Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 12:30 Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans eru taplausir á HM. vísir/eva björk Blaðamannafundur þýska landsliðsins á Hilton-hótelinu hér í Doha í Katar hófst á tilkynningu. Leikmönnum verður gefið frí frá æfingu í dag og verður haldið út í eyðimörkina í Katar í svokallað jeppasafarí. Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins, á fundinum í morgun en hans menn eru á toppi D-riðils með sjö stig af átta mögulegum og dugir sigur gegn Sádí-Arabíu á morgun til að tryggja sér sigur í riðlinum. „Við erum ánægðir með sigurinn gegn Argentínu en það var erfiður leikur fyrir bæði haus og líkama,“ sagði Dagur. „Við höfum spilað fjóra leiki á skömmum tíma og því fá leikmenn frí frá æfingu í dag. Undirbúningur hefst svo í kvöld og verður haldið áfram í fyrramálið.“ „Auðvitað viljum við halda okkar takti í leiknum og spila til sigurs í riðlinum. Það er okkur mikilvægt og þar liggur okkar einbeiting. Við viljum engu að síður halda okkur í góðu formi og safna kröftum fyrir næstu verkefni.“ Dagur fer með leikmönnum í eyðurmerkurferðina í dag en liðsstjórinn Oliver Roggisch situr eftir heima. „Það er meira að sjá í Katar en bara það sem er hér í Doha. Við viljum eiga gott kvöld og einbeita svo okkur að Sádí Arabíu í fyrramálið,“ sagði hann. Dagur var spurður að því hvort hann hefði einhverjar sérstakar tilfinningar fyrir mögulegum andstæðingum Þýskalands í 16-liða úrslitum. Einn mögulegur andstæðingur Þjóðverja verður Ísland, þó það sé vissulega ólíklegt miðað við stöðuna í dag.Sjá einnig:Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Dagur hikaði áður en hann svaraði. Og brosti. „Ég vil helst ekki segja það,“ sagði hann og greinilegt var að hann átti við íslenska liðið. „Ég er fyrst og fremst með góða tilfinningu fyrir okkar liði. Við höfum spilað vel og það eru allir heilir. Það er það sem hefur veitt mér mesta ánægju.“ „Við eigum að hugsa um það fyrst og fremst að ganga hart fram í okkar leikjum. Við höfum engu að tapa.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Blaðamannafundur þýska landsliðsins á Hilton-hótelinu hér í Doha í Katar hófst á tilkynningu. Leikmönnum verður gefið frí frá æfingu í dag og verður haldið út í eyðimörkina í Katar í svokallað jeppasafarí. Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins, á fundinum í morgun en hans menn eru á toppi D-riðils með sjö stig af átta mögulegum og dugir sigur gegn Sádí-Arabíu á morgun til að tryggja sér sigur í riðlinum. „Við erum ánægðir með sigurinn gegn Argentínu en það var erfiður leikur fyrir bæði haus og líkama,“ sagði Dagur. „Við höfum spilað fjóra leiki á skömmum tíma og því fá leikmenn frí frá æfingu í dag. Undirbúningur hefst svo í kvöld og verður haldið áfram í fyrramálið.“ „Auðvitað viljum við halda okkar takti í leiknum og spila til sigurs í riðlinum. Það er okkur mikilvægt og þar liggur okkar einbeiting. Við viljum engu að síður halda okkur í góðu formi og safna kröftum fyrir næstu verkefni.“ Dagur fer með leikmönnum í eyðurmerkurferðina í dag en liðsstjórinn Oliver Roggisch situr eftir heima. „Það er meira að sjá í Katar en bara það sem er hér í Doha. Við viljum eiga gott kvöld og einbeita svo okkur að Sádí Arabíu í fyrramálið,“ sagði hann. Dagur var spurður að því hvort hann hefði einhverjar sérstakar tilfinningar fyrir mögulegum andstæðingum Þýskalands í 16-liða úrslitum. Einn mögulegur andstæðingur Þjóðverja verður Ísland, þó það sé vissulega ólíklegt miðað við stöðuna í dag.Sjá einnig:Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Dagur hikaði áður en hann svaraði. Og brosti. „Ég vil helst ekki segja það,“ sagði hann og greinilegt var að hann átti við íslenska liðið. „Ég er fyrst og fremst með góða tilfinningu fyrir okkar liði. Við höfum spilað vel og það eru allir heilir. Það er það sem hefur veitt mér mesta ánægju.“ „Við eigum að hugsa um það fyrst og fremst að ganga hart fram í okkar leikjum. Við höfum engu að tapa.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00
Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni