Gary Martin um muninn á sér og Viðari Kjartanssyni í viðtali við VG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2015 12:15 Gary Martin. Vísir/Stefán Blaðamaður Verdens Gang spyr lesendur sína í grein í dag hvort þeir hafi ekki heyrt þetta áður. Leikmaður sem var markakóngur í íslensku deildinni með þrettán mörk og kemur síðan til Vålerenga. Nú er kominn útgáfa númer tvö. Gary Martin, markakóngur Pepsi-deildarinnar, er á reynslu hjá Vålerenga og það er ekkert skrýtið að menn þar á bæ horfi til Viðars Arnar Kjartanssonar. Verdens Gang fjallar um heimsóknina í dag. Viðar Örn Kjartansson skoraði 13 mörk í Pepsi-deildini 2013 og kom síðan í norsku úrvalsdeildina og varð markakóngur með 25 mörk í 29 leikjum. Vålerenga seldi hann síðan til Kína fyrir dágóða upphæð. Nú ætlar Gary Martin að komast að hjá Vålerenga en Martin hefur skorað 30 mörk í 44 deildarleikjum með KR undanfarin þrjú sumur. „Hann vildi endilega koma hingað. Nú fær hann tækifærið og við verðum bara að sjá til hvernig þetta gengur hjá honum," sagði þjálfarinn Kjetil Rekdal í viðtali við VG. Hann er þó ekkert öruggur með að semja við enska framherjann. „Við vorum að tala um "tilbúnari vöru" en slíkur leikmaður mun kosta sitt. Við erum að reyna að finna réttu lausnina en verðum að vera tilbúnir að fara aðra leik ef þessi gengur ekki upp," sagði Rekdal sem er að leita af eftirmanni Viðars. „Ég er mjög þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri hjá stórum klúbbi eins og Vålerenga. Ég gef fengið frábærar móttökur allt frá því ég steig út úr flugvélinni og hér hafa allir tekið mér vel og af fagmennsku. Ég varð að fullorðnast fljótt þegar ég kom einn til Íslands átján ára gamall og bætti mikið minn leik eftir að Rúnar Kristinsson náði í mig til KR. Rúnar kenndi mér allt sem ég kann," sagði Gary Martin. Gary Martin var síðan beðinn um samanburð á sér og umræddum Viðari Erni Kjartanssyni. „Við erum mjög ólíkir. Hann er meira inn í vítateignum en ég meira alhliða leikmaður sem hleyp allan tímann og sæki meira út á kantana. Viðar átti skilið velgengni sína hér. Ég ber mikla virðingu fyrir því sem hann afrekaði hér," sagði Gary Martin. Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Blaðamaður Verdens Gang spyr lesendur sína í grein í dag hvort þeir hafi ekki heyrt þetta áður. Leikmaður sem var markakóngur í íslensku deildinni með þrettán mörk og kemur síðan til Vålerenga. Nú er kominn útgáfa númer tvö. Gary Martin, markakóngur Pepsi-deildarinnar, er á reynslu hjá Vålerenga og það er ekkert skrýtið að menn þar á bæ horfi til Viðars Arnar Kjartanssonar. Verdens Gang fjallar um heimsóknina í dag. Viðar Örn Kjartansson skoraði 13 mörk í Pepsi-deildini 2013 og kom síðan í norsku úrvalsdeildina og varð markakóngur með 25 mörk í 29 leikjum. Vålerenga seldi hann síðan til Kína fyrir dágóða upphæð. Nú ætlar Gary Martin að komast að hjá Vålerenga en Martin hefur skorað 30 mörk í 44 deildarleikjum með KR undanfarin þrjú sumur. „Hann vildi endilega koma hingað. Nú fær hann tækifærið og við verðum bara að sjá til hvernig þetta gengur hjá honum," sagði þjálfarinn Kjetil Rekdal í viðtali við VG. Hann er þó ekkert öruggur með að semja við enska framherjann. „Við vorum að tala um "tilbúnari vöru" en slíkur leikmaður mun kosta sitt. Við erum að reyna að finna réttu lausnina en verðum að vera tilbúnir að fara aðra leik ef þessi gengur ekki upp," sagði Rekdal sem er að leita af eftirmanni Viðars. „Ég er mjög þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri hjá stórum klúbbi eins og Vålerenga. Ég gef fengið frábærar móttökur allt frá því ég steig út úr flugvélinni og hér hafa allir tekið mér vel og af fagmennsku. Ég varð að fullorðnast fljótt þegar ég kom einn til Íslands átján ára gamall og bætti mikið minn leik eftir að Rúnar Kristinsson náði í mig til KR. Rúnar kenndi mér allt sem ég kann," sagði Gary Martin. Gary Martin var síðan beðinn um samanburð á sér og umræddum Viðari Erni Kjartanssyni. „Við erum mjög ólíkir. Hann er meira inn í vítateignum en ég meira alhliða leikmaður sem hleyp allan tímann og sæki meira út á kantana. Viðar átti skilið velgengni sína hér. Ég ber mikla virðingu fyrir því sem hann afrekaði hér," sagði Gary Martin.
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira