ingar náð fjögurra marka forskoti, 25-21, en FH-ingar neituðu að gefast upp. Þeir minnkuðu strax muninn niður í tvö mörk. Síðustu tíu mínútur leiksins voru spennandi en það voru gestirnir í ÍR sem voru að lokum sterkari. Liðið vann að lokum tveggja marka sigur 32-30. Eins og áður segir var Björgvin Hólmgeirsson ótrúlegur í þessum leik og þá má alveg slá því föstu að hann á ekki að spila í Olís-deildinni. Björgvin gerði tíu mörk í leiknum og úr öllum regnbogans litum. Halldór: Tökum allt of oft ranga ákvörðun„Við erum með sautján tapaða bolta í þessum leik og þá er erfitt að vinna leik,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að keyra rosalega illa seinni bylgjuna og komum illa til baka. Við virðumst taka rangar ákvarðanir þegar á hólminn er komið og það þurfum við að skoða.“ Halldór segir að liðið hafi spilað fimm leiki á tveimur vikum og það sé kannski farið að segja til sín. „Það er samt ekki eins og þetta ÍR-lið sé að spila á mörgum mönnum. Það vantaði bara viljann í mína menn og einnig þurftu menn að vera aðeins klókari á köflum.“ Einar: Andlega sterkt að vinna í kvöld„Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur í kvöld,“ segir Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við erum ekki búnir að ná okkur á strik eftir jól og því var mikilvægt að ná í tvö stig hér. Þetta var mikilvægt upp á andlegu hliðina að gera. Við höfum verið að spila ágætlega, en verið að klúðra leikjunum sjálfir.“ Einar segir að þegar vörnin og markvarslan hafi farið að ganga hafi verið erfitt að stöðva liðið. „Ég var nokkuð sáttur með allan leikinn hjá okkur. Þeir koma alltaf aftur til baka og við réðu vel við það. Bjöggi bróðir var frábær í kvöld. Hann var aftur á móti bara lélegur í síðustu tveimur leikjum en sýndi í kvöld hvernig menn svara því,“ sagði Einar um frammistaði bróður síns sem gerði tíu mörk í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira