Björgvin Páll: Þarf að stilla tvær vekjaraklukkur fyrir Sverre á morgun Arnar Björnsson í Katar skrifar 21. janúar 2015 19:15 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Eva Björk Björgvin Páll Gústavsson var í banastuði gegn Frökkum í gær og skellti í lás í markinu í fyrri hálfleik. Það er alltaf stutt í brosið hjá markverðinum snjalla og hann var í fínum gír eins og „strákarnir okkar“. Hann var sáttur með frammistöðuna í Frakkaleiknum. „Já, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta gekk vel upp og góð tilfinning mestallan leikinn. Að fá á sig 26 mörk á móti Frökkum er mjög jákvætt og gefur góð fyrirheit um framhaldið líka að gæjarnir fyrir framan mig eru að berjast eins og ljón. Íslenska geðveikin er til staðar," segir Björgvin Páll Gústavsson. Tékkarnir eru ekki eins sterkir eins og Frakkar en þeir eru stórhættulegir. „Já þeir eru með heimsklassa leikmenn eins og Jicha og Horak sem eru stórhættulegir. Þeir hafa ekki komist í sinn gír til þessa. Það er okkar hlutverk að halda því áfram að það gerist ekki. Við þurfum að leggja mikla vinnu í að stoppa þá og skoða vel á myndböndum. Ef við ætlum að fara áfram þá verðum við að klára þennan leik. Tvö stig gegn Tékkum koma okkur áfram og stig gegn Frökkum gerir þann leik eiginlega ómerkan," segir Björgvin Páll. Er ekki vont ef Tékkarnir vinna að þurfa að eiga allt undir gegn liði eins og Egyptalandi sem er með fullt af stuðningsmönnum og hafa kannski dómgæsluna með sér? „Jú þetta eru bara tveir leikir sem við verðum að vera klárir í og mikilvægt að þessi stígandi haldi áfram. Ég ætla að vona að þessi Frakkaleikur hafi kveikt í okkur því þessi leikur gegn Tékkum er gríðarlega mikilvægur. Það væri þægilegt að fara í leikinn við Egypta og vita það að við séum komnir áfram og geta því farið afslappaðri í leikinn við Egypta. Við þurfum helst að vinna báða leikina til að enda sem efst í riðlinum. Það skiptir kannski ekki máli hvar við endum í riðlinum því liðin í D-riðlinum er það sterk. Við viljum klára báða leikina," segir Björgvin. Hvernig er skrokkurinn, ertu ekki með marbletti eftir leikinn? „Ég held að ég sé minnst kvalinn af öllum. Þetta er langt mót og það þarf tíma til að hlaða sig en við erum í góðum höndum hjá Ella sjúkraþjálfara (Elís Þór Rafnsson) og Pétur (Örn Gunnarsson) er á leiðinni og við erum í góðum höndum þar og náum að bursta þessa marbletti í burtu," segir Björgvin. Þarf ekki að draga „gömlu“ mennina út úr rúmunum á morgnana, eru þeir ekki alveg búnir á því? „Alla vega Sverre, hann svaf yfir sig í morgun. Þannig að þarf að stilla tvær vekjaraklukkur fyrir hann á morgun," segir Björgvin. Allt viðtalið við Björgvin Pál er aðgengilegt hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson var í banastuði gegn Frökkum í gær og skellti í lás í markinu í fyrri hálfleik. Það er alltaf stutt í brosið hjá markverðinum snjalla og hann var í fínum gír eins og „strákarnir okkar“. Hann var sáttur með frammistöðuna í Frakkaleiknum. „Já, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta gekk vel upp og góð tilfinning mestallan leikinn. Að fá á sig 26 mörk á móti Frökkum er mjög jákvætt og gefur góð fyrirheit um framhaldið líka að gæjarnir fyrir framan mig eru að berjast eins og ljón. Íslenska geðveikin er til staðar," segir Björgvin Páll Gústavsson. Tékkarnir eru ekki eins sterkir eins og Frakkar en þeir eru stórhættulegir. „Já þeir eru með heimsklassa leikmenn eins og Jicha og Horak sem eru stórhættulegir. Þeir hafa ekki komist í sinn gír til þessa. Það er okkar hlutverk að halda því áfram að það gerist ekki. Við þurfum að leggja mikla vinnu í að stoppa þá og skoða vel á myndböndum. Ef við ætlum að fara áfram þá verðum við að klára þennan leik. Tvö stig gegn Tékkum koma okkur áfram og stig gegn Frökkum gerir þann leik eiginlega ómerkan," segir Björgvin Páll. Er ekki vont ef Tékkarnir vinna að þurfa að eiga allt undir gegn liði eins og Egyptalandi sem er með fullt af stuðningsmönnum og hafa kannski dómgæsluna með sér? „Jú þetta eru bara tveir leikir sem við verðum að vera klárir í og mikilvægt að þessi stígandi haldi áfram. Ég ætla að vona að þessi Frakkaleikur hafi kveikt í okkur því þessi leikur gegn Tékkum er gríðarlega mikilvægur. Það væri þægilegt að fara í leikinn við Egypta og vita það að við séum komnir áfram og geta því farið afslappaðri í leikinn við Egypta. Við þurfum helst að vinna báða leikina til að enda sem efst í riðlinum. Það skiptir kannski ekki máli hvar við endum í riðlinum því liðin í D-riðlinum er það sterk. Við viljum klára báða leikina," segir Björgvin. Hvernig er skrokkurinn, ertu ekki með marbletti eftir leikinn? „Ég held að ég sé minnst kvalinn af öllum. Þetta er langt mót og það þarf tíma til að hlaða sig en við erum í góðum höndum hjá Ella sjúkraþjálfara (Elís Þór Rafnsson) og Pétur (Örn Gunnarsson) er á leiðinni og við erum í góðum höndum þar og náum að bursta þessa marbletti í burtu," segir Björgvin. Þarf ekki að draga „gömlu“ mennina út úr rúmunum á morgnana, eru þeir ekki alveg búnir á því? „Alla vega Sverre, hann svaf yfir sig í morgun. Þannig að þarf að stilla tvær vekjaraklukkur fyrir hann á morgun," segir Björgvin. Allt viðtalið við Björgvin Pál er aðgengilegt hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira