Anderson Silva, besti MMA-bardagamaður sögunnar að flestra mati, vann Nick Diaz í endurkomu sinni í UFC um síðustu helgi, en hann sneri þar aftur eftir þrettán mánaða fjarveru vegna fótbrots.
Silva og Diaz féllu báðir á lyfjaprófi sem þeir fóru í 9. janúar, en niðurstöðurnar voru birtar tveimur dögum eftir bardagann.
Nú hefur íþróttanefnd Nevadaríkis ákveðið að bardaganum verði breytt í svokollað „No Contest“ en hann fór fram í Las Vegas. Bardaginn hefur sem sagt verið felldur úr gildi.
„Ég veit ekki hvort hann fái sigurbónusinn samt sem áður eftir þessa breytingu. UFC-sambandið ræður því. Hann fær þó ekki öll sigurlaunin,“ segir Bob Bennett, framkvæmdastjóri Nevada State Athletic Commission, NSAC.
Sögubækurnar munu því ekki sýna fram á sigur Silva í bardaganum, en þetta var 18. bardaginn hans í UFC. Hann hefur því ekki unnið í þremur bardögum í röð.
Silva tapaði í tvígang fyrir Chris Weidman, 6. júlí og 28. desember 2013, en Brasilíumaðurinn fótbrotnaði í seinni bardaganum og var lengi frá vegna meiðslanna.
Síðast vann hann Stephan Bonnar í UFC 153 sem fram fór 13. október 2012. Silva varði þá heimsmeistaratitilinn í léttþungavigt.
Þetta er svartur blettur á ferli þessa annars magnaða bardagakappa sem hélt heimsmeistaratitlinum lengur en nokkur annar í sögu UFC.
Sigurinn dæmdur af Anderson Silva
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn