Slóvenar eru komnir áfram í sextán liða úrslit eins og Spánn og Katar, eftir þriggja marka sigur á Brasilíu, 35-32, eftir spennandi leik í A-riðli á HM í handbolta í Katar í dag.
Brasilíumenn stríddu Slóvenum í leiknum og komust meðal annars tvisvar yfir á lokasprettinum, fyrst 29-28, eftir að þeir skoruðu fimm mörk í röð og svo aftur í 32-31 þegar sjö mínútur voru eftir.
Slóvenar gerðu hinsvegar út um leikinn með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins en Brasilíumenn skoruðu ekki mark síðustu sjö mínútur og fimmtán sekúndur leiksins.
Slóvenar voru 19-18 yfir í hálfleik eftir að hafa verið mest fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleiknum.
Dragan Gajic skoraði tólf mörk fyrir Slóvena en þrjú marka hans komu af vítalínunni.
Hvít-Rússar fögnuðu sínum fyrsta sigri á mótinu á sama tíma þegar liðið vann ellefu marka sigur á Síle, 34-23. Bræðurnir Siarhei og Dzianis Rutenka voru saman með 14 mörk úr 20 skotum í leiknum.
Lið Hvíta-Rússland á enn veika von á því að komast í sextán liða úrslitin en þá þurfa þeir að vinna Katar í lokaleik á sama tíma og Brasilíumenn tapi stigum á móti Síle.
Slóvenar með sinn þriðja sigur - komnir áfram
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti


Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn
