Er ekki kominn tími til að leggja IHF niður? 6. febrúar 2015 11:00 Pólverjar klappa fyrir serbnesku dómurunum sem hjálpuðu Katar í úrslit á HM. vísir/epa Christer Ahl, fyrrum formaður dómaranefndar IHF, vandar sínum gömlu félögum ekki kveðjurnar. „Þetta átti að vera mót þar sem fókusinn væri á bestu mönnunum og skemmtuninni sem svona móti fylgir. En að þessu sinni höfðu IHF og Katarar haft samráð á mörgum sviðum og fókusinn var því á málaliðunum í landsliði Katar. Þeir fengu oftar en ekki forgjöf og ósamræmi í dómgæslu réð á stundum úrslitum í þeirra leikjum,“ skrifar Ahl í pistli sem var birtur á dögunum. Hann gagnrýnir einnig að Katar hafi fengið að halda þetta mót yfir höfuð. Ahl segir reglur IHF líka vafasamar og þessar vafasömu reglur hafi Katar nýtt sér til þess að kaupa nýtt lið. Hann segir dómara frá Katar einnig hafa eyðilagt leiki á mótinu.Dómararnir eyðilögðu mikilvæga leiki „Þeir voru algjörlega vanhæfir og fengu að eyðileggja nokkra mikilvæga leiki. Til að mynda leik Brasilíu og Króatíu. Þar komu dómararnir í veg fyrir að Brasilía kæmist í átta liða úrslit,“ skrifar Ahl og gefur svo í skyn að yfirmaður dómaramála hlyti að hafa fengið skipanir að ofan að setja þessa dómara á leikinn. Eins og Kjartan Steinbach, forveri Ahl í starfi, kom inn á þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum, þá var engu líkara en dómararnir hefðu reynt að flauta Katar alla leið í úrslit mótsins. Ahl er á sama máli. „Það var engu líkara en það væri verið að reyna að ryðja veginn fyrir þá. Það var grunsamlegt að allir þeir dómarar sem hafa það orðspor að standa í lappirnar undir pressu fengu ekki að koma nálægt leikjum Katar í útsláttarkeppninni. Ekki eins sterkir dómarar dæmdu þá leiki og hlutlausir sáu að dómararnir höfðu mikið að gera með útkomu leikjanna. Fyrir vikið voru Austurríkismenn, Þjóðverjar og Pólverjar brjálaðir eftir leikina.“Christer Ahl.Er hægt að taka HM í handbolta alvarlega? Ahl talar í pistli sínum einnig um HM 2007 þar sem hann segir IHF hafa „skuldað“ Þjóðverjum gullverðlaun. Hann segir margt hafa verið gert til þess að hjálpa Þjóðverjum að fá gullið. Hann segist einnig hafa fengið hótanir eftir úrslitaleikinn á HM 2009 þar sem Frakkland vann Króatíu. Þá var honum hótað fyrir að setja dómara á leikinn sem væru þekktir fyrir að vera sanngjarnir og hlutlausir á leikinn. Ahl gagnrýnir einnig harkalega nýju línuna sem var sett upp í Katar en þá var leikmönnum kastað af velli fyrir litlar sem engar sakir. Þessar nýju áherslur voru kynntar fyrir liðunum degi fyrir mótið. „Svo virðist sem aðeins lið Katar hafi verið vel undirbúið fyrir þessar nýju áherslur enda var liðið tilbúið fyrir þær. Katar fékk líka fæstar refsingar á mótinu.“ Ahl segir mótið vera skrípaleik. Hvernig ákveðnar þjóðir, eins og Ísland og Þýskaland, fengu sæti, allt í kringum lið Katar og svo dómararnir og dómaraáherslurnar. „Það er ekki hægt annað en að hugsa hvort hægt sé að taka HM í handbolta alvarlega lengur. Kannski er kominn tími til að leggja þetta mót niður og láta sérsamböndin í álfunum sjá um mótin og undankeppni Ólympíuleikanna. Þá má líka hugsa hvort ekki sé kominn tími til að leggja IHF niður.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. 3. febrúar 2015 07:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Christer Ahl, fyrrum formaður dómaranefndar IHF, vandar sínum gömlu félögum ekki kveðjurnar. „Þetta átti að vera mót þar sem fókusinn væri á bestu mönnunum og skemmtuninni sem svona móti fylgir. En að þessu sinni höfðu IHF og Katarar haft samráð á mörgum sviðum og fókusinn var því á málaliðunum í landsliði Katar. Þeir fengu oftar en ekki forgjöf og ósamræmi í dómgæslu réð á stundum úrslitum í þeirra leikjum,“ skrifar Ahl í pistli sem var birtur á dögunum. Hann gagnrýnir einnig að Katar hafi fengið að halda þetta mót yfir höfuð. Ahl segir reglur IHF líka vafasamar og þessar vafasömu reglur hafi Katar nýtt sér til þess að kaupa nýtt lið. Hann segir dómara frá Katar einnig hafa eyðilagt leiki á mótinu.Dómararnir eyðilögðu mikilvæga leiki „Þeir voru algjörlega vanhæfir og fengu að eyðileggja nokkra mikilvæga leiki. Til að mynda leik Brasilíu og Króatíu. Þar komu dómararnir í veg fyrir að Brasilía kæmist í átta liða úrslit,“ skrifar Ahl og gefur svo í skyn að yfirmaður dómaramála hlyti að hafa fengið skipanir að ofan að setja þessa dómara á leikinn. Eins og Kjartan Steinbach, forveri Ahl í starfi, kom inn á þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum, þá var engu líkara en dómararnir hefðu reynt að flauta Katar alla leið í úrslit mótsins. Ahl er á sama máli. „Það var engu líkara en það væri verið að reyna að ryðja veginn fyrir þá. Það var grunsamlegt að allir þeir dómarar sem hafa það orðspor að standa í lappirnar undir pressu fengu ekki að koma nálægt leikjum Katar í útsláttarkeppninni. Ekki eins sterkir dómarar dæmdu þá leiki og hlutlausir sáu að dómararnir höfðu mikið að gera með útkomu leikjanna. Fyrir vikið voru Austurríkismenn, Þjóðverjar og Pólverjar brjálaðir eftir leikina.“Christer Ahl.Er hægt að taka HM í handbolta alvarlega? Ahl talar í pistli sínum einnig um HM 2007 þar sem hann segir IHF hafa „skuldað“ Þjóðverjum gullverðlaun. Hann segir margt hafa verið gert til þess að hjálpa Þjóðverjum að fá gullið. Hann segist einnig hafa fengið hótanir eftir úrslitaleikinn á HM 2009 þar sem Frakkland vann Króatíu. Þá var honum hótað fyrir að setja dómara á leikinn sem væru þekktir fyrir að vera sanngjarnir og hlutlausir á leikinn. Ahl gagnrýnir einnig harkalega nýju línuna sem var sett upp í Katar en þá var leikmönnum kastað af velli fyrir litlar sem engar sakir. Þessar nýju áherslur voru kynntar fyrir liðunum degi fyrir mótið. „Svo virðist sem aðeins lið Katar hafi verið vel undirbúið fyrir þessar nýju áherslur enda var liðið tilbúið fyrir þær. Katar fékk líka fæstar refsingar á mótinu.“ Ahl segir mótið vera skrípaleik. Hvernig ákveðnar þjóðir, eins og Ísland og Þýskaland, fengu sæti, allt í kringum lið Katar og svo dómararnir og dómaraáherslurnar. „Það er ekki hægt annað en að hugsa hvort hægt sé að taka HM í handbolta alvarlega lengur. Kannski er kominn tími til að leggja þetta mót niður og láta sérsamböndin í álfunum sjá um mótin og undankeppni Ólympíuleikanna. Þá má líka hugsa hvort ekki sé kominn tími til að leggja IHF niður.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. 3. febrúar 2015 07:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. 3. febrúar 2015 07:30