Sérfræðingar sammála: Guðmundur í óþægilegri stöðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2015 15:40 Vísir/eva björk Fimm sérfræðingar sem danska blaðið BT leitaði til eru sammála um að landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson sé undir pressu eftir erfitt gengi liðsins á HM í Katar til þessa. Guðmundur sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Hilton-hótelinu í Doha í gær rétt eins og á öðrum frídögum danska landsliðsins. Þar átti hann í „þvinguðum“ orðaskiptum við blaðamenn þegar umræðuefnið barst að danska varnarleiknum. Guðmundur hefur verið rólegur og yfirvegaður á fundum sínum til þessa en í þetta skiptið þóttu tilsvör hans af öðrum toga. Þótti hann pirraður í svörum sínum við spurningum blaðamanna. Danir mæta Pólverjum í gríðarlega mikilvægum leik á HM í handbolta í kvöld og vilja alls ekki tapa fleiri stigum en þeir hafa gert í keppninni til þessa.Sjá einnig: Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Sérfræðingarnir sem BT leitaði til eru sammála um að þetta sé ekki auðveld staða fyrir Guðmund. „Þetta er ekki sú byrjun sem hann vonaðist eftir,“ sagði Lars Krogh Jeppesen, sérfræðingur DR. „Ég held að þessi varnarleikur sé að halda fyrir honum vöku á næturnar, þó svo að hann viðurkenni það ekki. Við sáum þjálfara sem undir pressu á blaðamannafundinum. Hann brást harkalega við eðlilegum spurningum og virtist eilítið móðgaður.“ Jeppesen segist ekki hrifinn af leikstíl danska liðsins og efast um að liðið komist í undanúrslit mótsins úr þessu. Hann er heldur ekki hrifinn af vörninni sem Guðmundur hefur látið danska liðið spila.Sjá einnig: Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Lars Christiansen, fyrrum hornamaður danska landsliðsins, er sérfræðingur á TV2 og segir að Guðmundur sé óvanur því að þurfa að eyða svo miklum tíma í fjölmiðla og hann hefur þurft að gera á mótinu. „Allt umstangið í kringum fjölmiðla hefur líklega komið honum á óvart - að það séu svo margir á blaðamannafundunum. Við vorum áður með þjálfara (Ulrik Wilbæk) sem var afar opinn og gaf mikið af sér. Nú erum við með þjálfara sem er afar einbeittur að handboltanum sjálfum.“ Christiansen og félagi hans hjá TV2, Bent Nyegaard, er þó enn vongóður um að liðið komist langt í keppninni enda sé ekkert tapað enn. Ummæli hans og annarra má lesa hér. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15 Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Fimm sérfræðingar sem danska blaðið BT leitaði til eru sammála um að landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson sé undir pressu eftir erfitt gengi liðsins á HM í Katar til þessa. Guðmundur sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Hilton-hótelinu í Doha í gær rétt eins og á öðrum frídögum danska landsliðsins. Þar átti hann í „þvinguðum“ orðaskiptum við blaðamenn þegar umræðuefnið barst að danska varnarleiknum. Guðmundur hefur verið rólegur og yfirvegaður á fundum sínum til þessa en í þetta skiptið þóttu tilsvör hans af öðrum toga. Þótti hann pirraður í svörum sínum við spurningum blaðamanna. Danir mæta Pólverjum í gríðarlega mikilvægum leik á HM í handbolta í kvöld og vilja alls ekki tapa fleiri stigum en þeir hafa gert í keppninni til þessa.Sjá einnig: Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Sérfræðingarnir sem BT leitaði til eru sammála um að þetta sé ekki auðveld staða fyrir Guðmund. „Þetta er ekki sú byrjun sem hann vonaðist eftir,“ sagði Lars Krogh Jeppesen, sérfræðingur DR. „Ég held að þessi varnarleikur sé að halda fyrir honum vöku á næturnar, þó svo að hann viðurkenni það ekki. Við sáum þjálfara sem undir pressu á blaðamannafundinum. Hann brást harkalega við eðlilegum spurningum og virtist eilítið móðgaður.“ Jeppesen segist ekki hrifinn af leikstíl danska liðsins og efast um að liðið komist í undanúrslit mótsins úr þessu. Hann er heldur ekki hrifinn af vörninni sem Guðmundur hefur látið danska liðið spila.Sjá einnig: Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Lars Christiansen, fyrrum hornamaður danska landsliðsins, er sérfræðingur á TV2 og segir að Guðmundur sé óvanur því að þurfa að eyða svo miklum tíma í fjölmiðla og hann hefur þurft að gera á mótinu. „Allt umstangið í kringum fjölmiðla hefur líklega komið honum á óvart - að það séu svo margir á blaðamannafundunum. Við vorum áður með þjálfara (Ulrik Wilbæk) sem var afar opinn og gaf mikið af sér. Nú erum við með þjálfara sem er afar einbeittur að handboltanum sjálfum.“ Christiansen og félagi hans hjá TV2, Bent Nyegaard, er þó enn vongóður um að liðið komist langt í keppninni enda sé ekkert tapað enn. Ummæli hans og annarra má lesa hér.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15 Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15
Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30
Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni