Austurríkismenn eru öruggir með sæti í sextán liða úrslitum á HM í handbolta í Katar eftir tólf marka sigur á Íran í fjórða leik sínum í dag, 38-26.
Austurríska liðið hefur náð í fimm stig af átta mögulegum og verður alltaf meðal fjögurra efstu liðanna í A-riðlinum sem hvernig restin af leikjum riðilsins enda. Bosnía, Túnis og Íran geta ekki öll náð Austurríki að stigum.
Strákarnir hans Patreks Jóhannessonar töpuðu fyrsta leik sínum á móti Króatíu en hafa síðan unnið Bosníu og Íran auk þess að gera jafntefli við Túnis í millitíðinni.
Sigur Austurríkismanna var öruggur en kannski ekkert alltof sannfærandi því það gekk ekki nógu vel hjá þeim að klára leikinn.
Austurríki var 18-13 yfir í hálfleik en íranska liðið skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og náði aftur að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar tólf mínútur voru liðnar af hálfleiknum.
Austurríska liðið var hinsvegar miklu sterkara á endasprettinum og vann síðustu átján mínútur leiksins 14-5.
Raul Santos var markahæstur hjá Austurríki með átta mörk en besti leikmaður liðsins var þó markvörðurinn Nikola Marinovic.
Patrekur búinn að koma Austurríkismönnum í sextán liða úrslitin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

