Mortensen um Katar: Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 31. janúar 2015 21:45 Casper Mortensen eftir leikinn í kvöld. Vísir/Eva Björk Casper Mortensen, hornamaður danska landsliðsins, segir að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari í handbolta á morgun. Enn fremur segir hann það ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum að eitt landslið hafi byggt upp sinn leikmannahóp á erlendum leikmönnum sem skipti um þjóðerni fyrir peninga. Danir unnu fyrr í kvöld sigur á Króatíu í leik liðanna um fimmta sætið á HM. Mortensen var ánægður með sigur sinna manna þegar hann ræddi við Vísi eftir leik. „Við vildum þetta mót á jákvæðum nótum. Við bárum virðingu fyrir Króatíu enda gott lið. Við vorum í forystu frá upphafi til enda og þó svo að við vorum aðeins kærulausir í seinni hálfleik þá kláruðum við leikinn almennilega,“ sagði Mortensen.Sjá einnig: Danir klófestu fimmta sætið Danir urðu að sætta sig við fimmta sætið á mótinu þrátt fyrir að hafa tapað aðeins einum leik af níu - það var gegn Spáni í 8-liða úrslitum og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á lokasekúndum leiksins. „Það er erfitt að segja hvort við förum með óbragð í munni frá þessu móti. Við vildum meira. Við vildum komast í undanúrslitin en það var erfitt að þurfa að spila við Spán í 8-liða úrslitunum,“ sagði hann.Danir þakka fyrir stuðninginn í Lusail.Vísir/Eva Björk„En það er þó gott að hafa unnið þessa síðustu tvo leiki og því förum við héðan á nokkuð jákvæðum nótum. Við vitum að við gáfum allt sem við áttum í mótið og ég held að fólkið heima sé ánægt með okkur. Við fengum frábæran stuðning, bæði hér úti og að heiman.“Sjá einnig: Guðmundur: Vitum ekki hvað við erum að spila um Sem fyrr segir fer úrslitaleikur mótsins fram á morgun og Mortensen játar því að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari. „Já, án nokkurs vafa. Það hefur verið mikið talað um þetta lið en þegar reglurnar eru á þann veg að landsliðum er heimilt að kaupa leikmenn alls staðar að úr heiminum þá getur svona lagað gerst. Það er skrýtið en Katar hefur ekki brotið neinar reglur.“Leikmenn Katars fagna einum sigra sinna á mótinu.Vísir/Eva Björk„Ég hef sjálfur verið að einbeita mér að því að spila góðan handbolta en þetta er óneitanlega furðulegt. Ég vona svo sannarlega að Frakkland verði heimsmeistari á morgun.“ Finnst þér þetta ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum í keppninni? „Já,“ svarar hann umsvifalaust. „Að sjálfsögðu. Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga. Maður sækir þjóðernið sitt til fæðingarlandsins og það ætti ekki að vera hægt að spila fyrir annað land bara fyrir peninga.“Sjá einnig: Búið að ákveða úrslitin fyrir leik „En allir þekkja reglurnar. Maður getur skipt um landslið eftir þriggja ára biðtíma. Hvað mig varðar eru reglurnar vandamálið. Það er ekki stíga fram með ásakanir gagnvart Katar því þar var farið eftir öllum settum reglum.“ „Stóra spurningin er af hverju IHF (Alþjóðahandboltasambandið) sættir sig við þetta? Þetta er ekki sanngjarnt.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Því miður bara fimmta sætið Þjálfari Dana segir að leikurinn gegn Króötum í kvöld hafi verið frábær, bæði í vörn og sókn. 31. janúar 2015 18:22 Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30 Svona hafa leikir Katars verið dæmdir Færri brottvísanir, fleiri víti og dómarar frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu hafa dæmt fimm af átta leikjum Katars. 31. janúar 2015 10:00 Lauge: Sýndum hvað við getum Rasmus Lauge er ánægður með að fá að fljúga heim til Danmerkur strax á morgun. 