Syprzak tryggði Pólverjum bronsið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2015 15:38 Michal Jurecki skorar eitt þriggja marka sinna gegn Spánverjum í dag. vísir/afp Pólland tryggði sér bronsverðlaun á HM í Katar með eins marks sigri, 29-28, á Spáni í framlengdum leik um 3. sætið í Lusail í dag. Þetta er í þriðja sinn sem Pólverjar vinna brons á HM, en það gerðu þeir einnig árin 1982 og 2009. Pólverjar byrjuðu leikinn betur, skoruðu fyrstu þrjú mörkin og náðu tvívegis fjögurra marka forskoti (5-1 og 6-2). Spánverjar unnu sig hægt og sígandi inn í leikinn og náðu að jafna í 11-11 þegar sjö og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Staðan var svo jöfn í hálfleik, 13-13. Heimsmeistararnir voru jafnan fyrri til að skora í byrjun seinni hálfleiks en alltaf jöfnuðu Pólverjar. Spánverjar tóku svo völdin um miðjan seinni hálfleik og breyttu stöðunni úr 17-17 í 18-22. Pólverjar höfðu hins vegar ekki sagt sitt síðasta og náðu í þrígang að minnka muninn í eitt mark og það var síðan örvhenta skyttan Michal Szyba sem tryggði Póllandi framlengingu þegar hann jafnaði í 24-24 með sínu áttunda marki. Pólverjar voru alltaf á undan að skora í framlengingunni og unnu að lokum eins marks sigur, 29-28. Það var línumaðurinn Kamil Syprzak sem skoraði sigurmark Póllands þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum. Szyba var markahæstur í liði Pólverja með átta mörk en Syprzak kom næstur með sex. Þá skoraði Adam Wisniewski fjögur mörk úr vinstra horninu. Victor Tomás skoraði sjö mörk fyrir Spánverja en Antonio García kom næstur með fimm. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Pólverjar sendu Staffan og sænska landsliðið heim Pólverjar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar eftir fjögurra marka sigur á Svíþjóð, 24-20, í sextán liða úrslitunum í dag. 26. janúar 2015 17:05 Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Pólverjar skelltu Króötum Pólverjar tryggðu sér sæti í undanúrslitum HM í handbolta eftir spennutrylli gegn Króötum. 28. janúar 2015 17:10 Katar komið í úrslit á HM Ævintýri fjölþjóðalandsliðs Katar í handbolta hélt áfram í dag er liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik HM. Það sá enginn fyrir að gæti gerst. 30. janúar 2015 17:08 Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35 Hálfs árs bann fyrir mótmæli Pólverja Leikmenn pólska landsliðsins sluppu við refsingu en starfsmaður í þjálfaraliðinu fékk langt bann. 1. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Pólland tryggði sér bronsverðlaun á HM í Katar með eins marks sigri, 29-28, á Spáni í framlengdum leik um 3. sætið í Lusail í dag. Þetta er í þriðja sinn sem Pólverjar vinna brons á HM, en það gerðu þeir einnig árin 1982 og 2009. Pólverjar byrjuðu leikinn betur, skoruðu fyrstu þrjú mörkin og náðu tvívegis fjögurra marka forskoti (5-1 og 6-2). Spánverjar unnu sig hægt og sígandi inn í leikinn og náðu að jafna í 11-11 þegar sjö og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Staðan var svo jöfn í hálfleik, 13-13. Heimsmeistararnir voru jafnan fyrri til að skora í byrjun seinni hálfleiks en alltaf jöfnuðu Pólverjar. Spánverjar tóku svo völdin um miðjan seinni hálfleik og breyttu stöðunni úr 17-17 í 18-22. Pólverjar höfðu hins vegar ekki sagt sitt síðasta og náðu í þrígang að minnka muninn í eitt mark og það var síðan örvhenta skyttan Michal Szyba sem tryggði Póllandi framlengingu þegar hann jafnaði í 24-24 með sínu áttunda marki. Pólverjar voru alltaf á undan að skora í framlengingunni og unnu að lokum eins marks sigur, 29-28. Það var línumaðurinn Kamil Syprzak sem skoraði sigurmark Póllands þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum. Szyba var markahæstur í liði Pólverja með átta mörk en Syprzak kom næstur með sex. Þá skoraði Adam Wisniewski fjögur mörk úr vinstra horninu. Victor Tomás skoraði sjö mörk fyrir Spánverja en Antonio García kom næstur með fimm.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Pólverjar sendu Staffan og sænska landsliðið heim Pólverjar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar eftir fjögurra marka sigur á Svíþjóð, 24-20, í sextán liða úrslitunum í dag. 26. janúar 2015 17:05 Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Pólverjar skelltu Króötum Pólverjar tryggðu sér sæti í undanúrslitum HM í handbolta eftir spennutrylli gegn Króötum. 28. janúar 2015 17:10 Katar komið í úrslit á HM Ævintýri fjölþjóðalandsliðs Katar í handbolta hélt áfram í dag er liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik HM. Það sá enginn fyrir að gæti gerst. 30. janúar 2015 17:08 Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35 Hálfs árs bann fyrir mótmæli Pólverja Leikmenn pólska landsliðsins sluppu við refsingu en starfsmaður í þjálfaraliðinu fékk langt bann. 1. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Pólverjar sendu Staffan og sænska landsliðið heim Pólverjar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar eftir fjögurra marka sigur á Svíþjóð, 24-20, í sextán liða úrslitunum í dag. 26. janúar 2015 17:05
Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33
Pólverjar skelltu Króötum Pólverjar tryggðu sér sæti í undanúrslitum HM í handbolta eftir spennutrylli gegn Króötum. 28. janúar 2015 17:10
Katar komið í úrslit á HM Ævintýri fjölþjóðalandsliðs Katar í handbolta hélt áfram í dag er liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik HM. Það sá enginn fyrir að gæti gerst. 30. janúar 2015 17:08
Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35
Hálfs árs bann fyrir mótmæli Pólverja Leikmenn pólska landsliðsins sluppu við refsingu en starfsmaður í þjálfaraliðinu fékk langt bann. 1. febrúar 2015 12:00