31. janúar 2015 19:12 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Casper Mortensen, hornamaður danska landsliðsins, segir að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari í handbolta á morgun. Enn fremur segir hann það ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum að eitt landslið hafi byggt upp sinn leikmannahóp á erlendum leikmönnum sem skipti um þjóðerni fyrir peninga. Danir unnu fyrr í kvöld sigur á Króatíu í leik liðanna um fimmta sætið á HM. Mortensen var ánægður með sigur sinna manna þegar hann ræddi við Vísi eftir leik. „Við vildum þetta mót á jákvæðum nótum. Við bárum virðingu fyrir Króatíu enda gott lið. Við vorum í forystu frá upphafi til enda og þó svo að við vorum aðeins kærulausir í seinni hálfleik þá kláruðum við leikinn almennilega,“ sagði Mortensen.Sjá einnig: Danir klófestu fimmta sætið Danir urðu að sætta sig við fimmta sætið á mótinu þrátt fyrir að hafa tapað aðeins einum leik af níu - það var gegn Spáni í 8-liða úrslitum og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á lokasekúndum leiksins. „Það er erfitt að segja hvort við förum með óbragð í munni frá þessu móti. Við vildum meira. Við vildum komast í undanúrslitin en það var erfitt að þurfa að spila við Spán í 8-liða úrslitunum,“ sagði hann.Danir þakka fyrir stuðninginn í Lusail.Vísir/Eva Björk„En það er þó gott að hafa unnið þessa síðustu tvo leiki og því förum við héðan á nokkuð jákvæðum nótum. Við vitum að við gáfum allt sem við áttum í mótið og ég held að fólkið heima sé ánægt með okkur. Við fengum frábæran stuðning, bæði hér úti og að heiman.“Sjá einnig: Guðmundur: Vitum ekki hvað við erum að spila um Sem fyrr segir fer úrslitaleikur mótsins fram á morgun og Mortensen játar því að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari. „Já, án nokkurs vafa. Það hefur verið mikið talað um þetta lið en þegar reglurnar eru á þann veg að landsliðum er heimilt að kaupa leikmenn alls staðar að úr heiminum þá getur svona lagað gerst. Það er skrýtið en Katar hefur ekki brotið neinar reglur.“Leikmenn Katars fagna einum sigra sinna á mótinu.Vísir/Eva Björk„Ég hef sjálfur verið að einbeita mér að því að spila góðan handbolta en þetta er óneitanlega furðulegt. Ég vona svo sannarlega að Frakkland verði heimsmeistari á morgun.“ Finnst þér þetta ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum í keppninni? „Já,“ svarar hann umsvifalaust. „Að sjálfsögðu. Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga. Maður sækir þjóðernið sitt til fæðingarlandsins og það ætti ekki að vera hægt að spila fyrir annað land bara fyrir peninga.“Sjá einnig: Búið að ákveða úrslitin fyrir leik „En allir þekkja reglurnar. Maður getur skipt um landslið eftir þriggja ára biðtíma. Hvað mig varðar eru reglurnar vandamálið. Það er ekki stíga fram með ásakanir gagnvart Katar því þar var farið eftir öllum settum reglum.“ „Stóra spurningin er af hverju IHF (Alþjóðahandboltasambandið) sættir sig við þetta? Þetta er ekki sanngjarnt.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Því miður bara fimmta sætið Þjálfari Dana segir að leikurinn gegn Króötum í kvöld hafi verið frábær, bæði í vörn og sókn. 31. janúar 2015 18:22 Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30 Svona hafa leikir Katars verið dæmdir Færri brottvísanir, fleiri víti og dómarar frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu hafa dæmt fimm af átta leikjum Katars. 31. janúar 2015 10:00 Lauge: Sýndum hvað við getum Rasmus Lauge er ánægður með að fá að fljúga heim til Danmerkur strax á morgun. 31. janúar 2015 19:12 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Guðmundur: Því miður bara fimmta sætið Þjálfari Dana segir að leikurinn gegn Króötum í kvöld hafi verið frábær, bæði í vörn og sókn. 31. janúar 2015 18:22
Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33
Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30
Svona hafa leikir Katars verið dæmdir Færri brottvísanir, fleiri víti og dómarar frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu hafa dæmt fimm af átta leikjum Katars. 31. janúar 2015 10:00
Lauge: Sýndum hvað við getum Rasmus Lauge er ánægður með að fá að fljúga heim til Danmerkur strax á morgun. 31. janúar 2015 19:12